blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 blaðið INNLENT LÖGREGLAN Þjófar handteknir Tæplega þrítugur karlmaður var handtekinn fyrir þjófnað úr sérverslun í miðborginni á miðvikudagsmorgun. Eftir hádegi sama dag var 15 ára piltur staðinn að hnupli í matvöru- verslun í Hafnarfirði. Um kaffileytið var síðan 16 ára piltur einnig tekinn fyrir hnupl í Kringlunni. REYKJAVÍK HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Stútur undir stýri Karlmaður á tvítugsaldri keyrði út af við hringtorgið við Úlfarsfell um hádegisbil í gær. Maðurinn var ölvaður og var með tvo farþega, sem einnig eru á tvítugsaldri, í bílnum. Forðuðu þau sér öll frá bílnum en náðust hins vegar skömmu síðar. Hraði við IKEA Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur við verslunina IKEA í gærmorgun. Á þeim stað þar sem þeir voru stöðvaðir er hraðinn lækkaður niður í 50 km vegna framkvæmda. Annar ökumaðurinn var tekinn á 107 km hraða en hinn á 109. Fréttablaðið: Guðni Ágústsson um ísland meðal staðfastra þjóða: Aðstandendur fá 1,5 milljón Samfélagsverðlaun Frétta- blaðsins voru afhent í gær og fékkAðstandendafélag aldr- aðra, AFA, verðlaunin. Fékk það peningaverðlaun upp á eina milljón króna. Verðlaunað var í fimm öðrum flokkum og voru verðlaunin þar ýmist ferða- vinningar eða tölvuverðlaun. Hvunndagshetjan er Ævar Jóhannesson en hann bruggar lúpínuseyði og gefur krabbameinssjúku fólki. Aðrir sem fengu verðlaun voru Sjónarhóll, Freyja Haraldsdótt- ir, Þorgerður Ingólfsdóttir og Benedikt Erlingsson. Sameinuðu þjóðirnar: Frestur írana útrunninn mbl.is Frestur Irana til að hætta við kjarnorkuáætlun sína er runn- inn út og hafa íranar ekki orðið við kröfu Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar (IAEA). Fram kemur í skýrslu stofnunarinnar að íranar séu búnir að koma sér upp 300 skilvindum f kjarnorku- stöð, sem ætlaðar eru til þess að augða úran í miklu magni. franar eiga á hættu að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti þá refsiaðgerðum þar sem þeir hafa ekki orðið við kröfu SÞ og virt að vettugi þann frest sem þeim var gefinn til að hverfa frá kjarnorkuframleiðsl- unni, segir á fréttavef BBC. Islendingar misnotaðir ■ Alger misskilningur ■ Smánarblettur af ■ Bush-stjórnin ósvífin Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Ég tel að það sé alger misskilningur hjá Guðna að Bandaríkjamenn hafi með einhverjum hætti misnotað vilja fslendinga. Það var fjöldi ann- arra lýðræðisríkja sem lýsti yfir stuðningi við aðgerðir sinna banda- manna á þeim tíma þótt deila megi um síðar hvort upplýsingarnar sem lágu fyrir hafi verið réttar." Þetta segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þau ummæli Guðna Ágústs- sonar landbúnaðarráðherra á þingi í gær að Bandaríkjamenn hefðu misnotað vilja fslendinga með því að lýsa því yfir að íslendingar væru f hópi viljugra og staðfastra þjóða. Það hefði verið þeirra einhlið ákvörðun. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstri grænna, spurði í upp- hafi þingfundar í gær hvort til greina kæmi að falla frá stuðningi við f raks- strlð, viðurkenna mistökin og aftur- kalla heimildir um afnot af íslensku landi í ljósi þess að tvær hinna svokölluðu viljugu þjóða, Danir og Bretar, hefðu ákveðið að kalla herlið sín heim frá írak. Geir Haarde forsætisráðherra minnti á að íslendingar hefðu á sínum tíma lagt 300 milljónir til end- uruppbyggingar í frak samkvæmt samþykkt Alþingis. Steingrímur sagði stjórnarandstöðuna ekki vilja afturkalla fjárstuðninginn. Hún vildi að smánarblettur yrði þveginn af nafni íslands. Guðni Ágústsson benti á að for- maður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, hefði lýst því yfir að ákvörðunin um stuðning við innrás- ina í frak hefði verið tekin á grund- velli rangra upplýsinga. „Það liggur fyrir að þessi ákvörðun um stuðn- ing var tekin af fyrrverandi forsæt- isráðherra og utanríkisráðherra eins og komið hefur fram við þessa umræðu." Guðni sagði jafnframt eftirfar- andi: „Ég vil segja að það liggur fyriraðBanda- Smánarblettur verði þveginn af Steingrímur J. Sigfús- son, þingmaður Vinstri grænna ríkjamenn misnotuðu einnig þann vilja okkar sem við höfum oft látið í té þegar ástandið er þess eðlis með því að lýsa yfir að við værum í hópi viljugra og staðfastra þjóða. Það var einhliða þeirra ákvörðun." Sigurður Kári vísar í fyrri ágrein- ing innan Framsóknarflokksins. „Ég held að það megi skýra þessi ummæli Guðna með hliðsjón af ára- löngum ágreiningi hans við sinn fyrra formann, Halldór Ásgríms- son,“ segir hann. Aðspurður kveðst Guðni aldrei hafa haft trú á að Bandaríkjamenn hefðu haft leyfi til að nota nafn íslands eins og þeir gerðu. „Ég hef aldrei haft trú á að Bandaríkjamenn hafi Misnotuðu vilja okkar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra Misskilningur hjá Guðna ^Sigurður Kári Krist- jánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksíns haft leyfi þessara manna sem hina ákvörðunina tóku til að nota nafn Is- ' lands í því skyni sem þeir gerðu. Ég á við að Bush-stjórnin hafi ósvífin notað hinn viljann, að þeir mættu fljúga hér yfir og lenda ef svo bæri undir, til þess að setja okkur á lista með þessum viljugu og staðföstu þjóðum." Hernaður í Irak Stjórnarandstaðan vill afturkalla stuðning við íraksstriðið LATIÐ FAGMANN VINNA VERKIÐ! - Dúkalögn - Veggfóðrun Félag dúldagninga- og veggfóðrarameistara - Teppalögn dukur@simnet. is - www.dukur.is SOFT DEATH OF A SOLITARY MASS eftir André Gingras IN THE NAME OF THE LANDeftir Roberto Oliván AÐRAR SÝNINGAR: 25.02 - 04.03 - 11.03 - 18.03 - 25.03 MIÐASALA: s. 568 8000 - www.id.is ISLEIUSKI DAIUSFLOKKURini FRUMSYNIR Há I KVOLD mt Vöröu- og Ná mufélagar [.... fá 50% afsláttá sýníngár íd. Borgarstjóri biður um frest á kæru: Ber blak af vini og flokksfélaga Stjórn Skógræktarfélags Reykja- vikur hefur ákveðið að verða við bón Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgar- stjóra Reykjavíkur, um að fresta því að kæra Kópavogsbæ og verktaka- fyrirtækið Klæðningu fyrir náttúru- spjöll í Heiðmörk. Borgarstjóri hefur lýst því yflr að hann vilji finna lausn á málinu í þágu umhverfisins. Dofri Hermannsson, varaborgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, telur að um vinargreiða sé að ræða. „Þarna er borgarstjórinn náttúrlega að bera blak af vini sínum og flokksfélaga, Gunnari Birgissyni bæjarstjóra, sém er ábyrgur í málinu. Það er óheppi- legt fyrir borgina fari þetta ekki kæruleiðina. Þótt náungakærleikur sé göfugur er hann ekki heppilegur í þessu tilfelli." Náttúruverndarsamtök Islands hafa lagt fram kæru vegna umhverf- isspjalla í Heiðmörk og fara fram á að rannsókn verði þegar hafin. „Ég veit náttúrlega ekki hvaða samninga- leiðir borgarstjóri er að tala um. Eg held kannski ekki að borgarstjóri geti miðlað lögum ef lögreglustjóri Mynd/RAX höfuðborgarsvæðis finnur út að þarna hafi verið brotin lög. Þá brey tir samningsvilji borgarstjóra engu um það,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtakanna. I kæru Náttúruverndarsamtak- anna segir að ekki verði annað séð en að um skýlaust brot sé að ræða á skipulags- og byggingarlögum sem og lögum um náttúruvernd. Einnig kunni að vera um að ræða brot á fleiri lögum. Landspítalinn: Mátti reka yfirlækninn mbl.is Hæstiréttur hefur sýkn- að íslenska ríkið af bótakröfú fyrrum yfirlæknis á Landspítala - háskólasjúkrahúsi en starf hans var lagt niður og honum sagt upp störfum. Dómurinn féUst hins vegar á kröfu læknisins um að hann ætti rétt á þóknun til lögmanna vegna innheimtu biðlauna, sem honum bar. Læknirinn var yfirlæknir skurð- deildar kvennasviðs spítalans en í janúar 2004 var honum tilkynnt að framkvæmdastjórn spítalans hefði tekið ákvörðun um að flytja stjórnun á skurðstofum af kvennasviði yfir til svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviðs. Læknirinn krafðist samtals rúmlega 5,1 miUj- ónar króna í bætur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.