blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 17

blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 17
blaðið FÖSTUDAGUR 23. FEBRÖAR 2007 17 Flottur kjóll Ragnhildur tók sig vel út íSöng- vakeppni Sjónvarpsins. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir: Alltaf f lottust Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur prýtt sjónvarpsskjái lands- manna með einlægri útgeislun sinni um nokkurt skeið. Um helg- ina bættist henni rós í hnappagatið er hún var valin kynþokkafyllsta kona landsins af hlustendum Rásar 2. Skyldi hún hafa brosað í gegnum tárin? „Já já, eigum við ekki bara að segja það! Annars kom þetta nú frekar á óvart. Ég var á æfingu fyrir Eurovision þegar einn úr hópnum tilkynnti mér þetta. Svo hringdu þeir frá Rás 2 og staðfestu úrslitin." Skyldi sjálfstraustið hafa aukist í kjölfar kosningarinnar? „Nei nei, í rauninni ekki. Mér líður bara eins og alla aðra daga, bara ágætlega! Mér finnst nú alltaf svolítið fyndið þegar verið er að kjósa um kynþokka og þvíumlíkt en ég lít bara á þetta sem krydd í tilveruna.“ Ragnhildur segist ekki leggja áherslu á kynþokkann í vinnunni. „Ég hef ekki verið að setja stút á munninn á skjánum, sko. Ég reyni bara að koma þeim málefnum vel frá mér sem við höfum til umfjöllunar." En hvaða kosti finnst Ragnhildi að fólk þurfi að hafa til að teljast kynþokkafullt? „Mér finnst að sjálfsöryggi geri fólk fyrst og fremst kynþokkafullt. Það er númer eitt tvö og þrjú.“ Ragnhildur hefur haft mikið að gera undanfarið. Fyrir utan Kast- Ijósstarfiðþá skilaði hún starfi sínu sem kynnir á Eurovision með glæsi- brag. Þar að auki hefur hún verið í fullu háskólanámi. „Já, ég hef verið að læra sjúkra- þjálfarann í Háskóla Islands. Ég þarf reyndar að taka mér frí úr Kastljósinu bráðum í tvo mánuði þar sem ég verð í verknámi á Land- spítalanum. Mér finnst þetta spenn- andi nám og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Þó veit ég ekki hvort ég vil byrja að vinna við þetta strax, því eins og er þá á Kastljósið hug minn allan,“ sagði hin hressa og sérlega kynþokkafulla Ragnhildur að lokum. BLOGGARINN... Hvað ef... „Kosningartil Atþingis fara fram þann 12. maí næstkomandi. Efviö gefum okkur að vinstrifiokkarnir í stjórnarandstööunni nái meirihluta þá er ekki ólíklegt aö þeir myndi stjórn. .../... Segjum að Samfylking veröi stærri og fái stóra stólinn og fjóra aðra, VG fimm stóla og Frjáls- lyndir tvo. Með þriggja flokka stjórn er reyndar sú hætta fyrir hendi aö flokkarnir fjölgi ráðuneytum til þess að hafa alla góða en við skulum vona ekki. Ríkisstjórnin gæti litið svona út og raunar sé ég ekki marg- ar aðrar leiðir í mannauði þessara flokka:" Kristján Jónsson bolviskastalid.b1ogspot.com Forsætisráðherra: Utanríkisráðherra: Fjármálaráðherra: Heilbrigðisráðherra: Sjávarútvegsráðherra: Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Menntamálaráðherra: Samgönguráðherra: Dóms- og kirkjumáiaráðherra: Félagsmálaráðherra: Landbúnaðarráðherra: Umhverfisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir S Steingrímur J. Sigfússon V össur Skarphéðinsson S Ögmundur Jónasson V Guðjón Arnar Kristjánsson F Ágúst Ólafur Ágústsson S Katrín Jakobsdóttir V Björgvin G. Sigurðsson S Guðfríður Lilja Grétarsdóttir V Jóhanna Sigurðardóttir S Magnús Þór Hafsteinsson F Kolbrún Halldórsdóttir V Giöf náttúrunnar til þín^^ Omega-3 F I S K I O L I A 00 : ® I o CO “ O) 0 £ o ■SÍSS 240nJ/«M / ,'j'. r ''M.,/ # Nu.-" Omega-3 fiskiolía inniheldur hátt hlutfall Omega-3 fitusýra, einkum EPA og DHA sem eru okkur Irfsnauðsynlegar. Fjöldi rannsókna víða um heim hafa sýnt fram á jákvæða eiginleika þeirra fyrir heilsuna. Omega-3 fiskiolía byggir upp ónæmiskerfið á marga vegu og hefur jákvæð áhrif á: • sjón • minni • hjarta og æðakerfi • andlega líðan • blóðþrýsting • námsárangur • kólesteról í blóði • þroska heila og • liði miðtaugakerfis • rakastig húðarinnar á meðgöngu Má taka með lýsi. www.iysi.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.