blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 30

blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 blaðið „Ég er metnaðargjörn en er kannski að uppskera pað núna að éghefekki verið hörkutól sem kemur í bakið á mönnum/' § Þú hefur verið harðorð í garð Nýs afls. Hvernig heldurðu að fari nú þegar Frjálslyndi flokkurinn og Nýtt afl eru gengin í eina sœng? „Ég er sannfærð um að aðkoma Nýs afls að Frjálslynda flokknum muni bara verða til að veikja hann og gera hann að allt öðruvísi flokki en hann var. Síðastliðið sumar var farið að tala um samstarf Frjálslynda flokksins við Nýtt afl. Ég viðurkenni fúslega að þar sýndi ég engan sveigj- anleika. Ég sagði: Þetta eru gamlir kverúlantar sem munu spilla ímynd flokksins. Við vorum orðin stjórn- málaflokkur með skýr markmið og traustan fjárhagsgrunn. Mér fannst öllu þessu ógnað. Kosningabarátta Nýs afls fyrir alþingiskosningar 2003 beindist einvörðungu gegn Frjáls- lynda flokknum og reynt var að rífa niður það sem við vorum að gera. Ég sá ekki að þessir menn gætu verið samherjar og ég segi enn: Forystu- menn Nýs afls spilla ímynd Frjáls- lynda flokksins.“ Ógnaði körlunum Frjálslyndi flokkurinn virðist orð- inn mjög karllægur flokkur nú þegar þú og aðrar konur sem voru í forystu hafa gengið úr honum. Geturðu sagt að þú hafir ftmdið fyrir því innan um þessa menn að ekki væri tekið til- lit til skoðana þinna vegna þess að þú ert kona? „Ég fann að það var tekið mikið mark á mér alveg þangað til ég fór að vilja upp á dekk. Þá breyttist margt.“ Fannst körlunum að þú væri að ógna þeim? „Já, og með réttu fannst þeim að ég ógnaði þeim. Ég er þeim að mjög mörgu leyti fremri til dæmis í töluðu og rituðu máli og hef breiðari þekk- ingu á mörgum sviðum en þeir. Ég held að þessi vitneskja hafi þétt sam- stöðu þeirra.“ Er erfitt að vera kona í stjórnmálum? „Já, það er ekki vandræðalaust. Þar er margt sem gerir mér enda- laust gramt í geði. Til dæmis það að þegar verið er að svipast um eftir mögulegum kvenkyns frambjóð- endum er fyrsta spurningin alltaf: ,Er hún hugguleg?“ Það eru gerðar ákveðnar kröfur til kvenna í stjórn- málum. Kona í stjórnmálum á að vera hávaxin, hugguleg og mátulega dimmrödduð. Hún má ekki bera áberandi skartgripi því þá er enginn að hlusta á hana heldur eru allir að tala um eyrnalokkana hennar. Hún á að stunda útivist og lifa fullkomnu fjölskyldulífi í þeirri geðveiki sem stjórnmálin geta verið. Á meðan mega karlarnir vera 300 kíló og skrol- landi. Þorgerður Katrín er dæmi um konu sem uppfyllir þær kröfur sem ég nefni, en henni hefur líka verið líkt við ofurfyrirsætuna Elle McPher- son og varla getum við allar verið þannig." Sjálfri mér samkvæm Hvernig stjórnmálamaður viltu verða? „Ég er frjálslynd, staðset mig hægra megin við miðju. Ég veit fyrir hvað ég stend og reyni að vera sjálfri mér sam- kvæm því mér finnst það mikilvægt. Ég styð einkaframtak og samkeppni og vil einnig standa vörð um þá sem verða undir í lífsbaráttunni og gamla fólkið. Ég vil ekki skattastefnu sem hyglir þeim sem allra best hafa það á kostnað þeirra sem hafa það verst.“ Hefur það háð þér að vera dóttir Sverris Hermannssonar, manns sem var mjögáberandi í stjórnmálum? „Já, það hefur háð mér mjög. Það er stundum talað eins og ég sé einka- ritari föður míns og iðulega sagt að ég sé strengjabrúða hans. Mér finnst það mjög ósanngjarnt. Ég hef leitt lista i alþingiskosningum og verið í öðru sæti í tvennum borgarstjórn- arkosningum. Hef verið varaþing- maður og varaborgarfulltrúi. Ég hef skrifað fjöldann allan af greinum í mörg ár, hef tjáð mig og haldið ótal ræður og er stjórnmálamaður á eigin forsendum. Samt er jafnvel látið að því liggja að pabbi sé að semja fyrir mig greinar. Hann hefur allt annan stíl en ég og gæti hreinlega ekki samið greinar á hversdagslegu mannamáli, eins og allir vita. Synir stjórnmálaforingja hafa ekki verið kallaðir strengjabrúður feðra sinna, eins og Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur Hermannsson, Árni Mathiesen og fleiri, þótt ég sé ekki að líkja mér við þá.“ Mótaði það þig að alast upp á pólit- ísku heimili? „Ég var alin upp í bullandi pólitík og ég held að það sé frábært að fá að alast upp við þær kringumstæður vegna þess að þá er maður ekki andaktugur gagnvart fólki í háum embættum eða virðingarstöðum. Maður hugsar fyrst og fremst um það hvernig manneskjan er. En þótt ég hafi verið alin upp í pólitík var ég ekki alin upp í stjórnmálaflokki og „Mér fannst aldrei bera skugga á samstarf okkar Guðjóns. Eftir á hefég hugsað: Var hann kannski stundum óánægður? En ég held ekki ég held að það sé gott. Ég gekk aldrei í Sjálfstæðisflokkinn og er ekki „flokks- þröng“ eins og yngri konur í Sjálfstæð- isflokknum eru sumar hverjar. Það er eins og þeim finnist að þeir sem eru í öðrum stjórnmálaflokkum hljóti að vera ómögulegir. Ég hugsa ekki þannig, ég hef gaman af fólki og get vingast við fólk úr öllum flokkum. Ég er áhugamanneskja um mannlegt eðli og þeim mun flóknara sem það er því skemmtilegra finnst mér það. Þannig að í öllum þessum darraðar- dansi get ég horft yfir sviðið og litið á það sem gerðist eins og menn hafi verið að tefla skák. Ertu nœgilegt hörkutól? „Ég er metnaðargjörn en er kannski að uppskera það núna að ég hef ekki verið hörkutól sem kemur í bakið á mönnum. Það heyrðust raddir um að ég ætti að leiða lista Frjálslynda flokksins í síðustu borgarstjórnar- kosningum. Ólafur F. Magnússon hafði komið til okkar á þeim einu forsendum að verða borgarfulltrúi, sérfróður um þau mál. Hann bauðst ekki til að víkja fyrir mér og mér hefði fundist ég vera að koma í bakið á honum ef ég hefði sóst eftir sætinu. En svo sýnist mér að maður uppskeri ekkert fyrir náungakærleik. Það sama gerðist þegar ég vék fyrir Magn- úsi Þór á síðasta landsþingi, það er algjörlega gleymt af hans hálfu. En svona er þetta.“ Hvað hefurðu lœrt afþessu? „Mjög mikið. Ekki síst að konur eiga alltof erfitt uppdráttar í pólitík og það er verulegt áhyggjuefni.“ Að lokum, þú hefur enga ákvörðun tekið um það hvar þú œtlar að lenda í pólitíkinni? „Nei. Ég ætla að fara varlega. Ég hef líka þá trú að það sé ekkert slæmt að framboð komi seint fram ef búið er að undirbúa það vel. Þannig að ég hef alltaf verið sátt við að vera seint á ferðinni og reyna að toppa á réttum tíma.“ kolbrun@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.