blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 20
+
blaöið
Heimskautin
heilla
Næstkomandi sunnudag, kl. 16,
verður almenningi opnuð glæsi-
leg sýning í Háskólasetri Suður-
nesja í Sandgerði, Garðvegi 1
(Fræðaseturshúsið). Sýning sú
verðurtileinkuð ævi og störfum
franska heimskautafarans, leið-
angursstjórans og læknisins
Jean-Baptiste Charcot. Charcot
var mikill frumkvöðull í kortlagn-
ingu heimskautanna og stjórnaði
sjálfur tveimur leiðöngrum sem
þangað voru farnir í því skyni
að kanna suðurskautið. í eigu
Charcot var sérútbúna rannsókn-
arskipið Pourquoi-Pas? eða Af
hverju ekki? væri titlinum snarað
yfir á íslensku. í skipi því voru
gerðar stórmerkilegar vísindarann-
sóknir en verra er að greina frá af-
drifum þess. Pourquoi-Pas? fórst
nefnilega í óveðri við strendur
(slands árið 1936 og aðeins einn
meðlimur áhafnarinnar komst af.
Framandi myndir
í Tjarnarbíói
Nýjasti kvikmyndaklúbbur lands-
ins hefur formlega starfsemi
næstkomandi sunnudag. Um er
að ræða klúbb með skýr mark-
mið: að stórauka kvikmyndaúrval
hérlendis. Leiðin að markmiðinu
er að taka til sýninga kvikmyndir
sem hafa hingað til ekki ratað inn
í bíóhús landsins. Aðstandendur
klúbbsins hafa unnið í samstarfi
við fagfélög kvikmyndagerðar-
manna og leikara. Kvikmynda-
klúbburinn fjárfesti í glænýjum
tæknibúnaði og hefur sýningar-
aðstöðu í Tjarnarbíói. Öllum er
frjálst að sækja um inngöngu í
Fjalaköttinn (skráning á: www.
filmfest.is) en félagsgjald er
4.000 krónur á vorönn. Þess má
geta að á þeim tíma verða hátt í
30 titlar teknir til sýningar. ( þeim
flokki má nefna myndir sem
þokkapilturinn James Dean lék
í, japanska erótík og stórmyndir
frá Kína. Auk þess verður þýskri,
franskri og rússneskri kvikmynda-
gerð gert hátt undir höfði.
Borgarbúar greini frá æsku
sinni og uppvaxtarárum
Vetrarhátíð Reykjavík-
ur sem nú stendur yfir
mun Miðstöð munn-
legrar sögu standa fyrir
reykvískri sögusöfnun.
Verkefnið sem er til þriggja ára ber
heitið Reykjavíkursögur og miðar
að því að safna sögum úr lífi fólks
úr höfuðborginni á ólíkum tímum,
varðveita þær og miðla til almenn-
ings og áhugasamra. Unnur María
Bergsveinsdóttir, starfsmaður mið-
stöðvarinnar, sat fyrir svörum.
„Verkefnið, sem unnið er í sam-
starfi við Reykjavíkurborg, fer
þannig fram að við höfum færan-
legt hljóðver sem sett er upp á tylli-
dögum borgarinnar eins og á Vetr-
arhátíð og Menningarnótt. Hvaða
Reykvíkingur sem er getur komið
og sagt sögu úr borginni sem við
tökum upp og varðveitum.”
Fyrst um sinn mun æsku- og
uppvaxtarsögum borgarbarna á
öllum aldri verða safnað, þar næst
sögum í tengslum við tómstundir
sem markast af borgarumhverfi
og að lokum verður sviðsljósinu
beint að reynslu eldri borgara í
Reykjavík.
„Við vonumst til þess að fá glögga
sýn á það hvernig sviðin þrjú hafa
breyst milli ára, það er til dæmis
tvennt ólíkt að vera reykvískt barn
í dag eða fyrir nokkrum áratugum.
Þá verður áhugavert að sjá hvaða
hlutir og upplifanir það eru sem
eru hvað minnisstæðastar í hugum
fólks.” Unnur María greinir frá því
að oft séu tilfinningalegar minning-
ar í hugum fólks bundnar ákveðn-
um leikvöllum eða svæðum, skóla-
umhverfi og samskiptum milli
kynslóða. „Hljóðverið rúmar tvo
einstaklinga í einu þannig að tilval-
ið væri að æskuvinir tækju sig sam-
an og greindu sitt í hvoru lagi frá
áhugaverðum tímum eða þá ömm-
ur eða afar í fylgd barnabarna.”
Unnur María segir sögusöfnun-
ina viðamikið og opið verkefni
sem bjóði upp á ótal möguleika
til framtíðar. „Reykjavíkursögur
verða varðveittar í Miðstöð munn-
legrar sögu og gætu nýst við marg-
víslegar rannsóknir. Síðan er vef-
síða í bígerð þar sem hægt verður
að hlusta á frásagnir í heild sinni
og fræðast í máli og myndum um
líf Reykjavíkur á ýmsum tímum.”
Til þess að sögusafnið skapi
sem heildstæðasta mynd eru all-
ir þeir sem vettlingi geta valdið í
skemmtilegum frásögnum hvattir
til þess að leggja leið sína í færan-
lega hljóðverið og miðla skemmti-
legheitunum til landa sinna.
Sögumaður ræður að mestu leyti
ferðinni sem og lengd sögunnar.
Á vegum Miðstöðvar munnlegrar
sögu verður þó iðulega starfsmað-
ur sem aðstoðar gesti við að laða
fram sögur eða upplifanir. „Við-
mælendur fá, að sögu lokinni, frá-
sögn sína brennda á disk sem þeir
geta geymt eða deilt með öðrum,”
segir Unnur María. Sögusöfnunin
hefst formlega í dag á Borgarbóka-
safni Reykjavíkur og stendur ann-
ars vegar frá 11-13 og hins vegar
frá 19 til miðnættis. Þá verður hún
einnig á laugardag frá 14-17. Nán-
ari upplýsingar má nálgast á vefsíð-
unni www.munnlegsaga.is.
Id frumsýnir evrópsk verk
íslenski dansflokkurinn situr að
venju ekki auðum höndum. í kvöld
mun flokkurinn frumsýna tvö metn-
aðarfull og frumsamin verk. Annars
vegar er það Soft death of a solitary
mass eftir hinn kanadíska André
Gingras sem þekktur er fyrir að kafa
beint niður að kjarna eldfimra efna.
Umfjöllunarefni hans í verkinu er líf-
fræði, samfélög skordýra og hlutverk
einstaklings innan hóps. Hins vegar
verður frumsýnt verk eftir Spánverj-
ann Roberto Oliván sem ber heitið In
the name of the land. Síðarnefnt verk
er innblásið af stórbrotinni náttúru
íslands, óbeisluðum kröftum lands-
ins og því hvernig þjóðtrú íslendinga
tengist náttúru landsins sterkari bönd-
um en víða. Islenski dansflokkurinn
mun því, í kvöld, kynna land og þjóð
með stolti.
4