blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 3. FEBRÖAR 2007 blaðið Nýtt námskeið í fluguköstum hefst sunnudaginn 4. febrúar íT.B.R.húsinu Gnoðavogi 1 kl 20:00. Kennt verður 4., 1118. og 25. febrúar. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm. Verð kr 8.500.- en kr 7.500.- til félagsmanna, gegn framvísun gilds félagsskírteinis. Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085 KKR, SVFR og SVH Jeppabreytmgar Vantar gáðan starfsikraft! Krafur: • Gáður grunnur í málmsmídi • Duglegur, jákvæður og stundvís • IMámsfus í boði: • Sanngjörn laun • Traust vinnuumhverfi • Góð vinnuaðstaða ■ ■ Jeppaþjónustan • Breytir- Formverk Stórhöfða 35,110 Reykjavík S: 567-7722, www.breytir.is við höfum lausnina... Sérhæfum okkur í að finna lausnir sem hámarka nýtingu á plássi. Komdu með hugmynd oq við framkvæmum, hvort sem pað er fyrir heimilið eða fyrirtækið. — Kr. 8.985,- Viðbótareining kr. 6.825,- Kr. 5.789,------------ Viðbótareining kr. 3.629,- AIETflStSTEMv Skrúfufrítt - einfalt í uppsetningu ISOldehf. Nethyl 3-3a -110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 5673609 INNLENT LÖGREGLAN Maður játar íkveikju Karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa kveikt í parhúsi í Þorláks- höfn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð og sagði frétta- stofa Útvarpsins frá því að lögreglan vilji framlengja það. Hann hefði verið í mikilli lyfjavímu og hafi ætlað að stela verðmætum og eyða verksum- merkjum með þvi að kveikja í húsinu. Svindla á erlendum rútubílstjórum ■ Til rannsóknar hjá Vinnueftirlitinu ■ Ásakanirnar virðast réttar ■ Þetta er alrangt, segir annar eigandi GT verktaka Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ég staðfesti að málið er í rannsókn og kvörtun hefur einnig borist til Vinnueftirlitsins. Ég efast ekki um að eitthvað af þessum ásökunum reynist á rökum reist,“ segir Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður starfs- manna við Kárahnjúkavirkjun. GT verktakar starfa sem undir- verktakar á virkjunarsvæðinu á Aust- urlandi og á þeirra vegum starfar rúmur tugur lettneskra og rúss- neskra rútubílstjóra sem aka starfs- mönnum milli starfsstöðva. Fyrir- tækið er sakað um að greiða þeim of lág laun fyrir of mikla vinnu ásamt því að veita þeim ekki tilskilda papp- íra fyrir launagreiðslurnar. Beðið eftir svörum Þórunn Sveinsdóttir, sérfræð- ingur í eftirlitsdeild Vinnueftirlits ríksins, staðfestir að málið sé til skoðunar hjá eftirlitinu. Hún segir að beðið sé eftir svörum frá forsvars- mönnum fyrirtækisins. „Við erum búin að senda fyrirtæk- inu bréf þar sem við köllum bæði eftir skýringum og vinnutímaskýrslum starfsmanna. Kvartað var til okkar vegna þess að starfsmenn fyrirtækis- ins væru að vinna alltof langa vinnu- daga,“ segir Þórunn. „Það er mikil- vægt að fyrirtæki virði lög og reglur um vinnutíma. Nú bíðum við eftir svörum frá fyrirtækinu og frestur þeirra rennur út innan skamms.“ Óviðunandi skýringar Aðspurður hefur Oddur áhyggjur af því að forsvarsmenn fyrirtækja nýti sé takmarkaða málkunnáttu erlendra starfsmanna. Þannig sé reiknað með þvi að þeir kvarti ekki undan kjörum sínum. „Ég hef út á það að setja að fyrirtækið er með alltof fáa starfsmenn til að sinna þessum verkum og þannig vinna þeir of langan vinnudag. Launin virðast í fljótu bragði ekki í sam- ræmi við þann langa vinnudag og ég myndi halda að ásakanirnar eigi rétt á sér,“ segir Oddur. „Ég er búinn að inna eftir öllum pappírum frá fyrirtækinu því starfs- mennirnir sjálfir hafa fengið tak- markað af launaseðlum. Að mínu mati hafa forsvarsmenn fyrirtækis- Ég myndi halda að ásakanirnar fl eigiréttásér Wm & ■ Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður ins ekki gefið viðunandi skýringar á málefnum bílstjóranna." Kannast ekki við málið Trausti Finnbogason, annar eig- andi GT verktaka, segir fyrirtækið ekki hafa fengið neinar kvartanir til sín, hvorki frá starfsmönnum né Vinnueftirlitinu. Hann segir alveg ljóst að fyrirtækið leggi sig fram um að fara rétt að hlutunum. „Ég kannast ekki við þetta mál og við eigum því erfitt með að fara yfir það án þess að vita nákvæmlega um hvað þetta snýst. Heilt yfir er þetta alrangt, ég vísa öllum þessum at- riðum á bug enda höfum við ekki fengið eina einustu kvörtun," segir Trausti. „Við munum að sjálfsögðu vera samstarfsfúsir og ef eitthvað hallar á okkur þá beitum við okkur fyrir því að laga það.“ Olíubirgðastöðin í Örfirisey: Tankar á lausu í Reykjanesbæ Talið er að íbúðabyggð i Örfirisey geti stafað hætta af oliubirgðastöð- inni sem þar er. Árni Sigfússon, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, segir sjálfsagt að skoða þann möguleika að flytja stöðina til fyrrum varnarsvæðis. Fjórir af sjö olíutönkum sem eru á fyrrum varnarsvæði í landi Garðs, norðan við Helguvík, eru ónýttir í dag, samkvæmt Árna, en talið er að flugvöllurinn þurfi eingöngu þrjá tanka til að anna þörfum flugsvæðis- ins. Auk þess er svæði í beinu fram- haldi af því sem hægt væri að stækka undir frekari olíugeymslu. „Islenskir aðilar eru byrjaðir að flytja inn flugvélaeldsneyti í þessa gáma fyrir alþjóðaflugvöllinn en fyrsta skipið kom núna fyrir hálfum Olíubirgðastöð ógnar íbúðabyggð í Örfirisey, Olíuflutningar um Fteykjanesbrautina aukast ef g birgðastöðin flyst til Reykjanesbæjar. mánuði. Þetta gefur vísbendingar um það að þetta sé mjög aðgengilegt þarna,“ sagði Árni. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs og formaður starfshóps um framtíð Örfiriseyjar, var er- lendis í gær og náðist ekki í hann til að ræða þetta mál.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.