blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 2007 blaöiö Auglýsingasíminn er 510 3744 Námskeið í Matstækni við Háskólann í Reykjavík Matstækni er hagnýtt og sérhæft nám sem er sniðið fyrir sérfræðinga og þá sem hafa hug á að starfa á sviði eignamats, s.s. kostnaðarmats vegna viðhalds fasteigna, markaðsmats vegna fasteignaviðskipta o.fl. Námskeið hefjast í febrúar. Nánari upplýsingar má finna á www.hr.is og hjá Guðmundi Borgþórssyni, gudmb@ru.is. Námskeiðin eru í kennd í samstarfi við Matsmannafélag íslands. HÁSKÓLINN í REYKJAVÍK REYKJAVlK UNiVERSITY OFANLEITI 2 • KRINGLUNNI1 • HÖFÐABAKKA 9 SfMI: 599 6200 www.hr.is Illugi Jökulsson skrifar um hatursmenn forseta ísiands LAGKURULEGT RAUS Undarlegt raus hefur nú upphafist í nokkrum kimum samfélagsins. Aldraðir ritstjórar og alþingismenn virðast sérlega veikir fyrir þessu rausi, sem og fáeinir velútilátnir embættis- menn. Og einn og einn bloggari af ívið yngri kynslóð. Rausið lýsir sér í voðalegum pirringi yfir því að Ólafur Ragnar Grímsson skuli hafa tekið sæti í svokölluðu Þróunarráði Indlands. Þetta var vissulega dálítið óvænt frétt en samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá forsetaembættinu þá er ráðinu ætlað „að móta tillögur um á hvern hátt Indverjar geta styrkt efnahagslíf sitt og velferð þjóðarinnar án þess að umhverfi bíði varanlegt tjón af eða gæðum náttúrunnar verði stefnt í hættu. Slíkri sjálfbærri þróun er ætlaður forgangurí stefnumótun" Og síðar segir: „Meðal þeirra verkefna sem Þróunarráðið mun fjalla um á næstunni er vatnsbú- skapur Indverja, en bráðnun jökla og íss í Himalayafjöllum ógnar lífskjörum hundraða milljóna Ind- verja vegna þeirra breytinga sem þessi þróun hefur á vatnsmagn í meginfljótum Indlands." Hið þarfasta þing Þetta virðist satt að segja hið fegursta mál. Maður getur raunar ekki annað en verið hrifinn af því hve skynsamir Indverjar virðast vera. Þeim tekst að halda úti raun- verulegu lýðræði þrátt fyrir allan sinn mannfjölda, langvarandi fá- tækt og mismunandi menningu ólíkra þjóða sem byggja landið. Þótt vitaskuld sé við margan vanda að glíma í samfélagi þeirra og manni hugnist ekki allt sem þaðan fréttist, þá vekur samt aðdáun hve umhugað þeim virðist að stíga varlega til jarðar - jafnvel á þeirri framfarabraut sem þeir eru nú á. Og þetta Þróunarráð virðist sem sagt hið þarfasta þing en í því sitja, auk Ólafs Ragnars, ýmsir mætir menn bæði indverskir og erlendir. Og þótt maður sé far- inn að reyna að vara sig á bév- uðu þjóðarstoltinu, þá verð ég að segja eins og er að ég er bara nokkuð ánægður með að hinum skynsömu Indverjum skuliþykja akkur í okkar manni í þessum hópi. En það finnst ekki Þ o r s t e i n i Pálssyni. Og ekki S t y r m i Gunnarssyni. Og allra síst Halldóri Blöndal. Hafa aldrei getað fyrirgefið Rausið hefur heltekið þá alla þrjá og þeir kvarta og kveina yfir því að Olafur Ragnar skuli ekki hafa spurt ríkisstjórnina leyfis áður en hann þáði boð um sæti í þessu Þróunarráði. Og það er kvabbað um krísu í samskiptum forsetans við stjórnkerfið. Heyr á endemi! Krísan er nátt- úrlega einfaldlega sú að þessir ágætu menn hafa aldrei getað fyrirgefið Ólafi Ragnari að hafa hreppt forsetaembættið íbága við vilja Ríkisstjórnarflokksins - nei, afsakið, Sjálfstæðisflokksins. Sárhlægilegast var að Halldór Blöndal skyldi rumska af sínum væra blundi og heimta hvorki meira né minna en fund í utan- ríkismálanefnd Alþingis til að ræða þetta alvarlega mál. Að svo værukær maður sem Hall- dór Blöndal skuli yfirleitt vera formaður utanríkismálanefndar Alþingis er náttúrlega sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig - maður sem hefur sjálfur lýst því yfir að friðun villianda sé nú eina áhugamál sitt í pólitík. Fyrir utan náttúrlega hvalveiðarnar. Ég segi eins og Egill Helga- son á vefsíðu sinni: „Hins vegar hefur enn enginn verið kallaður á fund utanríkismálanefndar vegna Iraksstríðsins og stuðn- ings íslensku þjóðarinnar við það. Það eru greinilega önnur mikilvægari mál sem þarf að ræða.“ „Rausið hefur heltekið þa alla þqa og þeir kvarta og kveina yfir þviað Ólafur Ragnar skuli ekki hafa spurt rikisstjórnina leyfis áður en hann þáði boð um sæti íþessu Þróunarráði Indlands. ,,Það er meiii sómi að því að eiga íoiseta sem þykii eftiisóknaiveiðui í félagsskap eins og Þió- unaimði Indlands held- ui en að eiga foimann utamíkismálanefndai sem neitai að lœða íi- aksstiíðið opinbeilega" Einsog fiskur ívatni Hvað er eiginlega málið? Nú er Ólafur Ragnar Grímsson vissulega ekki heilagur maður. Það sem hann gerir er ekki hafið yfir gagnrýni enda hefur hann fyrstur íslenskra forseta mátt sæta því að vera gagnrýndur opinber- lega. Það er líka sjálfsagt mál og eðlilegt - og sjálfum hefur mér ekki fallið allt sem Ólafur Ragnar hefur tekið sér fyrir hendur eða sagt þau ár sem hann hefur gegnt forsetaembættinu. En menn verða ósköp einfald- lega að viðurkenna það að út á við - í alþjóðlegu samstarfi og sam- skiptum - þar er Ólafur Ragnar eins og fiskur í vatni. Þar hefur hann gert mest gagn og þar er mestur sómi að honum. (Fyrir utan náttúrlega að hann var réttur maður á réttum stað þegar valdníðsla Ríkis- stjórnarflokksins ætlaði að keyra úr öllu hófi fram á dögum fjölmiðlafrumvarpsins.) Birtist ekki í fjölmenni nema með hvalskurðarlensu Ég held að það sé að minnsta kosti engum blöðum um það að fletta að það er meiri sómi að því fyrir Island að eiga forseta sem þykir eftirsóknarverður í félags- skap eins og Þróunarráði Ind- lands heldur en að eiga formann utanríkismálanefndar sem neitar að ræða Iraksstríðið opinberlega og birtist helst ekki í fjölmenni nema með hvalskurðarlensu. Við raus- arana sem kvarta og emja undan Ólafi Ragn- ari í þessu máli er bara eitt að segja: Lágkúran, m a ð u r , lágkúran!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.