blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 Hl blaöiö . Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Strandagaldurs: Sigurður Atlason, fram- kvæmdastjóri Strandagald- urs, drakk í sig íslenskar og erlendar þjóðsögur og ævintýri sem barn og hefur áhugi hans á þjóðtrú og sögum fylgt honum allar götur síðan. „Sem krakki gat ég verið löngum stundum á Þjóðminjasafninu. Ég bar út Alþýðublaðið á þessum tíma og var alltaf seinn með það því að ég þurfti að bera blaðið til þjóð- minjavarðar. Ég gleymdi mér alveg á gamla Þjóðminjasafninu sem var svolítill ævintýraheimur. Ég man sérstaklega eftir víkingi sem ég gat virt fyrir mér tímunum saman,“ segir Sigurður og bætir við að núna þoli hann ekki víkinga og allt sem þeim tengist. Þó að Sigurður hafi lengi búið á Ströndum er hann ekki innfæddur Strandamaður. „Ég ólst upp hér í bænum en kom svo á Strandir sem táningur og ég hef oft sagt að mig hafi dagað þar uppi. Það var svo gaman þetta sumar sem ég fór þangað að heimsækja bróður minn að ég eyddi allri sumarhýrunni jafn- óðum og átti aldrei fyrir fari með rút- unni til baka,“ segir hann og hlær. Undanfarin ár hefur Sigurður ásamt öðru góðu fólki unnið að upp- byggingu menningar- og fræðslu- stofnunarinnar Strandagaldurs sem vinnur að margvíslegu starfi meðal annars á sviði fræða, rannsókna og ferðaþjónustu. Margir hafa lagt hönd á plóginn auk Sigurðar og má til dæmis nefna Magnús Rafnsson sagnfræðing sem hefur safnað mik- ilvægum fræðilegum heimildum sem galdrasýningarverkefnið er byggt á og Árna Pál Jóhannsson leik- myndahönnuð sem á heiður af útliti sýninganna. Komið að skuldadögum Á dögunum hlaut Strandagaldur Eyrarrósina árið 2007. Þetta var í þriðja sinn sem viðurkenningin er veitt en markmiðið með henni er meðal annars að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni og skapa sóknarfæri á sviði menningar- tengdrar ferðaþjónustu. Sigurður segir að viðurkenningin hafi gríðarlega mikla móralska þýð- ingu fyrir fyrirtækið og fylli þá sem að því standa bjartsýni. „Viðurkenn- ingin sem slík skiptir meira máli en sá peningur sem henni fylgir þó að hann sé vissulega mikill og við getum nýtt hann vel. Það er mikil- vægt fyrir okkur sem stöndum að þessu verkefni að fá klapp á bakið bæði heima og úti í samfélaginu,“ segir Sigurður og bætir við að viður- kenningin komi líka á góðum tíma. „Við lítum fram á frekar erfiða tíma fjárhagslega. Það eru miklar skuldir á þessu verkefni og það er komið að skuldadögum. Við verðum að fara að gera svo vel að greiða niður bankalán sem stjórnarmenn í Strandagaldri eru í sjálfsábyrgð fyrir. Það gengur ekki öllu lengur að það sé þannig. Við fengum nú í fjárlögum samn- ing til fimm ára sem dugar til að greiða niður þessar skuldir en það leit á tímabili út fyrir að við gætum ekki gert neitt næstu fjögur árin og að allur rekstur myndi nánast liggja niðri og það yrði fátt um nýjungar,“ segir Sigurður. Mikil margföldunaráhrif Sigurði finnst að almennt gæti mikils skilnings hjá hinu opinbera á þeim tækifærum sem liggja í menn- ingartengdri ferðaþjónustu. Sveitarfélögin á Ströndum hafa stutt myndarlega við bakið á Strandagaldri á undanförnum árum að sögn Sigurðar. Það sama má segja um framlög frá ríkinu þó að hann telji að þær upphæðir sem það lætur af hendi rakr.a til menningarmála yfirhöfuð mættu að ósekju vera tals- vert hærri. „Það verður líka að horfa á það að stór hluti af þeim peningum sem eru lagðir til svona verkefna skilar sér beint til baka aftur til dæmis í formi virðisaukaskatts. Að ógleymdum þeim margföldunaráhrifum sem þessi verkefni hafa. Bara Galdrasýn- ingin á Hólmavík dregur að sér 8000 gesti yfir sumarið. Þó að þeir séu kannski ekki að skilja háar fjárhæðir eftir hjá okkur eyða þeir miklum peningum í samfélagið, kaupa sér gistingu, mat og annað þannig að margföldunaráhrifin eru mikil. Það er náttúrlega mjög mikilvægt og út á það gengur þetta galdrasýn- ingarverkefni. Þetta er gagngert gert til þess að skapa þessi margföldun- aráhrif, að fólk sé lengur á svæðinu, það eyði meiri pening og njóti þess betur að vera þarna. Þess vegna erum við ekki með eina stóra sýningu á Hólmavík heldur erum við líka búin að byggja Kotbýli kuklarans í Bjarnafirði og síðan verður þriðja sýningin norður í Trékyllisvík og vonandi verður Eyr- arrósin til þess að blása þeim krafti í okkur að við getum klárað það verk- efni,“ segir Sigurður sem telur að ótal tækifæri liggi í ferðaþjónustu af þessu tagi um land allt. „Forsetinn kom einmitt skemmti- lega inn á þetta þegar hann sagði að á sínum uppvaxtarárum hefði verið eitt Þjóðminjasafn í landinu en núna væru komin þjóðminjasöfn úti um allt land og hvert með sínu lagi og sitt þema og svo framvegis. Við sjáum alveg hvað þetta hefur skipt máli fyrir mörg héruð, til dæmis hvaða áhrif Galdrasýningin á Ströndum hefur, hvaða áhrif Vesturfarasetrið á Hofsósi hefur, Síldarminjasafnið á Siglufirði, Hvalasafnið á Húsavík, Jöklasýningin á Hornafirði og Land- námssetrið i Borgarnesi. Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á samfélagið og skiptir mjög miklu máli. Það er líka svo skemmtilegt að fylgjast með því hvað fólk á landsbyggðinni er hugmyndaríkt að koma sér upp þemum og hvað það er vandað vel til verka,“ segir Sigurður og bætir við að mikil þróun hafi átt sér stað á þessu sviði á síðustu tíu árum. Lítil hugmynd vindur upp á sig Upphaf Strandagaldurs má rekja til skýrslu sem Jón Jónsson þjóð- fræðingur vann fyrir héraðsnefnd Strandasýslu fyrir fáeinum árum. Jón fór um sýsluna og tók viðtöl við íbúa og safnaði hugmyndum um ferðaþjónustumöguleika. Ein hug- myndin gekk út á að setja mætti á laggirnar litla galdrasýningu í Tré- kyllisvík á sumrin sem yrði tekin niður að hausti. Sigurður segir að verkefnið hafi þróast út frá þessari hugmynd og undið upp á sig. Strax í upphafi var gerð áætlun þar sem skýrt var kveðið á um hvernig verkefnið gæti þróast á næstu árum og áratugum og segir Sigurður að ákveðnir hlutar í áætluninni séu unnir eftir efni og aðstæðum hverju sinni. Árið 2000 var Galdrasýning á Ströndum opnuð á Hólmavík en sú sýning gengur nú undir nafninu Galdrasafnið á Hólmavík. Kotbýli kuklarans var opnað i Bjarnafirði árið 2005 og næsta skref er að opna sýningu í Trékyllisvík sem ber vinnuheitið Kistan eftir frægum brennustað. Hræðsla við verkefnið Sigurður segir að þegar þeir hafi opnað sýninguna á Hólmavík árið 2000 hafi þeir rennt blint í sjóinn með verkefnið. „Við vissum að þetta væri góð hug- mynd og að þetta væri hægt en um- hverfið var ekki alveg tilbúið. Fólk gat ekki alveg skilið konseptið og kannski gekk okkur ekki mjög vel að útskýra það eða gáfum okkur ekki nógu mikinn tíma í það. Við þurftum svolítið að rökræða í fjöl- miðlum um þetta og það var viss hræðsla við þetta hjá litlum trúar- hópum og eldra fólki," segir Sigurður en bætir við að þetta hafi breyst eftir opnunina. „Þegar fólk kom inn á sýninguna sá það að við vorum ekki að reyna að vera aðrir en við vorum, við vorum ekki að þykjast kunna galdra eða að gera okkur mat úr hörmungum „Við þurftum svolítið að rökræða ífjölmiðlum um þetta og það var viss hræðsla við þetta hjá litlum trúarhópum og eldrafólki," segir Sigurður en bætir við að þetta hafi breyst eftir opnunina. „Þegarfólk kom inn á sýninguna sá það að við vorum ekki að reyna að vera aðrir en við vorum, við vorum ekki að þykjast kunna galdra eða að gera okkur mat úr hörmungum fólks. Biskupinn hefur einmitt svolítið gagnrýnt okkurfyrir þetta en hann hefur heldur aldrei komið og kynnt sér þetta sem er náttúrlega mjög slæmt." BlaðiO/Eyþór

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.