blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 12
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Rrtstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarf ulltrúi: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Hafnarfjarðar- brandari Stækkun álversins í Straumsvík er að verða hið skrýtnasta mál. I stað þess að bæjarfulltrúar í Hafnarfirði ræði það hreint út hvaða skoðanir þeir hafi á því að stækka álverið þá flækja þeir málið með sífelldri umræðu um deiliskipulag til að rugla íbúana. f sjálfu sér er þó ekkert skrýtið að menn séu hræddir við umræðuna. Umhverfismál eru mikið rædd í heiminum, ekki síst núna með tilkomu nýrrar skýrslu vísindamanna sem spá því að hitastig jarðar muni hækka um i,8 til 4 gráður fram að næstu aldamótum og óttast að það muni valda auknum fellibyljum, þurrkum, flóðum og hita- bylgjum. Þá er því spáð að sjávarborð snarhækki við bráðnun jökla. Og hvern er hægt að draga til ábyrgðar? Jú, okkur sjálf og þá iðnaðar- og stór- iðjustefnu sem viðhöfð hefur verið sl. áratugi. Er á það bætandi? Eiga íbúar í Hafnarfirði að taka þátt í því að auka þessa áhættu á loftslagsbreytingu? Eiga allir íbúar þessa lands að taka þátt í því að breyta Keflavíkurveginum fyrir milljarð til þess að álver í einkaeigu geti þanist út í nábýli við leik- og grunnskóla í því hverfi sem næst er álverinu í Straumsvík? Ögmundur Jón- asson, alþingismaður og vinstrigrænn, sagði í viðtali við Blaðið í gær að það væri alveg skýrt að allir fulltrúar flokksins væru mótfallnir stækkun álversins í Straumsvík og vilja að gengið verði til kosninga á öðrum for- sendum en út frá deiliskipulagi. Engu að síður sat fulltrúi flokksins í því ráði sem samþykkti deiliskipulagið, þótt hann síðar afneitaði að hafa vitað hvað verið væri að samþykkja. „Fulltrúi okkar skildi þetta ekki þannig að hann væri að samþykkja að deiliskipulagið yrði lagt fyrir almenning,“ sagði Ögmundur en hann býður sig fram í þessu kjördæmi í vor og því er þetta afar óheppilegt mál fyrir hann. Hvort sem menn eru á móti stækkun álversins eða ekki og úr því að íbúakosning á að fara fram í Hafnarfirði hlýtur það að vera krafa íbúa þar að kjósa um það beint hvort þeir séu hlynntir eða andvígir stækkuninni en ekki deiliskipulagi. Annars verður þetta mál eins og hver annar Hafnarfjarðarbrandari. Því er nú beint til ríkisstjórna allra landa að taka á umhverfisvand- anum hið snarasta. Skýrslan sem fram kom í gær um loftslagsbreytingar er skýr; allar þjóðir heims þurfa að taka þennan vanda alvarlega ef ekki á illa að fara fyrir afkomendum okkar. Við verðum að spyrja okkur sjálf að því hvort sé meira virði skattpeningar úr álveri eða lif, heilsa og að- búnaður framtíðarbarna. Ný skýrsla Alþjóðaráðs um loftslagsbreytingar gefur skýr skilaboð; það er okkar að framkvæma. Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins 12 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 blaöið IFTÍR MARGEA Á^ATIISA- LAUGAR RATjfJSÓIfMill teí VÍSiNPAMÖMNi/W Lo|(S T’EK'tST A£> SANN/! , SM A LpDT^ENGSLöó-Mfl Li-P mK i .KAOl-KÉMNWGlN .SÚRTREW JU&lAFlíMáA 'UR- iA- 'AmiF • AlD5 •t$r tmVtKUR UPPUWl^WtA mi 6lWR IÍIM SKflLÍNK REiKUflsT stiyt MARGFFLOÍ híímSínPiS ö(. HajKUAGRA-Pa l»EÍRfW sm KEMiH6- VNA SBTJA FKflM .•—tetikNÍf) SjfiLf! Fátækt barna Vaxandi umræða er um fátækt og tekjuskiptingu. Á mánudag ræddum við skýrslu um fátækt barna sem forsætisráðherra lagði fram vegna beiðni minnar og nokkurra ann- arra þingmanna Samfylkingar. Á miðvikudag sótti ég svo fyrirlestur Hannesar Hólmsteins og skömmu áður Ragnars Árnasonar, en þeir félagar reyna nú að afsanna það að ójöfnuður fari vaxandi og að fátækt sé áhyggjuefni. Fyrir vikið stangast yfirlýsingar á og mikilvægt er að átta sig á hvað er rétt og hvað rangt, en yfirgripsmiklar rannsóknir Stefáns Ólafssonar eru sérhagsmunahópum greinilega áhyggjuefni. Ríkisstjórnin vandamálið Það er umhugsunarefni að hingað til hafi ekki verið fylgst með fátækt barna. Forsætisráðherra varð því að láta frumvinna upplýsingar til að geta svarað spurningum okkar og tók það nærri tvö ár því engar tölur um kjör barna þjóðarinnar voru til í samanburði OECD. Niðurstaðan hlýtur að vera okkur öllum áhyggju- efni því hún er sú að nær fimm þúsund börn á Islandi hafi búið við fátækt árið 2004. Skilgreining Efna- hags- og framfarastofnunarinnar miðar við þær barnafjölskyldur sem hafa eftir skatta innan við helming miðtekna. Þessi alþjóðlega viður- kennda skilgreining er auðvitað ekki algild, heldur fyrst og fremst vísbending og gefur okkur færi á samanburði við aðrar þjóðir því þó gallar geti verið á skilgreiningunni eru þeir í öllum löndunum og töl- urnar því sambærilegar. Á mánudag kom loks svar við spurningu okkar um hve mörg börn Klippt & skorið alist upp á heimilum sem hafa innan við 40% miðtekna, en það mætti kalla að vera undir neyðarmörkum. Það eru 2.300 börn eða um 3,3% sam- kvæmt svari Geirs Haarde. Afsökun forsætisráðherra var sú að fátækt Helgi Hjörvar væri yfirleitt tímabundið ástand, en sú kenning mun eflaust færa Geir Nóbelsverðlaun í hagfræði ef sannast. Það er auðvitað rétt að tals- verður hluti hópsins getur verið á víxl yfir og undir mörkunum milli ára og sem betur fer vænkast hagur margra. En því miður er verulegur hluti þessara fimm þúsund barna sem býr við varanlega fátækt. Athyglisverðastur er þó saman- burðurinn milli landa en þar ber Geir okkur saman við Mexíkó og Tyrkland og segir fátækt hér hvað minnsta í heiminum. En þegar við berum okkur saman við hin Norður- löndin kemur í ljós að við stöndum verst því hér eru yfir tvö þúsund fleiri börn undir fátæktarmörkum en ef hér væri norrænt velferðarkerfi. Tekjudreifingin er hér ekki ójafnari en á Norðurlöndum en skatta- og bótakerfið er hér miklu lélegra. Með skatta- og bótakerfinu ná Norður- löndin þremur af hverjum fjórum börnum yfir fátæktarmörk, en við aðeins öðru hverju barni. Það eru þannig hvorki atvinnulífið né verka- lýðshreyfingin sem eru að bregðast heldur ríkisvaldið. Ójöfnuður vex Þetta kemur heim og saman við rannsóknir Ragnars Árnasonar sem benda til þess að þó bilið í tekjuskiptingu á vinnumarkaði hafi breikkað þá sé það ekki verulegt ef litið er framhjá fjármagnstekjum. Og eins og rannsóknir Stefáns Ól- afssonar sýna þá er það einkum vegna aðgerða ríkisstjórnar sem misskiptingin hefur verið að aukast. Þar þyngist sífellt skattbyrði hinna lægstu vegna lágra skattleysismarka á meðan skattbyrði hinna hæstu lækkar. Þá er hæpið hjá Hannesi Hólmsteini og Ragnari að líta með öllu framhjá fjármagnstekjum, enda skattkerfið þannig uppbyggt að fjöldi manna tekur atvinnutekjur sínar út sem arðgreiðslur. Afsakanir eins og þær að kjör hinna verst settu hafi samt batnað bíta í skottið á sér því þær vekja at- hygli á verðmætaaukningunni og þeirri staðreynd að okkur hefur mis- tekist að nota tekjuaukningu til að draga úr fátækt. Þessu verðum við að breyta með nýrri ríkisstjórn sem leggur áherslu á að sem flestar barna- fjölskyldur séu yfir fátæktarmörkum. Því þó mikilvægt sé að auka viðskipta- frelsi og ofskatta ekki aflaklærnar má auðlegðin ekki auka á misskipt- inguna. Þá endum við með samfélags- gerð sem við viljum ekki sjá. Höfundur er þingmaður Samfylkingar Icelandair og FL Group fengu dynjandi lófa- mm tak og þakkir ýmissa á BJT (slensku tónlistarverðlaun- ny. unum fyrir dyggan stuðning /«. við tónlistargeirann á síð- asta ári. Tók Hannes Smárason forstjóri við blómvendi og lofaði ekki minna framlagi til tónlistarheimsins á þessu ári. Á sama tíma og fjárframlög til menningar og lista streyma frá fyrirtækinu gengur ekkert að bæta þjónustu við farþega. Icelandair hefur lengi verið meðal þeirra flugfélaga sem þrengst hafa milli sæta og samkvæmt tölum frá Samtökum evrópskra flugfélaga stóð lcelandair sig einna verst hvað seinkanir á áætlunarflugi varðar af alls 27 flugfélögum í álfunni. Aðeins 58 prósent véla félagsins lentu á áætlun í síðustu könnun. Niðurstöður rannsóknar sem Þór- arinn Gíslason prófessor hefur gert um loftmengun á höfuðborg- arsvæðinu eru merkilegar. i Ijós kemur að mengun við helstu umferðaræðar er svipuð og í stórborgum erlendis þar sem fjöldi bif- reiða og mengandi fyrirtækja er margfaldur á við höfuðborgarsvæðið. Reiknast Þórarni til að magn niturdíoxiðsmeng- unar sé víða milli 21 og 29 mfkrógrömm sem er að mestu leyti innan núver- andi heilsuverndarmarka sem eru 28 míkró- grömm. Innan þriggja ára stendur til að lækka þetta viðmið niður í 20 míkrógrömm sem þýðir að það verður heilsuspillandi að aka um helstu umferðaræðar eða búa eða starfa i næsta nágrenni við þær að þremur árum liðnum. RÚV sýndi í vikunni heimildarmynd um nílarborrann sem étur allt kvikt (Viktoríuvatni i Afríku. Borrinn er stór þykir herramannsmaturá borðum í Evrópu en þangað er allur fiskur fluttur þar sem fiskurinn er alltof dýr fyrir innfædda Þó sultur sé ekki vandamál á fslandi þá er sama þróun í gangi hér. Fisksala minnkar ár frá ári en verðið hækkar og hækkar. Síðasta ár var metár hvað verð snerti og meðalverð á fiski á mörkuðum nú (janúar var að meðaltali 40 prósentum hærra enfyrirári. albert@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.