blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 35

blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 35
blaðið LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 35 Tónlist í Kefas Lovísa ólst upp í Laugarneshverf- inu og segist í rauninni ekki hafa gert sér grein fyrir tónlistaráhuga sínum fyrr en hún fór að eldast. „Ég fór að spila á bassa þegar ég var unglingur og byrjaði að leika með hljómsveitum. Ég var í fríkirkju sem heitir Kefas og á sunnudögum var mikið spilað á samkomum. Þar fékk ég fyrst tækifæri til að spila með hljómsveitum og fékk góða æfingu. Leið mín lá síðan í Mennta- skólann í Hamrahlíð en þar tók ég ekki þátt í tónlistarlífi og hélt mig reyndar mjög til hlés. Var hvorki i kór né öðru. Mest var ég að spila fyrir mig sjálfa heima, hafði raunar ekki hugsað mér að gera neitt meira á þessu sviði heldur en það. Ég nýt þess mjög að vera ein með sjálfri mér en ég er líka félagsvera og á marga góða vini. Reyndar hefur vinahóp- urinn stækkað mikið á undanförnu ári.“ Fékk heilaæxli Lovísa er 24 ára, fædd árið 1982. Hún hefur sagt frá því áður í viðtali að hún hafi veikst alvarlega árið 2001, fékk æxli við heila. Lovisa náði sér fullkomlega af þeim veikindum og segist alls ekki vilja velta sér upp úr því tímabili í lífi sínu. Hún sé full af orku en viti þó ekkert hvað gerist á næstu mánuðum. „Allt mitt líf hefur gjörsamlega snú- ist við á einu ári, tók óvænta stefnu sem mig hefði ekki órað fyrir. Ég ætlaði að verða geislafræðingur, fór í geislafræði og fannst það afar spenn- andi nám fyrst en fann mig síðan ekki í því. Leið mín lá þá í Listahá- skólann í tónsmíðar og ég var eigin- lega nýbyrjuð í því námi þegar ég var uppgötvuð,“ útskýrir hún. „Satt að segja er ég ekki enn búin að ákveða hvað mig langar í raun og veru að gera í framtíðinni.“ Ekkert fram að færa! Fyrir þá sem eru að kynnast Lay Low hér og nú skal það upplýst að hún setti eitt lag inn á myspace á Netinu þar sem félagar á umboðs- skrifstofunni Cod, sem þá var ný- stofnað fyrirtæki, uppgötvuðu hana og buðu plötusamning. „Það voru margir vinir mínir búnir að hvetja mig til að koma mér á framfæri en mér fannst ég ekki hafa neitt fram að færa. „Þetta er samt auðvitað allt mér sjálfri að kenna, ég setti lagið á Netið,“ segir hún hlær. „En ég átti ekkert von á öllu þessu sem hefur fylgt í kjölfarið. Ég ætlaði að deila þessari tónlist með þeim fáu sem væru kannski að grúska á svipuðum nótum og ég.“ Ný plata? Þegar Lovísa er spurð hvort hún sé byrjuð að vinna í næstu plötu seg- ist hún ekki hafa haft tíma til þess. „Mig langar að gera aðra plötu en það hefur ekkert verið ákveðið með hana enn þá. Ég á lög en þau eru ekki full- kláruð og ég þarf að gefa mér tíma til að ljúka við þau. Ég finn fyrir þrýst- ingi á aðra plötu en vil gera hana á mínum tíma. Ég vil að næsta plata verði þannig að ég verði fullkomlega sátt við hana. Kannski kemur bara ekki neitt, kannski er ég búin með kvótann," segir hún í þreytulegum tóni, en því trúir vitaskuld enginn. Þessi unga söngkona er bara rétt að byrja. „Að minnsta kosti veit ég ekki enn hvernig næsta plata kemur til með að líta út, ef af henni verður, enda á ég erfitt með að staðsetja mig í tónlist. Ég hef þó alltaf haft áhuga á kántrí- og blústónlist og hlusta mikið á gömlu kántrímeistarana." Noregur og USA Ferðalög hafa verið allnokkur á undanförnum mánuðum, bæði inn- anlands og utan, og umboðsmaður- inn er að þreifa á útlendum mörk- uðum. Eftir viku fer Lovísa til Noregs og síðan eru Bandarikin á listanum i vor. Ýmsir staðir úti í heimi eru í deiglunni en meðan ekkert er neglt niður telur Lovísa ekki rétt að greina frá framhaldinu, allt geti breyst. „Ég hef virkilega gaman afþví að ferðast og þótt ég hafi alls ekki hugsað mér að fara út og sigra heiminn þá langar mig til að spila hér og þar.“ Mamma og SMS Tilnefningarnar til Islensku tónlist- arverðlaunanna komu henni mikið á óvart. „Ég hefði kannski trúað að ég kæmist að sem byrjandi ársins en alls ekki söngkona ársins né heldur vinsælasti flytjandinn, ég var mjög hissa á þeim verðlaunum þar sem ég hélt að ég höfðaði ekki til allra," segir hún. Gantast reyndar með að mamma hennar hefði setið spennt i salnum með símann í hendi... „Svo hún hlýtur að hafa átt einhvern þátt í þessu,“ bætir hún við kímin. „Ég hefði verið alsæl með tilnefn- ingarnar þótt ég hefði engin verð- laun fengið. Annars var ég mjög Lovísa veiktist alvarlega árið 2001, fékk æxli við heila. Hún náði sérfull- komlega afþeim veikindum og segist ekki vilja velta sér upp úr því tímabili í lífi sínu. stressuð að spila í beinni útsendingu en kvöldið var frábært og ég er virki- lega glöð með þetta allt saman.“ Hún segist líka hafa fengið góð við- brögð frá öðrum tónlistarmönnum sem gladdi hana. „Það er gaman að fá hrós,“ segir hún með bros á vör. „Eldri tónlistarmenn hafa lika haft samband við mig áður og boðið mér að spila með þeim, sem mér hefur fundist ánægjulegt." (hljómsveit Lovísa er einnig í hljómsveit sem heitir Benny Crespo’s Gang en þar er leikin allt önnur tónlist og langt frá því sem Lay Low er að gera. „Við í Benny Crespo’s Gang erum að fara að gefa út plötu en við leikum rokktón- list svo það er mjög ólíkt því sem ég er að gera sem Lay Low. Sú hljómsveit varð upphaflega til á Selfossi og ég var fengin til að vera hljómborðsleikari og söngkona en einnig tek ég í gítarinn.“ Hún segir að strákarnir í bandinu séu ánægðir með frama hennar, enda styrki það hljómsveitina. Á lausu Lovísa segist bæði vera gamaldags og unglingur í sér. Hún er róleg að eðlisfari og segist ekkert vera að spá í ástarmálin þessa dagana, þegar hún er spurð hvort hún sé í sambandi. Hún var með einum hljómsveitarfé- laga sínum en í dag eru þau bara góðir vinir. „Ég vil einbeita mér að tónlist- inni og setja allan minn kraft í hana. í framtíðinni ætla ég þó að stofna fjöl- skyldu, eignast börn og allt það, en það er nægur tími,“ segir hún og brosir. I textum hennar gætir þó sterkra til- finninga, en hún segir að þeir séu sambland af tilfinningum, reynslu og bulli. „Það er hvorki pólitík né ádeila í textunum mínum,“ segir Lovísa og vinnustaðahljómsveitin er farin að sýna óþreyju að bíða eftir henni. Hún segist ekki vera nein draum- óramanneskja heldur bara ósköp venjuleg stelpa. Stelpa sem er blanda af íslenskum víkingi og indónesískum blóðhita. „Ég er engin skandalastelpa og hef alltaf verið frekar rólynd." elin@bladid.net Tími til að fagna! Mikið framboð sæta á ótrúlega lágu verði! KeflavíkoOsló “ Kr. 15.590 Keflavík oStokkhólmur “ Kr. 12.000 Skattar og flugvallargjöld innifalið. 33% afsláttur fyrlr börn • Aðrir áfangastaðir í Noregi og Svíðjóð á frábæru verði aukfjölda tenginga um Evrópu. Flug til Stokkhólms hefst 27. apríl. Bókaðu núna á: www.flysas.is. Sírni fjarsölu: 588 3600 " Börn á aldrinum 2 til 15 ára. Scandinavian Airlines A STAR ALLIANCE MEMBER S4S

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.