blaðið

Ulloq

blaðið - 23.02.2007, Qupperneq 25

blaðið - 23.02.2007, Qupperneq 25
blaöió FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 fólks. Biskupinn hefur einmitt svo- lítið gagnrýnt okkur fyrir þetta en hann hefur heldur aldrei komið og kynnt sér þetta sem er náttúrlega mjög slæmt,“ segir Sigurður. „Ég minnist sérstaklega roskinna hjóna sem komu til min eftir á og voru nánast með grátstafinn í kverk- unum vegna þess að þau voru svo yfir sig ánægð með hvað þetta var fallega gert. Hvað það var borin mikil virðing fyrir þessum tíma, bæði fólkinu sem stóð að þessum ofsóknum og ekki síst fólkinu sem varð fyrir þeim. Þetta er minnis- varði um þennan tíma og það sem gerðist þarna,“ segir Sigurður. Menntatengd ferðaþjónusta Starfsemi Strandagaldurs hefur undið upp á sig frá upphafi og ýmsar nýjungar bæst við. Þjóðtrú- arstofa á Ströndum vinnur að marg- víslegum rannsóknarverkefnum um íslenska þjóðtrú og tekur þátt í samvinnuverkefnum á sviði þjóð- fræði, þjóðtrúar, menningar og lista. Stefnt er að því að hún verði upplýsingamiðstöð um íslenska þjóðtrú og þjóðfræði. Þjóðtrúarstofa tekur einnig þátt í samstarfi við fræðimenn og í dag fer einmitt fram kennsla á háskólastigi i fyrsta skipti á Hólmavík á vegum hennar þegar meistaranemar í hagnýtri menning- armiðlun við Háskóla Islands sækja þangað fyrirlestra. „Með tilkomu Þjóðtrúarstof- unnar erum við svolítið að reyna að sveigja Strandagaldur einnig út í þessa menntatengdu ferðaþjón- ustu sem er tiltölulega nýtt hugtak og það felast í því gríðarlega mörg tækifæri til að vera með sérstök námskeið fyrir norðan, ekki bara tengd göldrum eða þjóðtrú sérstak- lega heldur margs konar námskeið sem tengjast til dæmis sagnfræði, fornleifarannsóknum og íslenskri þjóðtrú," segir Sigurður. Basknesk menningarhátíð Auk Þjóðtrúarstofunnar og Galdrasýningarverkefnisins vinna Strandagaldursmenn að verkefni sem fjallar um veru baskneskra hvalveiðimanna í Hveravík við Stein- grímsfjörð. „Við erum nú þegar komin í samband við nokkuð stóra rannsóknar- og menningarstofnun í Baskalandi þar sem verið er að búa til eftirlíkingar af litlum hval- veiðibátum Baskanna. Þeir ætla sér að sigla þeim hingað árið 2009 og koma til okkar á Strandir þar sem við munum taka á móti þeim með baskneskri menningarhátíð,“ segir Sigurður. Þá eru einnig uppi hugmyndir innan Þjóðtrúarstofu að gera út á sögur af tröllum og segir Sigurður að sér finnist tröll afskaplega heillandi. „Við sjáum fyrir okkur að öll þessi tröll sem við eigum úti um allt og allar þessar sögur geti orðið jafn- mikill iðnaður og jafnvel hvalaskoð- unin er núna. Munurinn er sá að við getum snert þessi stóru skrímsli, haldið utan um þau eða klifrað á þeim og heyrt af þeim sögur,“ segir Sigurður. Uppvakningur á Galdrasafni Þessi ógnvekjandi uppvakningur tek- urámóti gestum Galdrasafnsins. Teiknimyndasaga um galdra Galdrafárið á Ströndum hefur verið rithöfundum innblástur á und- anförnum árum og er skemmst að minnast barnabókarinnar Stranda- nornir eftir Kristínu Helgu Gunn- arsdóttur og skáldsögunnar Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur. í fyrra kom út fyrsta bindi í þriggja binda teiknimyndaseríu sem heitir Islandia á vegum forlagsins Dargaud sem er stærsta forlag teiknimynda- bóka í Frakklandi. Höfundur bókar- innar er Frakkinn Marc Védrines og sótti hann einmitt innblástur að sög- unni til Galdrasýningar á Ströndum. „Hann kom einhvern tíma á Hólma- vík og fór heim aftur ákveðinn í því að hann myndi nota þetta efni, ís- lenskan galdur og galdrahugmyndir, í næstu teiknimyndaseríu. Við höfðum ekki hugmynd um það fyrr en hann kom aftur árið 2005 eftir að hann hafði lesið það á heimasíðunni okkar að við værum að fara að opna Kotbýli kuklarans. Þá varð hann að koma til að sjá það af því að hann vantaði þann hugmyndaheim inn í bókina, hvernig leiguþýið og þetta fólk bjó. Kotbýlið er þungamiðjan í bókinni og þar búa margar söguhetj- urnar. Hann endurskapar það safn í þessari bók,“ segir Sigurður. Fjöldi erlendra ferðamanna sækir sýningar Strandagaldurs heim á ári hverju og segir Sigurður að viðbrögð þeirra séu mjög misjöfn. „Flestir erlendir ferðamenn sem koma til landsins koma út af nátt- úrunni og hafa oft ekki neinn sér- stakan áhuga á íslenskri menningu almennt. Það kemur líka til okkar mjög mikið af fólki sem hefur sér- stakan áhuga á menningu, þjóðtrú og sagnahefðinni sem er svo afar mikilvæg. Það á sérstaklega við um fólk frá Mið-Evrópu, til dæmis frá Belgíu og Þýskalandi," segir Sigurður. „Ég hef oft hugsað hvort ástæðan kunni að vera sú að þessar þjóðir eru að mörgu leyti búnar að týna þessu. Þjóðverjar eiga að vísu Grimmsæv- intýrin og það allt saman en sagna- hefðin og þessi alþýðumenning hefur orðið undir. Hún hefur aftur á móti kannski lifað hér vegna þess að við höfðum aldrei þessa hárnenn- ingu sem yfirgnæfði alþýðumenn- inguna í öðrum löndum. Sagna- hefðin á baðstofunum og þjóðtrúin hefur alltaf lifað með okkur,“ segir Sigurður Atlason að lokum.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.