blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 folk@bladid.net H VAÐ Langar þig að smakka ÞER? ræk,up,astra? „Það er spurning. Um helgina fékk ég mér smá krókódil þannig að ég myndi að sjálfsögðu þora að smakka þá.“ blaöiö Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, þáttastjórnandi Fyrstu skrefanna Bandarískir hermenn nota plástra úr kítósan sem er unnið úr ís- lenskum rækjuskeljum. Meðal eiginleika kitósans er að það bindur fitu í líkamanum og stöðvar blæöingu. Þar sem plástrarnir eru úr íslenskum rækjuskeljum er óhætt að borða þá. HEYRST HEFUR f KJÖLFAR ohf.-væðingarinnar á RÚV eru sumir af eldri og reynd- ari fréttahundum stofnunarinnar farnir að ókyrrast, enda ekki að ósekju. Ljóst þykir að Páll Magn- ússon vilji fá ferskara fólk með sléttari ásýnd heldur en sumir hinna gömlu refa og verður að teljast ólíklegt að hann endurnýi samningaþeirra þegarþeirrennaút á næstu misserum. Hver veit nema 'þeir sameinist öðrum gömlum fréttahauki, Ingva ^ Hrafni, á CNN. Eðavarþað "N ÍNN? KÁPAN sem Bryndís Schram skartar á forsíðu Blaðsins í fyrra- dag við mótmælin í Mosfellsbæ hefur vakið verðskuldaða athygli lesenda. Fyrirspurnum hefur rignt inn, aðallega frá konum sem vilja vita hvaðan kápan kemur. Blaðinu er ljúft og skylt að greina frá því að kápan er frá Eggerti feldskera og er samsett úr snáka- og lamba- skinni. Hún kostaði um 200.000 krónur fyrir fjórum árum, en kápan er hönnuð af þýskri konu sem því miður er hætt að hanna slíkar flíkur. Staðfestar heimildir herma þó að tveir a jakkar séu eftir úr lín- unni... HIPPAKYNSLÓÐIN mun vafalaust fjölmenna á fyrirhugaða tónleika Concert í Laugardalshöll þann 27. maí þegar boðið verður upp á ellismellina í Deep Purple og hasshausana (fyrrverandi) í Uriah Heep. Uppselt var á báða tónleika þeirra fyrrnefndu árið 2004. Samkvæmt heimildum Blaðsins gengur víst ekki eins vel að selja miða í stæði á tónleika Incubus sem haldnir verða 3. mars þrátt fyrir að sveitin höfði meira til yngri áhangenda. Máls- hátturinn sígildi hvaðungur í'y nemurgam- ' ' all temur *>,* ávist velvið í þessu tilfelli... V' Roland Eurovision-keppand- inn Roland Hartwell þakkar asískublöndunni unglegt Útlit SÍtt. Mynd/Kristinn Roland lýsir eftir Eurovision-formúlunni! Eftir Trausta Saivar Kristjánsson traustis@bladid.net Roland Hartwell er mörgum Euro- vision-aðdáendum að góðu kunnur. Hann var fiðluleikari í sigurlagi Birg- ittu Haukdal árið 2001 en átti sjálfur 2 lög í keppninni í fyrra og þrjú lög í ár. Hann segir að ef til sé einhver sig- urformúla fyrir keppnina, þá hafi hann farið öfuga leið. „Það hefur ekki gengið vel að komast í gegnum niðurskurðinn hingað til, þannig að formúlan mín er kannski ekki sú rétta. Ef það er til Eurovision-formúla, þá vildi ég gjarnan eiga hana til! En ég á enn eitt lag eftir í keppninni og ég hef fulla trú á því. Æfingarnar með Ernu Hrönn hafa gengið mjög vel og ég tel hana virkilega góða söngkonu sem gerir laginu góð skil. Hún hefur verið að syngja með hljómsveitinni Bermúda í þessum hefðbundna sveitaballarúnti en þetta er hennar fyrsta stóra tækifæri að ég held.“ En hver er þessi stórgerði Banda- rtkjamaður sem dreymir um Euro- vision-frægð ogframa? „Ég er að klára BA í fiðluleik frá USC-skólanum í Bandaríkjunum ásamt því að ná í viðskiptagráðu frá sama skóla. Ég er að mestu leyti sjálfmenntaður bassa-, gítar- og hljómborðsleikari, en fiðlan hefur löngum verið mér kærust. Sumir muna kannski eftir mér úr keppn- inni í fyrra þar sem ég lék undir með slitinn fiðluboga! Annars er ég 37 ára, hálf-japanskur, einn fjórði kan- adískur og einn fjórði franskur. Og ungleika ásýndar minnar þakka ég auðvitað asísku blöndunni!" sagði þessi hláturmildi hljóðfæraleikari í hæverskum tóni. Roland fæddist í Japan en ólst að mestu leyti upp í Los Angeles þar sem hann starfaði lengi sem hljóð- vers-fiðluleikari og spilaði undir hjá stjörnum á borð við Burt Bacharach, Dianne Warwick, Elvis Costello, Bryan Adams, Cher, Dr. Dre og Puff Daddy. Hann réði sig sem fiðluleik- ara hjá Sinfóníuhljómsveitinni árið 2001 og endurvakti hljómsveit sína frá Bandaríkjunum, Cynic Guru, sem hann starfar með í dag ásamt ís- lenskum meðlimum. Einnig starfar hann mikið með Þorvaldi Bjarna, upptökustjóra íslands. Sveitin er með plötusamninga á íslandi, Bret- landi og Japan og stefnir á frekari mið. „Við erum alltaf að vinna að nýju efni. Ég byrja að semja um leið og ég kem heim af æfingu með sinfó og svo reyni ég auðvitað að sinna konu og nýfæddu barni um leið!“ Lag Rolands í Söngvakeppni Sjón- varpsins, Örlagadís, er ekki týpískt Eurovision-lag segir Roland. „Það er engin svokölluð Eurovision- hækkun í því. Þetta er jafnvel svo- lítið bítlalegt en ætti þó að höfða til yngri kynslóðarinnar. Ég hvet alla til að gefa því séns og ef einhver vill kjósa það, þá er númerið 900-2001,“ sagði Roland að lokum. BLOGGARINN... Milduðu dóminn ■ ItítwUnfHur dirMdi knrl & niunrtutn*klii (18 miiwita £au|pRv tyrir kvnfcnli'- brot gcgn fluuu vttMuibðnmiu ru ( uudirrtftti kaW Inan hlolið tvcggjn ira áátm Góður Moggi... Ég man ekki til þess að Morgunblað- ið hafi tekið jafn einarða afstöðu gegn úrskurði Hæstaréttar áður. Forsíðan er undirlögð undir frétt af ákvörðun Hæstaréttar að milda dóm yfir barnaperra, sem misnotaði fimm stúlkubörn á 10 ára tímabili. Yfir fyrirsögninni eru myndir af dómurun- um, eins og ótíndum sakamönnum. Gott hjá Morgunblaðinu. Dómar sem ganga í málum barnaperra eru ósvinna. Ómar R. Valdimarsson http://omarr.blog.is ...vondur Moggi Forsíðan á Morgunblaðinu í dag er algjörlega fráleit. Ég myndi hætta að vera áskrifandi ef ég væri það. Manni dettur helst í hug að þetta sé einhvers konar hefnd fyrir nýfallinn dóm Hæstaréttar í Baugsmálinu. Hæstiréttur iækkar refsinguna um 6 mánuði úr 2 árum í 18 mánuði í sam- ræmi við dómaframkvæmd. / héraði er sératkvæði þar sem 15 mánaða fangelsi er talin hæfileg refsing. Mogginn segir ekkert um það. Þessi stríðsfyrirsögn er óskiljanleg, alveg absurd. Fagmennskan engin af hálfu Morgunblaðsins. Þetta er ekki rétta leiðin íbaráttunni gegn kynferðis- brotum gegn börnum. Bjarni Már Magnússon bjarnimar.blog.is Banvænn Blöndal með ljáinn Halldór Blöndal lýsiryfir áfram- haldandi ríkisstjórnarsamstarfi með Framsóknarflokknum en við þá yfirlýsingu hlýtur kalda vatnið að renna milli hams og hreisturs á framsóknarmönnum; ef Halldór vill þig, vill þig enginn annar. Það er skárra að fá fuglaflensu en Halldór Blöndal þvíflensan er ekki endilega dauðadómur. Mér þætti svo vænt um það ef ein- hver mannvitsbrekkan, t.d. Alfreð Þorsteinsson, myndi segja mér hver sé skilgreiningin á hátæknisjúkrahúsi og hvað sé þá lág- tæknisjúkrahús því þangað vil ég ekki fara. Björgvin Valur slmirid.blog-city.com Meirapróf- Nýir tímar Nýlegir kennslubílar sem uppfylla Euró 2 mengunarstaðal, lærðu í nútímanum ÖKU $KOUNN IMJODD Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Næsta námskeið hefst 7. febrúar Su doku 1 5 4 6 4 9 2 3 1 7 2 3 9 3 2 4 8 1 3 8 7 2 4 4 1 9 3 8 4 5 3 7 1 6 9 8 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautína út frá þeim tölum, sem uþþ eru gefnar. ® eftir Jim Unger 4-10 <0 LaughingStock Intemational Inc /dist. by United Mecfia, 2004 Ég fann loksins kreditkortin hans, teipuð inni í sjónvarpsskápnum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.