blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007
blaöið
VEÐRiÐ I DAG
Dálítil él
Skýjað á austanverðu landinu
og víöa dálítil él, en,bj^rtvjöri
að mestu vestantil. Hiti
kringum frostmark.
A FÖRNUM VEGI
HVAÐ MYNDIR ÞÚ
GERA VIÐ 9,4
MILLJARÐA KRÓNA?
Orri Guðjohnsen, verkamaður
„Ég myndi koma allri fjölskyldunni
fyrir borð og gefa svo 10 prósent
til líknarmála."
Egill Victorsson, nemi
„Ég myndi örugglega gefa stóran
hluta af því til góðgerðamála."
Sigurður Páll Jósteinsson,
fiskvinnslumaður
„Ég myndi hætta að vinna, ferð-
ast og eyða öllum peningunum."
Unnur Eva Ólafsdóttir, nemi
„Ég myndi ferðast og eyða pening-
unum í sjálfa mig.“
Lind Einarsdóttir, nemi
„Ég myndi bara gefa það til fá-
taekra.“
AMORGUN
Bjart syðra
Ákveðin norðanátt og éljagangur
eða snjókoma á norðanverðu
landinu, en bjart syðra. Frost 0
til 6 stig, minnst syðst.
Vl'ÐA UM HEIM
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Dublin
Frankfurt
16
10
15
9
5
12
11
Glasgow
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Montreal
11
8
-13
-1
9
13
-9
New York
Orlando
Osló
Palma
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
1
14
-8
20
11
Gestir Snowgathering 2007 fá ekki gistingu á Hótel Sögu:
Gestirnir furðast
ofsaviðbrögðin
■ Tekjutap fyrir hótelið ■ Hefur aldrei upplifað svona sterk viðbrögð
Mósambík:
Fellibylur
veldur usla
Tugir hafa látist og áætlað er
að 120 þúsund manns hafi misst
heimili sin eftir að fellibylurinn
Favio reið yfir Afríkuríkið Mó-
sambík í gær og á miðvikudag.
Vindhraðinn náði allt 65 metrum
á sekúndu og hafa tré rifnað upp
og rafmagnslínur slitnað.
Ibúar landsins eru enn að
jafna sig á miklum flóðum
undanfarna daga. Óttast er að
flóðin muni færast í aukana á
næstu dögum þegar fellibylur-
inn stefnir að Zambezifljótinu.
Eftir Heiðu Bjðrk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
„Stjórn Bændasamtakanna tekur
þarna í raun og veru bara móralska
afstöðu og vill leggja sitt lóð á vogar-
skál þeirra sem berjast gegn klámiðn-
aðnum,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson,
framkvæmdastjóri Bændasamtaka
íslands. Cristina Ponga, skipuleggj-
andi ráðstefnunnar, segist vera
hneyksluð á framkomu Islendinga.
Mánaðarlegur fundur stjórnar
Bændasamtaka íslands, eigenda
Hótel Sögu, var haldinn síðastlið-
inn miðvikudag. Stjórnin ákvað að
neita gestum ráðstefnunnar um gist-
ingu á hótelinu og er ákvörðunin
studd af Rezidor Hotel Group sem
er rekstraraðili Radisson SAS-hótel-
keðjunnar. Hópurinn hafði pantað
fjörutíu og níu herbergi í fimm
nætur, samkvæmt Sigurgeiri og
verður hótelið af tekjum upp á allt
að þremur milljónum króna vegna
þessarar ákvörðunar.
Sigurgeir segir að afstaða borgar-
stjórnar til ráðstefnunnar hafi haft
einhver áhrif á ákvörðun stjórnar
Bændasamtakanna. „Borgaryfir-
völd hér í Reykjavík eru búin að lýsa
þetta fólk óvelkomið. Ef borgaryfir-
völd meina eitthvað með slíkum yf-
irlýsingum þá hljóta þau jafnframt
að vera að senda þau skilaboð til
þjónustufyrirtækja hér í borginni
að það sé illa þokkað að þetta fólk
fái þjónustu. Annars er þetta innan-
tómt gaspur.“
Mikil hræsni
Cristina Ponga segist vera mjög
hissa á viðbrögðum íslendinga og
segist ekki hafa átt von á því að
þurfa að hætta við ráðstefnuna, sem
haldin var í fyrsta sinn í fyrra í Aust-
urríki. „Ég held að viðbrögðin séu
byggð á einhverjum misskilningi.
Við reyndum að útskýra hvað við
ætluðum að gera en fengum samt
þá yfirlýsingu að við værum ekki
velkomin til Islands. Það að ætla að
reyna að meina okkur aðgang inn
í landið er fáránlegt. Ég hef aldrei
áður, ekki í neinu landi, þurft að út-
skýra hvaða atvinnu ég hef.“
Skipulagning ráðstefnunnar
hófst í fyrra og kom Cristina til
Islands í nóvember og heimsótti
meðal annars Hótel Sögu og nokkra
skemmtistaði í Reykjavík. „Þegar ég
var þarna og talaði um ráðstefnuna
sagði enginn við okkur að við ættum
ekki að halda hana á íslandi og eng-
inn varaði okkur við því að það
gætu orðið einhver læti út af þessu.
Ef það hefði verið gert hefðum við
jafnvel breytt um plön.“
Cristina segist ekki skilja af hverju
Islendingar telji sig vera betri en
aðra og af hverju þeir séu að dæma
hópinn svona harkalega. „Mér
finnst þetta vera mikil hræsni hjá
þessu fólki. Það er fáránlegt að borg
sem er með sex til sjö strippstaði
geri svona mikið mál úr þessu.“
Þetta er gieðiefni
Sóley Tómasdóttir, varaborgar-
fulltrúi Vinstri grænna, sem hóf
máls á ályktun vegna ráðstefn-
unnar á borgarstjórnarfundi síð-
astliðinn þriðjudag, er ánægð með
ákvörðun stjórnar Bændasamtak-
anna. „Þetta er nú bara gleðiefni.
Frábært að það skuli vera að mynd-
ast samstaða í samfélaginu gegn
klámvæðingu og ef bæði borgaryf-
irvöld og einkafyrirtæki hafa tekið
höndum saman þá er þetta bara
ofsajákvætt. Ég held að þetta sé til
marks um vitundarvakninguna í
samfélaginu."
Grunnskólakennarar:
Meira brottfall
en áöur
Alls höfðu 830 starfsmenn
við kennslu í grunnskólum
haustið 2005 hætt störfum
haustið 2006 og er brottfallið
17,1 prósent, að því er kemur
fram í fréttatilkynningu frá
Hagstofunni. 1 ýtta er meira
brottfall en mi
söfnun Hagsti
árinu 1997. Bri
Ist hefur í gagna-
Islands frá
ífall úr kennslu
er hlutfallslegl'meira meðal
þeirra sem ekki hafa kennslu-
réttindi og méðal þeirra sem
eru í hlutastarfi.
Brottfall réttindakennara var
á sama tímabili 14,6 prósent og
hefur ekki áður mælst hærra
brottfall meðal þeirra. Nú hafa
85,9 prósent þeirra sem sinna
kennslu kennsluréttindi á
móti 86,7 prósentum haustið
2005. Lægst er hlutfall réttinda-
kennara á Austurlandi þar
sem 68,2 prósent kennara hafa
kennsluréttindi.
Gluggar
& hurðir
Gluggar, huröir, og svalahuröir
úr viðurkenndu FVC-U hágæöa
efni frá
Kjamagluggar hafa einstakt
einangrunargildi og eru til f
mörgum geröum.
(slensk framleiðsla og
áratuga reynsla
Sparaðu tíma • leitaðu tilboða
netfang: gluggar@vortex.is
B
Kjarnagluggar
Skemmuvegi 46 • 200 Kópavogi
slml 564 4714 • Fax 564 4713
www.kjarnagluggar.is
Afsögn Romanos Prodis:
Reyna að mynda nýja ríkisstjórn
Giorgio Napolitano Italíuforseti
boðaði til neyðarfundar með for-
mönnum stjórnmálaflokkanna á
Italíu í gær, í kjölfar afsagnar Ro-
manos Prodis forsætisráðherra á
miðvikudagskvöld. Talsmaður for-
setans sagði að fundurinn kynni að
standa fram eftir degi í dag. Takist
ekki að mynda nýja samsteypu-
stjórn má telja líklegt að forsetinn
boði til þingkosninga.
Prodi tók við forsætisráðherra-
embættinu fyrir tíu mánuðum en
baðst lausnar í kjölfar þess að stjórn
hans varð undir í atkvæðagreiðslu
í efri deild þingsins. Þar greiddu
þingmenn atkvæði um fyrirhug-
aða stækkun bandarísku herstöðv-
arinnar í Vicenza og hvort ítalskar
hersveitir ættu að vera áfram í Afg-
Giorgio Napolitano Italíuforsetiboð-
aði til neyðarfundar í forsetahöiiinni í
Róm i gær.
anistan. Prodi gegnir þó enn stöðu
forsætisráðherra til bráðabirgða.
Samsteypustjórn Prodis saman-
stendur af níu stjórnmálaflokkum
og hafði nokkuð öruggan meiri-
hluta í neðri deild þingsins. Margir
töldu stjórnina þó verða skammlífa
Romano Prodi Baðst lausnar frá
embætti sínu á miövikudagskvöld.
þar sem hún hafði einungis eins
þingsætis meirihluta í efri deild
ítalska þingsins. Ríkisstjórnir ítala
verða reyndar sjaldnast langlífar en
stjórn Prodis var sú sextugasta og
fyrsta í röðinni frá árinu 1946.