blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 blaðiö INNLENT VINSTRI GRÆNIR Jón Bjarnason leiðir Alþingismaðurinn Jón Bjarnason leiðir áfram lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingis- kosningarnar í vor. Uppstillingarnefndin hefur náð samkomulagi um uppröðun listans og verður fljót- lega fundað þar sem ákvörðunin verður endanleg. HEIMILI OGSkÓLI Ráðstefna um netnotkun Heimili og skóli munu á þriðjudag standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um örugga netnotkun barna og unglinga í tengslum við alþjóðlega netöryggisdaginn. Meðal fyrir- lesara er Anna Kirah sem starfar sem yfirhönnuður hjá Microsoft. SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ Loðnukvótinn aukinn Sjávarútvegsráðuneytið gaf í gær út reglugerð, að til- lögu Hafrannsóknastofnunar, um að auka loðnukvótann á vetrarvertíðinni um 190 þúsund lestir. Islensk skip mega því veiða 300.245 lestir af loðnu þegar búið er að skipta heildarkvótanum milli þjóða. Venesúela: Óttast ritskoðun Fjölmiðlamenn víða um heim hafa vaxandi áhyggjur afritskoðun af hálfu ríkisvaldsins í Venesúela eftir að forseti landsins, Hugo Cha- vez, neitaði að endurnýja útsend- ingarleyfi sjónvarpsstöðvar einnar sem er andsnúin ríkisstjórninni. Stöðin sem um ræðir heitir Radio Caracas Television og er elsta einkarekna sjónvarpsstöð landsins. Varaforsetilandsins.JoséVicente Rangel, segir aðra embættismenn hins opinbera hafa viðurkennt að ástæðan sé óánægja með ritstjórn- arstefnu sjónvarpsstöðvarinnar. Á léttu nótunum Veldu létt og mundu eftir ostinum! r Síðustu dagar ENN MEIRI AFSLÁTTUR ! Langur Laugardagur opið 10:00-16:00 Rauðarárstíg 1, sími 561-5077 Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ítrekar að félagsmálaráðherra hafi aldrei vikið sér undan pólitískri áb- yrgð á málefnum Byrgisins. Hann segir lögfræðinga verða að skera úr um hvort einhver eigi að bera laga- lega ábyrgð á misferlinu. „Ráðherra hefur lýst yfir ábyrgð sinni í þessu máli og það liggur alveg fyrir í stjórnsýslunni hvar ábyrgðin er. Aðilar úr fjárveitinga- nefnd hafa einnig lýst yfir sinni ábyrgð,“ segir Jón. „Núverandi félagsmálaráðherra hefur sýnt mikla pólitíska ábyrgð, hann hefur stöðvað greiðslur og látið fara fram athugun á þessu máli. Að krefjast uppsagnar hans á alls ekki við í þessu tilfelli því hann hefur tekið mjög vasklega á þessu máli.“ Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra sat einnig í ríldsstjórn þegar fyrir lá að rekstur Byrgisins var í molum og bókhaldi verulega ábótavant. „Ríkisstjórnin sem slík ber ekki sameiginlega ábyrgð. Hver ráðherra ber ábyrgð á sínum málaflokki og ég hef engar for- sendur til að Vafalaust hefði þurftaðrýna betur ofan í þessi málefni á sinum tima Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net ,Ef fjármálaóreiða var þekkt þá er ljóst að taka hefði átt tillit til þess þegar Alþingi tók ákvörðun um áframhaldandi styrkveitingar. Vafalaust hefði þurft að rýna betur ofan í þessi málefni á sínum tíma en það var ekki á minni könnu. Ég vil ekkert um það segja hvort eðli- legt hefði verið að ríkisstjórnin hefði óskað eftir tafarlausri úttekt Ríkisendurskoðunar á þeim tíma- punkti,“ segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Fjármálaóreiða Byrgisins var kynnt fyrir ríkisstjórninni í kjöl- far svartrar skýrslu um rekstur þess sem tekin var saman árið 2002. Minnisblað var lagt fyrir á ríkisstjórnarfundi og þar kom fram að rekstur Byrgisins væri slæmur og fjármálastjórn í molum. Upplýsingunum var hvorki komið áleiðis til Alþingis JjSSSÍL né óskað eftir Jp\_. því að frekari út- f*-,. te^t yrði gerði á segja af eða á um hvort á þessum tíma hafi átt að óska eftir úttekt á rekstrinum. Sömuleiðis treysti ég mér ekki til að fella dóm um það hvort fara hefði átt með þessar upp- lýsingar fyrir Alþingi," segir Árni. Geir H. Haarde forætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra treystu sér ekki til að veita viðtal vegna málefna Byrgis- ins að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafa ekki fengist svör frá öðrum ráðherrum sem sátu í ríkisstjórn þegar minnis- blaðiðvarlagt r fram. Afsögn kemur ekki til greina Jón Sigurðsson iðn aðarráðherra telur nuverandi félagsmálaráðherra hafa gengið vasklega fram í málefnum Byrgisins. Þannig hafi hann sýnt mikla pólitiska ábyrgð. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra um Byrgisóreiðuna Afsögn kemur ekki til greina Forsætisráðherra tjáir sig ekki starfseminni. C3 #/ f mj / -x ýyt ffl j/ •■'! •/ Ww' ^ 'Æ 4 Árni M. Mathiesen: Utilokar ekkert fyrir kosningar „Ég hefði auðvitað viljað sjá betra fylgi en þetta. Fyrst og fremst von- ast ég til að við fáum meira fylgi því það verður betra fyrir þjóðina," segir Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með þrjátíu og átta pró- senta fylgi samkvæmt nýjasta þjóð- arpúlsi Capacent. Ríkisstjórnin heldur ekki meiri- Hver ráðherra berábyrgð á sinum málaflokki Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra hluta samkvæmt könnuninni og Framsóknarflokkurinn mælist með níu prósent. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að rétti sam- starfsflokkurinn ekki úr kútnum sé Samfylkingin eini kosturinn til að mynda ríkisstjórn með. Árni er þessu ekki sammála og segir ekki rétt að útiloka neitt. „Það eru margir kostir í stöðunni út frá þessum tölum,“ segir Árni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.