blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 37

blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 37
blaðið LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 37 Með silfurbjarta nál Lilja Árnadóttir, fagstjóri Munasafns Þjóðminjasafnsins, verður með sérfræðileiðsögn um textílsýninguna Með silfurbjarta nál í Bogasaln- um sunnudaginn 4. febrúar kl. 15. Einnig er boðið upp á leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins kl. 14. Dans með frjálsri aðferð Islandsmeistaramót í tíu dönsum með frjálsri aðferð fer fram í Laug- ardalshöll sunnudaginn 4. febrúar og hefst kl. 11. Samhliða mótinu fer fram keppni í samkvæmisdönsum með grunnaðferð og B-flokkar verða með danssýningar. helgin@bladid.net Pétur Ben gerir víðreist um þessar mundir UM HELGINA og syngur fyrir Dani í víking til Danmerkur Pétur Ben tónlistarmaður er nýkominn af stórri tónlistarhátið i Hollandi og heldur senn til tónleikahalds i Danmörku. / ÍJ L0 v .../ Leikur Pétur Ben tónlistarmað- ur er á leið til Danmerk- ur í næstu viku þar sem hann mun leika og syngja fyrir heima- menn. I kvöld fá aftur á móti Ak- ureyringar og nærsveitamenn að njóta tónlistar Péturs sem kemur fram á skemmtistaðnum Græna hattinum. Pétur verður einn og óstuddur á sviðinu sem hann segir að geti verið ótrúlega skemmtilegt og kúnstugt. „Það skapast að ein- hverju leyti meiri nánd við áheyr- endur og maður getur líka stjórnað betur hvert tónleikarnir fara. Svo finnst mér ég standa sterkari að vígi þegar ég hitti hljómsveitina aft- ur,“ segir hann. Bundinn íbænum Fram að þessu hefur Pétur ekki spilað mikið utan borgarmúranna. „Ég hef sáralítið farið út á land. Því er nú verr og miður. Ég hef líka verið svolítið bundinn í bænum. Ég var að gera tónlistina fyrir bíómynd- irnar Börn og Foreldra og líka fyrir leikhúsið þannig að ég hef haft lít- inn tíma til að ferðast og spila fyrir fólk,“ segir hann. 1 Danmörku mun Pétur halda ferna tónleika á þremur dögum. Tónleikarnir verða í Álaborg, Kaupmannahöfn og Árhúsum. Góð gagnrýni í Danmörku „Þessi ferð kom til af því að það eru íslendingar í Kaupmannahöfn sem kalla sig Beatless Propaganda sem hafa verið að flytja inn íslenska artista til borgarinnar. Þau höfðu áhuga á að flytja mig inn og ég var bara til. Svo er ég í tengslum við bók- ara í Danmörku og hann hjálpaði mér að koma á tvennum öðrum tón- leikum,“ segir Pétur. Plata Péturs Wine for My Weakness hefur verið fáanleg í Danmörku og eru Danir því ekki ókunnugir tónlist Péturs. „Ég veit ekki hvernig viðtökurnar hafa verið en ég hef alla vega fengið smá viðbrögð á myspace-síðunni frá dönsku fólki. Svo hef ég feng- ið rosalega góða gagnrýni bæði í Politiken, Gaffa og Sound Venue,“ segir Pétur. Áuk danskra aðdáenda Péturs má búast við að Islendingar fjölmenni á tónleikana enda eru þeir ófáir í land- inu. „Kannski er ég bara að fara að spila fyrir íslendinga í Danmörku og það er bara allt í lagi. Það hafa nú fleiri gert það. Ég vona samt að það komi einhverjir Danir líka,“ seg- irhann. Bókarar sperra eyrun Pétur gerir víðreist um þessar mundir því að fyrir skemmstu kom hann ásamt hljómsveit sinni fram á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Hol- landi. „Þetta er svona bransafestival svip- að og Iceland Airwaves,“ segir Pétur og bendir á að hátíðin sé mikið sótt af fólki sem vinni við tónleikahald og bókanir. „Ég er búinn að fá svo- lítil viðbrögð frá því. Bókarar hafa sperrt aðeins eyrun og spurt eftir mér. Það er eitthvað smávegis í píp- unum en ég veit ekki hvað ég get fjallað um það. Fólk er alla vega byrj- að að spyrja mig um diska í Þýska- landi og Englandi en ég veit ekki hvað kemur síðan út úr því. Fyrst um sinn er þetta ábyggilega spurn- ing um að og spila eina, tvenna eða þrenna tónleika eins og í Danmerk- urferðinni. Þetta er allt saman í startholunum en ég held að góðir hlutir gerist hægt,“ segir Pétur Ben að lokum. Byssur til sýnis Veiðisafnið á Stokkseyri hefur starfsár sitt með árlegri byssu- sýningu í dag og á morgun kl. 11-18 í húsakynnum Veiðisafns- ins Eyrarbraut 49 á Stokkseyri. Karlakór og þorrahlað- borð Karlakórinn Heimir skemmtir gestum á Broadway í kvöld. Söngstjóri er Stefán Reynir Gísla- son og undirleikari dr. Thomas Higgerson á flygil. Á undan verður boðið upp á þorrahlað- borð. Hljómsveitin Hunang leikur síðan fyrir dansi fram á nótt. Bernska Gorkís Kvikmyndin „Bernska Gorkís" sem gerð var í Sovétríkjunum 1938 (leikstjórn Marks Donskoj og er byggð á fyrsta hluta sjálf- sævisögu Maxíms Gorkí verður sýnd í MÍR-salnum sunnudag- inn 4. febrúar kl. 15. Myndin er sýnd með enskum texta. Aðgangur ókeypis. Tala meira. „Ég er alsæl,“ segir ung námsmær í Reykjavík. „ Þetta er allt annað líf “ Ung stúlka í Reykjavík segir líf sitt hafa breyst eftir að hún fékk sér SKO. „Ég get tíl dæmis farið oftar á kaffihús og í bíó. Ég get einfaldlega leyft mér svo miklu meira,“ segir hún. Alls hafa um 5.000 fslendingar skráð sig í þjónustu SKO síðan í apríl á síðasta ári og ekkert lát virðist vera á æðinu. SKO býður jafngóða GSM-þjónustu og hin símafyrirtækin, innanlands og erlendis. Eini munurinn er lægra verð! Það kostar EKKERT að færa GSM-símanúmerið til SKO. Þú skráir þig í þjónustuna á www.sko.is. Foreldrar undrandi yfír SKO-æðinu „Ég er ekki viss um að það sé hollt að tala svona mikið í símann, þó að það sé ókeypis“ Foreldrar SKO-ungmenna eiga oft erfitt með að skilja hvað vakir fýrir þeim. Einkum vekja grunsamlega lágir símreikningar ungmennarma furðu, enda á fólk ekki að venjast þessum upphæðum. „Þetta er ekki einleikið,“ sagði áhyggjufull móðir við blaðamann í gær. „Dóttir mín virðist alltaf getað talað við vini sína, en samt er símreikningurinn hennar ekkert hærri en áður. Hún segir að það sé vegna þess að það sé ókeypis að hringja í aðra SKO-síma, en hvemig getur það staðist? Ókeypis að hringja?“ segir móðirin og hlær. Strámaður ársins 2006 Þrjátiu og átta ára gamall Haíhfirðingur, Sigurgeir Björgvinsson, var í gær kosinn Strámaður ársins 2006. Á fimmta þúsund kjósenda greiddi atkvæði í símakos- ningu að þessu sinni og hlaut Sigurgeir yfirburða- kosningu en alls voru yfir 100 manns tilnefndir. Sigurgeir hefur verið ötull strásafnari um árabil og vann hann hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hann safnaði ríflega hálfum kassa af stráum á síðasta ári. Stráin verða geymd í sérstöku strásafúi sem hann hefur komið sér upp á heimili sínu í Smárahverfinu. Sigurgeir var hinn kátasti þegar ff éttamaður heimsótti hann í gær. „Þetta er mikil hvatning fyrir mig til að halda áfram strásöfnun- inni. Þetta er vissulega mikil vinna en mjög gefandi," sagði Sigurgeir. Hringt í SKO GSM-síma Hringt í aðra GSM- og heimasíma í alla GSM-síma á íslandi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.