blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 blaðið SOGUSYNI Landsbankinn 120 ára Opið um helgina------------------ Sögusýningin spannar 120 ára sögu bankans og þjóöarinnar og er skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna. Á Sögusýningu Landsbankans er margt markvert að sjá og skoöa, ekki aðeins úr bankasögunni heldur eru dregnar upp myndir úr þjóðlífi fyrri tíöar enda saga bankans og þjóðar- innar samtvinnuð á ýmsan hátt. Laugardag og sunnudag: Sveinbjörn Quðbjarnarson verður á staðnum, leiðbeinir gestum og svarar spurningum. Sögusýning Landsbankans Aðalstræti 6 (húsnæði TM) Sími: 410 4300 Opið virka daga kl. 11:00-17:00 og um helgar kl. 13:00-17:00 Enginn aðgangseyrir L Landsbankinn Banki allra landsmanna í 120 ár Heildsöluverð á veiðivörum Það styttist í fyrstu vorsendingarnar. Við seljum eldri veiðivörur á kostnaðarverði og heildsöluprís á lager okkar í Skeifunni 8 Neopren vöðlurfrá 6.995 (áður 16.995) Öndunarvöðlurfrá 9.995 (áður 21.900) Veiðijakkarfrá 5.000 (áður 12.995) Flugustangirfrá 1.995 (áður 5.995) Kaststangir frá 1.99íffáður 4.995) Fluguhjól frá 1.995 (áður 4.995) Kasthjól frá 995 (áður 2.995) Skotveiðijakkar 14.995 (áður 24.900) Skotveiðibuxur 10.995 (áður 18.900) 10 spúnaraðeins 1.995 (áður 3.950) Flugulínurfrá 1.500 (áðurfrá 4.995) og margt fleira á ótrúiegu verði Opið í örfáa daga Komdu strax í dag því síðast seldist allt upp á 5 dögum Opið frá 10 til 16 UTAN UR HEIMI Gulur snjór vekur undrun Rússnesk stjómvöld hafa sent sérfræðinga á vettvang til að rannsaka illa lyktandi, gulan, grænan og appelsínugulan snjó sem hefur fallið á um 1.500 ferkílómetra svæöi í Síberíu. Enn er beðið eftir niðurstöðum rannsókna en almenningur er hvattur til að halda sig fjarri snjónum sem er olíukenndur viðkomu. Félag fasteignasala og eftirlitsnefnd þess: Berjast um starfsheiti ■ Óeölilegur málarekstur ■ Óttast holskeflu » Eftir Trausta Hafsteinsson ■trausti@bladid.net Þetta snýst um það hvort starfs- menn á fasteignasölum megi nota starfsheitið fasteignaráðgjafi, líkt og dæmi eru um. Notkun heitisins var til meðferðar hjá eftirlitsnefndinni sem úrskurðaði að notkunin væri heimil. Því mótmælum við algjör- lega enda kemur þetta skýrt fram í lögum,“ segir Grétar Jónasson, fram- kvæmdastjóri Félags fasteignasala. Málflutningur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur þegar farið fram þar sem Félags fasteignasala stefndi eftirlitsnefnd Félags fasteignasala vegna úrskurðar sem heimilaði starfsmanni fasteignasölu að notast við starfsheitið fasteignaráðgjafi. Beðið er uppkvaðningu dómsins. Ekki villandi Þorsteinn Einarsson, formaður eftirlitsnefndar Félags fasteignasala, staðfestir málareksturinn og grund- völl hans. Hann telur sérstakt að félagið hafi ákveðið að höfða málið og segir forvitnilegt að sjá hver nið- urstaða dómstólsins verður. „Þetta byggist á ákvörðun nefnd- arinnar um starfsheitið fasteigna- ráðgjafi. Eftir að hafa farið vel yfir málið töldum við þetta hvorki brjóta gegn lögunum né vera villandi. Þessi ákvörðun var tekin eftir bestu þekkingu um lögin og hvernig þau eigi að túlka,“ segir Þorsteinn. „Auðvitað geta menn haft hinar og þessar skoðanir á því hvernig málin megi túlka en að sjálfsögðu stöndum við við okkar ákvörðun. Félag fasteignasala hefur ekki viljað una þessari niðurstöðu og höfðar málið til að fella ákvörðunina úr gildi“ Óeðlilegur málarekstur Franz Jezorski, löggiltur fasteigna- sali og eigandi fasteignasölunnar Hóls, er sammála og telur óeðliegt að Félag fasteignasala standi í mála- rekstri vegna málsins. Einhverjir sölufulltrúar Hóls hafa notast við starfsheitið fasteignaráðgjafi. „I sjálfu sér finnst mér það voða lítið mál hvort menn kalli sig ráð- gjafa eða eitthvað annað Ég get ekki ímyndað mér aðþetta værí heimilað í ððrum stéttum GrétarJónasson, framkvæmdastjóri Töldum þetta hvorki brjóta gegn lögunum né vera villandi Þorsteinn Einarsson, lögmaður í sjálfu sér finnst mér þetta voða lítið mál Franz Jezorski, löggiltur fasteignasali þeirrar skoðunar að þetta valdi rugl- ingi. Mér finnst þetta bara mjög létt- vægt atriðisegir Franz. „Að stjórn félagsins séu að eyða miklum pen- ingum félagsmanna í málarekstur finnst mér ofboðslega óeðlilegt. Menn eiga bara að ræða málin og málaferlin eru í raun það eina óeðli- lega í þessu.“ Óttast holskeflu Aðspurður segist Grétar óttast að fjöldi starfsmanna fasteignasala bíði í röðum eftir því að taka upp starfs- heitið. Hann segir niðurstöðu eftir- litsnefndarinnar ekki standast lög. „í lögum er alveg ljóst að enginn megi kalla sig fasteignasala, eða nokkuð annað sem er lýsandi fyrir starfsemi fasteignasala og getur þannig valdið ruglingshætti hjá neytendum. Akkúrat þessu berj- umst við yfir til að vernda bæði starfsheiti okkar og hag neytenda,“ segir Grétar. „Við getum einfaldlega ekki sætt okkur við niðurstöðu eftirlitsnefnd- arinnar. Ég get ekki ímyndað mér að þetta væri heimilað í öðrum stéttum, að til verði til dæmis lög- mannaráðgjafar og læknaráðgjafar. Þaðerbara m engumsem d e 11 u r það til hugar.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.