blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 23. FEBRUAR 2007 K°Uú. Spyröu ekki að því hvaö þú getir gert fyrir land þitt. Spyröu hvaö sé í hádegismatinn. Orson Welles Afmælisbörn dagsins SAMUEL PEPYS DAGBÓKARHÖFUNDUR, 1633 GEORG FRIEDRICH HÁNDEL TÓNSKÁLD, 1685 blaöiö kolbrun@bladid.net Nýtt tímarit um sögu Sagan öll er nýtt tímarit á (s- landi og mun koma út mánaðar- lega. Umfjöllunarefnið er íslands- sagan og mannkynssagan í máli og myndum. Sagan öll skoðar alla mannkyns- söguna, frá fornöld til okkar daga. fslandssagan er skoðuð í nýju Ijósi og má nefna að í fyrsta tölublaði er löng grein um fyrstu íbúa Reykjavíkur, sem kunna að hafa verið rostungaveiði- menn en ekki bændur eins og almennt hefur verið talið. Fjallað er um nýjar kenningar fræðimanna, sem hingað til hafa ekki farið hátt, um að rostungaveiðar kunni að hafa verið úrslitaþáttur varðandi byggð norrænna manna á ís- landi, og í Reykjavík sérstaklega. Þá er grein eftir Guðna Th. Jó- hannesson um hlerunarmál og uppljóstrara sem virðist hafa leynst í röðum vinstrimanna árið 1968. Auk þessa er grein um Kleóp- ötru, fall Konstantlnópel og Falklandseyjastríðið. Þá skoðar Sagan öll einnig hversdags- lega hluti. Þar undir fellur saga ryksugunnar og fleira. Einnig eru í blaðinu spurningar og svör, sögugetraun og fjölmargir litlir molar úr sögunni. Ritstjóri tímaritsins er lllugi Jök- ulsson. Textar og mynd- rænir þættir Föstudaginn 23. febrúar klukkan 17:00 verður sýningin Að mynda orð opnuð f Hoff- mannsgalleríi. Sýningin samanstendur af nýjum og eldri verkum mynd- listarmanna og Ijóðskálda sem notast bæði við texta og mynd- ræna þætti í verkum sínum. Eftirtaldir aðilar eiga verká sýningunni: Ásta Ólafsdóttir Davíð Stefánsson Eiríkur örn Norðdahl Guðný Rósa Ingimarsdóttir Gyrðir Elíasson Haukur Ingvarsson Hlynur Hallsson Hreinn Friðfinnsson Hörn Harðardóttir Kári Tulinius ÓskarÁrni Óskarsson Stórsveit Áræðis Þorvaldur Þorsteinsson Sýningarstjórar eru Davíð Stef- ánsson og Kristinn G. Harðar- son. Hoffmannsgallerí er staðsett í húsnæði ReykjavíkurAkadem- íunnar að Hringbraut 121, fjórðu hæð, og er opið frá 09:00 - 17:00 alla virka daga. Sýningin stendurfram í apríl. Ævar Petersen fuglafræðingur „Ég vil til dæmis beina þvi til málvisindamanna að það eru næg verkefni í sambandi við fuglaheiti sem gaman væri að rannsaka, til dæmis hvað varðar uppruna fuglanafna." I at ;*n» ** V _ m- Mynd/Frikki IfStí Myndir úr sögu fuglanafna g mun fara yfir sögu fuglanafna, hvernig þau hafa þróast, hvaða heim- ildir eru til, kem inn á ný- yrði og fleira,“ segir Ævar Petersen fuglafræðingur sem á laug- ardag heldur fyrirlestur sem hann nefnir Nokkrar myndir úr sögu fuglanafna. Fyrirlesturinn, sem er haldinn á vegum Nafnfræðifélags- ins, verður í stofu 201 í Odda, húsi Háskóla Islands, og hefst klukkan 13. Hallfreður og fúlmár 1 fyrirlestrinum mun Ævar meðal annars víkja að tengingu íslenskra fuglaheita við þjóðsagnir. Þegar hann er spurður hvort mikið sé tal- að um fugla í íslenskum fornsögum og þjóðsögum svarar hann: „Ég hef langt í frá farið í gegnum þær allar, en mér sýnist elsta dæmið úr íslend- ingasögum vera orðið fúlmár sem er fornt heiti á sjófugli sem við köllum fýl nú á tímum og er til komið af því hann spýtir lýsi, það er fúll máfur. Hallfreður vandræðaskáld nefnir þann fugl í vísu sem hann orti við heimkomu frá Bretlandi og uppgötv- aði að unnasta hans var gift öðrum. Ýmis fuglanöfn eru nefnd í lögbókun- um gömlu þar sem talað er um rétt til veiða og fleira. Ekki síst ber að nefna fuglaþulu í Snorra-Eddu. Þar koma fram mörg fuglaheiti en við vit- um ekki alltaf hvaða fuglar það eru. Þegar Finnur Guðmundsson fugla- fræðingur þýddi Fugla íslands og Evrópu kringum 1960, sem var ansi mikið afrek, þá varð hann að búa til yfir 450 ný íslensk fuglaheiti og sótti þá meðal annars í fuglaþuluna í Snorra-Eddu. Gleða er til dæmis eitt þeirra heita sem hann tók þaðan. í fyrirlestrinum fer ég yfir þátt Finns í nafngiftum á íslenskum fuglum. Hann lagði ákveðna stefnu sem fólst í því að vera ekki með tvínefni, nota einungis eitt heiti yfir fugl, en áður notuðu menn tvínefni eins og stóri svartbakur og litli svartbakur." Maður hefur á tilfinningunni að í íslenskum þjóðsögum sé hrafninn nefndur oftar en aðrir fuglar. Held- urðu að það sé rétt? „Þetta hefur ekki verið tekið sam- an og gaman væri að gera gagna- grunn yfir þjóðsögur íslendinga. Ef ég hefði tíma myndi ég gera það sjálfur því mér þykir mjög gaman að þjóðsögum. Hrafn og örn koma afar oft fyrir í þjóðsögum og hrafn- inn sjálfsagt oftar en örninn. Fleiri fuglar eru í þjóðsögum eins og jaðr- akan sem sagður var plata menn til að ganga út í á með kvaki sínu: vaddútí, vaddútí og maríuerlur sem sagðar voru boða skipakomur á vor- in og síðan eru sögur um að stein- deplar fljúgi undir kýr og mjólki þær. Það er talsvert af þjóðsögum um fugla." Skemmtilegt rannsóknarefni Nú heldur þú þennan fyrirlestur á vegum Nafnfrœðifélagsins. Tengjast fuglafrœðin og málvísindin á ein- hvern hátt? „Ég tel að þessar tvær fræðigrein- ar geti unnið saman og stutt hvor aðra. Ég vil til dæmis beina því til málvísindamanna að það eru næg verkefni í sambandi við fuglaheiti sem gaman væri að rannsaka, til dæmis hvað varðar uppruna fugla- nafna. Það var líka nokkuð lands- hlutabundið hér áður fyrr hvaða orð menn notuðu yfir einstakar fuglategundir. Jaðrakan á senni- lega metið í þessu, en af því orði eru til margar útgáfur. Fuglanöfn eru skemmtilegt rannsóknarefni. Það er sannarlega eitt og annað varðandi fuglaheiti sem hægt er að spjalla um og ég get áreiðanlega not- að þær mínútur sem ég hef til um- ráða í fyrirlestri minum.“ undan tilræöi Á þessum degi árið 1861 kom Abraham Lincoln og fylgdarlið hans óvænt til Willard hótelsins í Washington eftir að upp komst um fyrirhugað banatilræði við hann. Nokkrum dögum áður hafði Linc- oln, þá nýkjörinn forseti, stigið upp í lest í Illinois og ætlaði sér að hafa viðdvöl í Baltimore á leið sinni til Washington þar sem setja átti hann inn í forsetaembættið. Skömmu eftir að Lincoln steig upp i lestina fengu aðstoðarmenn hans fréttir af því að menn í Baltimore hygðust ráða Lincoln af dögum vegna and- stöðu hans við þrælahald. Lincoln, sem var þrjóskur maður, vildi ekki breyta áætlun sinni. Hann lét loks undan þrábeiðni konu sinnar og aðstoðarmenn hans skipuðu lest- arstjóranum að halda rakleiðis til Washington og stoppa ekki á leið- inni. Þegar komið var til Washing- ton fór Lincoln á Willard hótelið þar sem hann gisti fram að innsetning- arathöfninni sem var 4. mars.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.