blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 36

blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAG FEBRUkiÍ2007 | \ Ljósir litir vorsins Komandi vortíska einkennist meöal annars af Ijósum litum og daufum tónum. Margir tónar af gráum og sandbrúnir í bland við Ijósbleika liti og kremhvíta. Fötin eru einföld en þó meö ákveðnum einkennum eins og ýktum ermum eða hálsmáli. Efnin eru fínleg og gegnsæ I bland við grófari og stífari efni. blaðið Munstraðir mínikjólar. Litlir munstraðir mínikjólar í anda 6. áratugarins þykja mjög móðins þessa dagana. Scarlett Johansson og Nicole Richie láta þá ekki framhjá sér fara og klæddust slíkum kjólum með stuttu millibili á dögunum. : mrlH k J tiska tiska@bladid.net SÓLGLERAUGUN: Póst-kjarnorku- stríðs-beatnik-sólgleraugun mín frá 1950, framleidd I Japan. Með hækkandi hitastigi og heitu stríði þá verða allir að eiga góð sólgleraugu. HJÓLABRETTIÐ: KROOKED-brettið mitt eftir listamanninn Mark Gonzales með Independent-öxlum, Spitfire- dekkjum og Swiss Bones Ceramic- legum. Ef þetta Pretti væri bíll væri það Porsche. SAMSKIPTATÆKIN: Persónulega samskipta-, sköpunar-, menningar- og lærdómsmiðstöðin mín: Fartölvan, flakkarinn, myndavélar og góður sími sem passa í bakpokann. SKÓRNIR: Strigaskór, klassískt og gott orð yfir þá fyrstu sem gerðir voru úr striga. Strigaskór eru mjög spenn- andi árið 2007. Jordan nr. 2 og nr. 3 frá árunum 1988-89 voru tíma- mót í hönnun, blandað var saman notagildi og stíl. Endurútgáfur, nýjar hugmyndir, efni, litir og stíll gætu ekki verið fjölbreyttari, óútreiknan- legri en í dag. HÚNNUNARLEIKFÖNGIN: Verk Med- icom er vettvangur hönnuða, lista- manna og jaðarmenningar í hinum víðasta skilning, farðu á Christie’s og Sotheby’s eftir 10 ár eða komdu í BELLEVILLE í dag! ÚRIÐ: Þegar ég rak augun í þetta úr eftir popplistamanninn Robert Indi- ana með hinu fræga LOVE kom ekkert annað til greina. Það var gefið út í mjög takmörkuðu upp- lagi á Valentínusardaginn árið 2004. Mín tenging við LOVE Ro- þert Indiana er LOVE PARK í Fíladelfíu, einn besti og virtasti staður i heimi til að stunda götuhjólabrettastíl. Bjarni Einarsson rekur hönnunarbúð- ina Belleville á Laugaveginum ásamt kærustu sinni Önnu Clausen. Búðin er samsuða hjólabrettamenningar og jað- artísku og þar kennir ýmissa grasa. Bjarni nefnir hér nokkra hluti sem eru lýsandi fyrir hans persónulega stíl og hann gæti helst ekki verið án. Tíska vorsins Nú er útsölum að ljúka og senn fyllast verslanir af nýjum vörum vortískunnar. Blaðið kynnti sér hvað nokkrar verslanir hafa upp á bjóða í vortískunni og fékk að vita hvað verður áberandi í tískunni á næstu mánuðum. Töffaralegt vor Svava Árnadóttir vinnur í Kúltúr og hún segir að það sé alltaf gaman þegar farið er að taka uþp nýjar flíkur fyrir vorið. Hún segir að í vortískunni kenni ýmissa grasa en föt í Ijósum og hvítum litum séu þar áberandi eins og venja er á vorin. Svava segir mikið um gallaefni og þá i klassískum gallabuxum og litium og sætum gallajökkum. Vor- tískan að þessu sinni sé mjög töffaraleg, það sé mikið af allskyns saumum og vösum á flíkunum sem geri þær töffaralegar og einstakar. Svarti liturinn er inni eins og alltaf en nú í bland við hressandi liti. Það er mikið um einfalda svarta jakka sem eru aðsniðnir og jakkar með smá stéli eru það nýjasta í vor. Skyrtur hafa verið mikið í tísku og þær sem komu fyrir vorið eru mjög skemmtilegar en efnið er krumpað sem gerir þær mjög töffaralegar. V_J Allir litir vorsins eru metal Arndís Bára Ingimarsdóttir er verslunarstjóri í Oasis. Hún segir að allir metallitir séu litir vorsins auk þess sem svartur og þrúnn og gulur séu með í för. Skemmtilega skærir en þó mildir bláir og bleikir tónar læðist þar líka með. Áhrifa geim- aldar gæti í vortískunni þar sem metallitir eru eins og fyrr segir áberandi og í fötunum er ákveðin framtíðarsýn. Arndís segir að blöðrukjólar verði allsráð- andi í vor og kjólar og kápur með ýktu sniði, eins og stórum ermum séu mikið að koma inn. Hún segir að áhrifa frá 7. áratugnum gæti, sérstaklega í kjólum sem minna á babydoll- kjóla þess tíma. Fylgihlutir vorsins eru frekar ýktir; þar flögra um fiðrildahálsmen og um að gera hengja á sig stór hjartahálsmen og bera stórar töskur á öxl. Arndís bætir við að mittislínan fari hækkandi og að stuttbuxur, nú með háu mitti, haldi sínu striki. Kvenleg og hátt mitti Margrét Theodórsdóttir, verslunarstjóri hjá Zöru, er í óðaönn að taka upp vorvörurnar en nú eru svokall- aðar preseason-vörur að koma í verslunina. Hún segir að fötin fyrir yngri aldurshópinn séu frekar hippaleg í bland við eighties-lúkkið. Mikið sé um skæra liti í bland við svartan og hvítan. Margrét segir að vor- tískan beri alltaf með sér fallega kjóla og að þessu sinni eru kjólarnir stórmunst- raðir og margir með kimonosniði. Húnsegirað kven- tískan sé kvenleg og hásnið eru þar áberandi en mittið hækkar bæði á buxum og þilsum. Einnig eru svokallaðar hotpants mjög í tísku. Þeim er hægt að klæðast við ýmis tækifæri og meðan sól er ennþá lágt á lofti er um að gera að vera í sokkabuxum innanundir en þær fara einnig vel við bera leggi þegar sólin fer að skína. Púffermar segir Margrét að séu mjög mikið í gangi á kjólum jafnt sem jökkum og bolum. Töskur vors- ins eru stórar lakktöskur og að sama skapi eru lakkskór hluti af skótísku vorsins. Hrein og tær húð Til að húðin viðhaldi heilbrigði sínu og ljóma er mjög nauðsynlegt að hreinsa hana vel á hverjum degi. Það eru margs konar hreinsivörur í boði og þær stuðla margar að fitujafnvægi húðarinnar og djúphreinsa hana. Kon- ur eru oft duglegar að fjárfesta í góðum kremum og förðun en ekki eins duglegar að nota góð hreinsikrem og vökva. Það er samt mikilvægt að hafa það í huga að góð krem og farðar virka skammt ef húðin er ekki hreinsuð reglulega. Hrein húð er tærari, jafnari og mýkri og ljómar afheil- brigði. Pure Focus Matifying Puri- fying Lotion hreinsar og þéttir • svitaholurnar og gerir húðina purk focus matta með því , að drekka í sig 'ZZz'íz."4 fitu. Notað eftir ...... . hreinsun kvölds og morgna. Prodigy Make Up Remover er það nýjasta í Prodigy lúxuslínu He- lenu Rubinstein. Hreins- irinn er krem sem umbreytist í olíu þegar hann hitnar á húðinni og hreinsar óhreinindi mjög vel auk þess sem hann hreinsar dauðar húðfrumur og stuðlar að frumuendurnýjun húðar. --------- Biosource Softening Cleansing milk og Softening Lotion Hreinsar vel án þess að raska náttúrulegri vörn húðarinnar. Inniheldur Petp-efni sem róar húðina og örvar frumustarfsemi hennar. Inni- heldur auk þess stein- og snefilefni sem eru orkubúst fyrir húðina. Vatnið er alkóhóllaust, gefur raka og blæs nýju lífi í húðina auk þess sem það styrkir, örvar og gefur Ijóma. Pure Focus Foaming Facial Scrub frá Lancome fjarlægir dauðar húðfrumur og djúþhreinsar húðina vel. Stuðlar að endurnýjun frumna þar sem það inniheldur örfín korn sem hefur góð áhrif á losun dauðra húðfrumna og húðin verður tær og mjúk. Pure Focus Masque maski sem hefur svokölluð sánaáhrif. Hann húðina þannig að svitaholur opnast og óhreinindi og fita koma upp á yfirborðiö og djúphreinsar þannig húðina. Maskinn kemur reglu á fitufram- leiðslu og róar húðina og vinnur gegn bakteríu- myndun á yfirborði. Hann hefur frískandi áhrif og húðin fær tærari og jafnari áferð. Pure Focus Deep Purifying Cleansing Gel er gel sem hreinsar óhreinindi og farða af yfirborði húðar- innar og húðin verður hrein og fersk. hitar 20% afsl. Af öllum BRONSON vítamínum 1-15 Feb Gingseng - Q 10 - íjölvítamín - grænt te - acidophilus - andoxunar pakkar V ?*' i •rAí.ítMH**'**' W BRONSON bestu bætiefnin

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.