blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 40

blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 40
Kirkjugarður Atlantshafsins + Bermúdaþríhyrningurinn er svæði sunnarlega í Atlantshafi sem er þekkt helst vegna þess að flug- vélar og skip ásamt áhöfnum og farþegum, hafa horfið af yfirborði jarðar innan þess. Margir telja yf- irnáttúruleg öfl vera þar að verki og hafa lengi verið á lofti ýmsar kenningar um að verur utan úr geimnum eða eitthvað að handan búi að baki. Svæðið innan Bermúdaþríhyrn- ingsins er fjölfarin siglingaleið sem er einnig þekkt fyrir veðu- rofsa yfir vetrartímann þar sem himinháar öldur rísa og skella á skipunum. Fyrstu sögurnar af svæðinu má rekja aftur til Kólumbusar en hann var sá fyrsti til þess að greina frá undarlegum atburðum á svæðinu en áhöfnin varð vitni að undarlegum ljósum sem döns- uðu á haffletinum, eldtungum á himnum og rugli í áttavitanum. Hverfa sporlaust Fjölmörg skip eru talin hafa horf- ið á svæðinu og eins hefur fjöldi skipa fundist yfirgefinn þó að flest- ir telji að hægt sé að útskýra flesta atburði með eðlilegum hætti. Skipið Patriot með Theodosiu Burr Alston, dóttur varaforseta Banda- rikjanna á þeim tíma, innanborðs lagði úr höfn frá Suð- ur-Karólínu þann 30. desember árið 1812 en aldrei heyrðist frá því aftur. Getgát- ur um örlög skipsins hafa yfirleitt tengst yfirnáttúrulegum at- burðum á Bermúda- svæðinu en talið er líklegra að það hafi lent í klóm sjóræn- ingja. Skútan Teignmouth Electron fannst mannlaus þann Theodosia Burr Alston Ein afþeim sem margir telja að hafi horfið með 10. júlí 1969 en tal- skipinu Patriot innan Ber- ið er að eigandinn, múdaþríhyrningsins. Donald Crowhurst, hafi skilið hana eftir vegna bilunar. Skipið USS Cyclops fórst undir stjórn G. W. Worley árið 1918 ásamt 306 manna áhöfn eftir að hafa siglt úr höfn á Barbados en ekkert neyðar- kall barst frá skipinu áður en það hvarf algerlega. Sumir telja þó að skipið hafi farist mun norðar og að ástæðan fyrir því að ekkert neyðarkall barst frá því hafi ver- ið sú að talstöðvarsamband hafi ekki verið nægilega gott á þesum tíma og erfitt að ná sambandi. Lík- legri skýring á hvarfi skipsins er frekar talin vera mikill brotsjór sem olli því að skipið lagðist á hlið- ina og sökk á skömm- um tíma. Skipið The Spray með Joshua Slocum skip- stjóra innan borðs, sem var talinn einn sá besti á sínum tíma, hvarf einnig sporlaust á þessum slóðum. Slocum var talinn af- ar hæfur skipstjóri en hann var fyrsti mað- urinn til þess að sigla eins síns liðs í kring- um jörðina. Árið 1909 lagði Slocum úr höfn og hélt til Venesúela en komst aldrei á leið- arenda og ekkert spurðist til hans né skipsins framar og er ekki enn vitað um örlög hans. Þó hefur ver- ið bent á að ekki séu neinar sann- anir fyrir því að Slocum hafi verið staddur innan Bermúdaþríhyrn- ingsins á þessum tíma og er talið líklegra að bátur hans hafi verið sigldur niður af stærra skipi eða farið á hliðina vegna áreksturs við hval. Flug 19 hvarf þann 5. desember 1945 á æfingaflugi yfir Atlantshaf- ið en flugmaðurinn er sagður hafa greint frá því að vatnið væri hvítt og sjórinn liti ekki út eins og hann ætti að gera. Eins greindi hann frá því að áttavitinn léti undarlega rétt áður en hann hvarf af ratsjám. Svo virðist vera sem vélin hafi brot- lent og fannst hvorki tangur né tetur af Flugi 19 né öðrum vélum sem voru í sama æfingaflugi. Vél- arnar voru þó hannaðar þannig að þær ættu ekki að sökkva, brot- lentu þær, og gætu haldist á floti í langan tíma. Þrátt fyrir mikla leit á hafi úti fannst ekkert flak og BermúdaþríhyrningurinnF/ugi'é/- ar og skip hafa horfið afratsjám og að því er virðist afyfirborði jarðar á þessu svæði. spurðist því ekkert framar um ör-1 lög áhafnarinnar. Fjöldi sagna af óhugnanlegum ör- lögum áhafna sem sigldu um Ber- múdasvæðið er til en flestir telja þó að skýra megi örlög flestra með eðlilegum hætti. KADECO Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur tekið til starfa www.kadeco.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.