blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 21
Listapósturinn
1. tbl. • 12. árgangur • 23. febrúar 2007 • 131 tbl. frá upphafi
Ný forusta í Listasafni íslands
Um næstu mánaðarmót verða forstöðumanns-
skipti á Listasafni íslands. Ólafur Kvaran lætur
af störfum og Halldór Björn Runólfsson tekur
við. Tímabil Ólafs hefur að dómi skrifara að
mörgu leyti verið ágætt. Fjöldi góðra sýninga
hefur verið settur upp f safninu og má þar til
dæmis nefna yfirlitssýningar sem mikil vinna
hefur verið lögð í. Ennfremur hafa margar
þemasýningar safnsins verið vel heppnaðar.
Rekstur Listasafns íslands er örugglega ekki
dans á rósum. Safnrýmið er allt of lítið og
takmarkar mjög möguleika á sýningarhaldi.
Fjármagnið sem safnið hefur til kaupa á nýjum
verkum er fáránlega lágt. Á þessu þarf að verða
breyting.
Skrifari hefur þó fráleitt ávallt verið ánægður
og hefur nokkrum sinnum gert athugasemdir
við sýningar safnsins. Stundum hefur honum
þótt ákveðnum aðilum hyglað á kostnað ann-
arra og safnið ekki gæta hlutleysis. Lijtasafn
íslands er þjóðlistasafn og verður auðvitað að
gæta sín. Hlutverk þess er vandmeðfarið og má
ekki felast í að halda fram gæluverkefnum.
Skrifari kann að meta gagnrýni og lítur á
hana sem vinarbragð. Á sama hátt kann hann
að meta það við Ólaf að hann hefur ekki fyrrst
þótt skrifari hafi stundum sent honum tón-
inn.
Um leið og skrifari þakkar Ólafi Kvaran
samstarf og ánægjuleg kynni á undanförnum
árum óskum við honum velfarnaðar á nýjum
starfsvettvangi.
Eins og áður sagði tekur Halldór Björn Run-
ólfsson Iistsögufræðingur við starfi forstöðu-
manns um mánaðarmótin. Halldór Björn á
nokkuð skrautlegan feril að baki. Undanfarið
hefur hann gegnt stöðu prófessors við Listahá-
skólann. Viðmælendur Listapóstsins hafa sagt
að þar hafi hann hamrað á því við nemendur
'að málverkið sé dautt, sem varla eru skynsam-
leg ummæli í ljósi þess að málverkið er alls
staðar í mikilli sókn. Á tímabili starfaði hann
sem gagnrýnandi við Morgunblaðið og þótti
heldur óvæginn. Meðal annars varð Jón Stef-
ánsson fyrir barðinu á skrifum hans. Það er því
dálítið spaugilegt að Halldór Björn skuli vera
Næsta listmunauppboS 4. mars
Næsta listmunauppboð verður haldið á Hótel
Sögu sunnudagskvöldið 4. mars. Utlit er fýrir
að þetta verði óvenju gott uppboð. Fjöldi
góðra verka hefur borist og má þar nefna verk
eftir Þórarin B. Þorláksson, Jón Stefánsson,
Mugg, Ásgrím Jónsson, Kjarval, Kristínu
Jónsdóttur, Þorvald Skúlason, Gunnlaug
Scheving, Louisu Matthíasdóttur, Nínu
Tryggvadóttur, Karl Kvaran, Jóhann Briem,
Jóhannes Jóhannesson og Einar Jónsson. Alls
verða boðin upp um 130 verk. Uppboðið
hefst klukkar 19.00 en verkin verða til sýnis í
Galleríi Fold þrjá daga fyrir uppboðið.
Breytt útgáfa Listapóstsins
Listapósturinn hefur verið gefinn út og send- verður áfram í óbreyttu formi. Listapóst-
ur áskrifendum ókeypis í pósti og með tölvu-
pósti í 11 ár og eru tölublöðin orðin 130 tals-
ins. Ákveðið hefur verið að gera breytingu á
útgáfunni og berst ritið nú til flestra lands-
manna í samvinnu við Blaðið. Vefútgáfan
urinn er gefinn út af Galleríi Fold og fjallar
um ýmislegt tengt myndlist, svo og atburði
tengda galleríinu. Það er von okkar að breyt-
ingin falli lesendum vel f geð.
orðinn helsti gæslumaður málverksins hér á
landi. Vonandi ferst honum það vel úr hendi,
en hann verður þá að láta af stráksskap sínum.
Spurning er hvort Halldór Björn sé nógu
stefnufastur og hvort hann sé ekki of tækifær-
issinnaður fyrir þessa virðulegu stofnun.
Þetta eru ekki einu fréttirnar af listasafninu.
Pétur Hafstein fýrrverandi hæstaréttardómari
hefur verið skipaður stjórnarformaður safn-
sins. Hann tók við af Knúti Bruun sem gegnt
hafði stöðunni í áraraðir. Knútur mun hafa
komið því inn í lögin um Listasafnið að stjórn-
arformaðurinn þurfi endilega að hafa sérþekk-
ingu á höfundarétti. Voru menn því að verða
úrkula vonar um að finna sjálfstæðismann sem
gæti leyst Knút af. Er þetta ekki ágætt dæmi
um endemis vitleysu sem rennur athuga-
semdalaust í gegn um Alþingi íslendinga? Væri
ekki nær að formaðurinn viti eitthvað um ís-
lenska myndlist? Álitamál um höfundarrétt
má leysa á annan hátt. Skrifari veit þó að bæði
Knútur og Pétur vita töluvert um íslenska
myndlist, svo því sé haldið til haga.
Þótt flestir séu sammála um að Pétur Haf-
stein sé sómamaður í alla staði verður ekki hjá
því komist að minnast þess að hann var örlaga-
valdur í stóra málverkafölsunarmálinu. Þar var
hann einn af fimm dómurum í hæstarétti.
Heimildir Listapóstsins herma að lengst af hafi
hann verið ákveðinn í að sakfella í málinu, en
snúist hugur. Bent er á að álitsgerðin sem
minnihluti dómsins lagði fram, hafi verið
óvenju viðamikil og vönduð og hafi upphaf-
lega verið álitsgerð meirihlutans, þangað til
Pétur skipti um skoðun.
Eitt af framtíðarverkefnum Listasafns íslands
hlýtur að lúta að því hvað á að gera við mynd-
verk sem sífellt eru að skjóta upp kollinum úr
fölsunarmálinu. Safnið verður að geta skorið
úr um hvort verk séu fölsuð eða ekki. Undan
þeirri skyldu getur safnið ekki skotið sér. Það
gæti því orðið framtíðarverkefni Péturs að
glíma áfram við fölsunarmálið og afleiðingar
þess, þó með öðrum hætti en sem dómari við
hæstarétt.
TPF
SíSustu forvöS aS skoSa tvær ágætar sýningar
Louisa Matthíasdóttir
Nú um helgina lýkur tveimur sýningum í
Listasafni íslands. Sýningarnar nefnast
FRELSUN LITARINS / REGARD FAUVE
sem er sýning á frönskum expressjónisma í
upphafi 20. aldar og JÓN STEFÁNSSON
- NEMANDI MATISSE OG KLASSÍSK
MYNDHEFÐ. Báðar sýningarnar er vel þess
virði að gera sér ferð í safnið. Þeim lýkur
sunnudaginn 25. febrúar.
BOÐSKORT
Haukur Dór sýnir í Galleríi Fold
Laugardaginn 24. febrúar kl. 15.00 opnar Haukur Dór
mólverkasýningu í Baksal Gallerís Foldar vi& Rau&arórsh'g.
Sýningin stendur til 11. mars.
Opið er í Galleríi Fold virka daga frá kl.10-1 8, laugardaga frá kl. 11-16
og sunnudaga frá kl. 14-16.
Allir velkomnir á opnunina
Haukur Dór, fæddur 1940
Haukur Dór hélt sína fyrstu sýningu á Mokka
1962 eftir fjögurra ára nám á kvöldnámskeið-
um í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Sama ár
hélt hann utan til frekara náms í myndlist, fyrst
til Edinborgar og síðan til Kaupmannahafnar.
Að námi loknu setti hann upp vinnustofu og
vann jöfnum höndum sem málari og kera-
miker.
Haukur stundaði síðan tveggja ára fram-
haldsnám í Bandan'kjunum og flutti að því búnu
til Danmerkur. Eftir margra ára búsetu þar og
árs dvöl á Spáni, sneri hann til Islands og hefur
verið búsettur hér síðan. Nú hefur Haukur alfar-
ið snúið sér að málverkinu.
A fjörh'u ára ferli hefur Haukur Dór sýnt reglu-
lega á Islandi og erlendis.
Mörg verka hans eru í opinberri eigu og á
einkasöfnum.
Listapósturinn ■ Útgefandi: Gallerí Fold, listmunasala • Rauðarársti'g 14, 105 Reykjavík ■ Sími: 551 0400 ■ fax: 551 0660 ■ Netfang: fold@myndlist.is ■ í Kringlunni, 103 Reykjavík ■ Sími: 568 0400 • Netfang: foldkringlan@myndlist.is ■
Heimasíða Gallerís Foldar og Listapóstsins er: www.myndlist.is • Ritstjóri: Tryggvi P. Friðriksson • Abyrgðarmaður: Elínbjört Jónsdóttir ■ Umsjón heimasíðu: Jóhann A. Hansen ■ Upplag: 95.000 prentuð eintök fylgja Blaðinu og 2400 rafræn
eintök, send ókeypis til áskrifenda.