blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 34

blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 blaðið Nýstimið Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, eða Lay Low, vekur athygli víða Engin skandalastelpa Fyrir einu ári vissi enginn hver Lo- vísa Elísabet Sig- rúnardóttir væri, hvað þá Lay Low, en í dag er þessi unga kona á hvers manns vörum. Það er svo sem ekkert skrýtið því að á íslensku tónlistar- verðlaununum á miðviku- dagskvöldið sópaði hún að sér þrennum verðlaunum, þar afsem söngkona ársins í keppni við Regínu Ósk og Andreu Gylfadóttur. Það hefur verið annasamur dagur hjá söngkonunni þegar hún gefur sér loks tíma til að setjast niður með blaðamanni klukkan hálf tíu á fimmtudagskvöldið. Þótt margt hafi verið að gerast og líðanin undar- leg eftir öll verðlaunin kvöldið áður þá er deginum ekki nærri lokið hjá henni. Eftir viðtalið tekur nefnilega við hljómsveitaræfing með starfs- fólki Skífunnar sem er á leið í vinnu- ferð til ísafjarðar og ætlar að troða upp á pöbb þar í bæ - svona eigin- lega alveg óvænt. Það vita það kannski ekki mjög margir en Lay Low vinnur þrjá daga í viku í Skífunni á Laugavegi við að selja plötur. „Jú, þeir sem þekkja mig verða oft ansi hissa að sjá mig á bak við búðarborðið. Þeir nota þá tækifærið og biðja um eiginhandar- áritun á plötuumslagið," svarar hún og brosir feimnislega þegar hún er spurð um viðbrögð kúnnanna. „En svo eru margir sem alls ekki þekkja mig,“ bætir hún við. Lovísa kemur einmitt þannig fyrir að hún sé frekar feimin. Hún hafði lofað sjálfri sér að hvíla sig á við- tölum, „taka smá pásu,“ eins og hún orðar það, eftir áramótin, enda var gríðarlega mikið að gera hjá henni fyrir jólin. Bæði í tónleikahaldi og við að kynna plötuna sem seldist í gull. „Ég get ekki neitað um viðtal núna eftir öll þessi verðlaun," segir hún og blaðamaður minnir hana á að hún hafi örugglega bætt töluvert í aðdáendasafnið sitt eftir beina sjón- varpsútsendingu frá Borgarleikhús- inu. „Það kemur mér reyndar veru- lega á óvart hversu hlustendahópur minn er breiður. Ég taldi mig vera að spila tónlist sem er á jaðrinum og væri að höfða til lítils hóps tónlistar- áhugamanna. Það hefur allt annað komið á daginn. Börn hafa sagst vera hrifin af lögunum mínum, eldri borgarar og allur aldur þar á milli." Ættirfrá Srí Lanka Margir hafa líka haldið að Lo- vísa væri útlendingur því Lay Low hljómar lítt kunnuglega í eyrum íslendinga og svo er stúlkan dökk á brún og brá. Og það kemur á daginn: „Pabbi er frá Srí Lanka og mamma er íslensk. Þau kynntust í London þar sem föðurfjölskyldan mín býr. Sjálf fæddist ég í London en síðan fluttumst við mamma hingað heim þegar ég var þriggja ára. Ég er í miklu og góðu sambandi við pabba minn, ömmu og frændfólk í London og fer mjög oft í heimsókn til þeirra. Þar sem fjölskylda pabba flutti til Englands þegar hann var lítill þá er hann í rauninni Breti. Hins vegar á ég margt skyldfólk á Srí Lanka og mig hefur lengi langað að fara þangað í heimsókn. Ég geri ráð fyrir að ég muni láta þann draum rætast einhvern tíma í framtíðinni. Það verður að minnsta kosti gaman að sjá hvar rætur mínar liggja í þeirri heimsálfu." Föðurnafnið hennar er Ganeskalingam en það notar hún ekki. Lovísa segir að fjölskyldan hafi haft miklar áhyggjur af ættingjum þegar flóðið skall á Srí Lanka um jólin 2004 en sem betur fer sakaði engan í hennar fjölskyldu. „Þetta er ágætlega stætt fólk sem býr í góðum húsum þannig að þau sluppu öll, sem betur fer.“ Tónlistin frá mömmu Ekki vill hún meina að tónlist- argen hennar komi frá Asíu heldur þvert á móti. „Pabbi er falskasti maður sem ég þekki. Hins vegar hefur mamma alltaf haft áhuga á tónlist og það var hún sem hvatti mig á þessari braut. Mamma lærði sjálf á píanó og fiðlu þegar hún var yngri. Þegar ég var tiu ára sendi hún mig í einkakennslu á píanó og síðan lá leið mín í Nýja tónlistarskólann. Þótt oft væri ekki úr miklum peningum að spila á heimilinu þá kom aldrei annað til greina en að mennta mig á þessu sviði," segir hún. „Ég stundaði námið í fimm ár en missti áhugann þegar ég komst á unglingsárin.“ Þegar Lovísa var 8 ára giftist mamma hennar, Sigrún Einars- dóttir, og sá maður, Ragnar Björns- son, gekk henni í föðurstað. Síðan eignaðist Lovísa tvö systkini sem eru miklir vinir hennar og eru afar stolt af stóru systur. Mamma hvatti mig „Þott oft væri ekki úr miklum pertingum að spila á heimilirtu þá kom aldrei annað til greina en að mennta mig á tóntistarsviðinu." LL, Blaðið/Frikki

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.