blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 blaöiö bilar@bladid.net UR BILSKURNUM Trulli ekki sattur Ralf Schumacher hefur lyst þvi yfir aö hann se mjog anægöur með nýja Formúlu 1 bíl Toyota, TF107. Jarno Trulli hefur ekki gengið eins vel með sinn bíl og er enn óákveðinn en bjartsýnn á framhaldið. Fyrsta keppni ársins fer fram í Ástralíu þann 18. mars Reynsluakstur Isuzu D-Max 3,0 Meira fyrir minna • Ábyrgðin gildir í 7 ár eða fyrir 150.000 km akstur • Sú ábyrgð gildir á vél, gírkassa og drifrás • Alábyrgð bilsins gildir í 5 ár • Eiganda er skylt að færa bílinn til skoðunar á 15.000 km fresti eða einu sinni á ári • Bíllinn er til sýnis hjá Kia í Reykjavík, Reykjanesbæ, á Akureyri, Selfossi og Reyðarfirði á laugardag og sunnudag. X5 á undan lóunni Ný kynslóð BMW X5 er fyrr á ferðinni hérlendis en til stóð og verður sýnd í B&L um helgina. Bíllinn er stærri og veglegri en eldri kynslóðin. Einnig er í bílnum nýtt drifkerfi og nýjar vélar. • X5 átti ekki að koma til landsins fyrr en í apríl • Hann var fyrst sýndur I Bandaríkjunum í janúar en verður sýndur í Evrópu með vorinu • X5 er smíðað- ur i Spartanburg í Suður-Karólínu Bannaö að vera á sumardekkjum I Þýskalandi hefur nu verið hert á lögum um vetrarhjólbarða og nú er öllum bílum skylt að vera á vetrarhjólbörðum yfir vetrarmánuð- ina. Bílstjórar sem keyra á sumar- dekkjum geta verið sektaðir um allt að 40 evrum. Eftir Einar Elí Magnússon einareli@bladid.net suzuhefurímörgárframleittpall- bíla sem hafa þótt góðir vinnubíl- ar og þokkalegir í akstri. Einn góðan veðurdag datt einhverjum í hug að hægt væri að gera betur og árið 2004 kom Isuzu D-max íyrst á markað. Hann uppfyllti öll skilyrði sem eldri bílarnir gerðu en að auki voru í honum ýmis nútímaleg þægindi. Helsti gallinn við þann bíl var hávær dísilvéhn sem gerði samræður ökumanns og farþega nánast ómögulegar. Bíllinn sem hér er fjallað um er önnur kynslóð D-max með nýrri, stærri og lágværari vél. Að utan Bíllinn hefur fengið smá andlits- lyftingu og verður að segjast að hún hafi verið til góðs. Línur eru skarp- ari og ákveðnari og bíllinn er örlítið grimmilegri en áður. Smáatriði á borð við minna grill, öðruvísi skurð á framlugtum, stefnuljós á speglum, stærri framsvuntu og breitt og lágt loftinntak á vélarhlífinni gera bíl- inn mjög nútímalegan og aðlaðandi. Nýr D-Max er 4 sentimetrum lengri en sá gamli en engu að síður er pallurinn í styttra lagi, eða 138 sentimetrar. Vinsælt er að bera bíl- inn saman við Toyotu Hilux en pall- urinn á honum er 152 sentimetrar. D-Max erþó aðeins 10 sentimetrum sty ttri en Hilux þannig að fyrir fram- an pall er hann ögn lengri. Lengd á milli hjóla er D-Max í hag, eða 305 Skoda selur yfir hálfa milljón Árið 2006 var metár hjá Skoda, þrátt fyrir að sala í Mið-Evr- ópu gengi ekki sem best. Bílaframleiöandinn, sem er stærsti útflytjandi Tékklands, seldi 549.667 bíla á árinu en framleiddi rúmlega 6.000 fleiri. Söluaukningin nam 11,7 prósentum. sio ara ábyrgö á cee'd Um helgina verður Kia cee’d frum- sýndur hérlendis. Til stórtíðinda telst að bíllinn er nú í boði með 7 ára ábyrgð í stað 2-3 ára eins og almennt tíðkast. Reynsluakstur Nutimalegur og aðlaðandi Nýr Isuzu D-Max lítur vel út, bæði á pappír og í eigin persónu. Isuzu D-Max 3,0 dísil mig einna mest við bílinn útíitslega voru mælaskífurnar. Þær eru mjög þægilegar aflestrar, stílhreinar og fal- legar, ekki síst þegar ekið er í myrkri. Sæti eru ágætlega þægileg en mættu vera stillanlegri á fleiri vegu, ekki síst bílstjórasæti. Aftursætin virka nokkuð þægileg, miðað við aftursæti í pallbíl, og fótarými aft- ursætisfarþega er hreint ekki svo slæmt. Miðstöðin er eins einföld og hægt er og fyrir ofan hana og útvarpið eru hnappar í mælaborðinu til að skipta á milli afturhjóla- og fjórhjóladrifs og setja í lágt drif. snúningum en sé hann settur á hærri snúning verður hann fljótlega frekar hávær. Þó ekki eins og áður. Stýri er létt og þægilegt og bíllinn lætur vel að stjórn. Fjöðrunin er samansett af flexitorum að framan og blaðfjöðrum að aftan. Tómur er bíllinn því mjúkur að framan og stíf- ur að aftan. Svo sem dæmigert fyrir pallbíla og ekkert til að vera hissa á. Búnaður og öryggi Auk 3ja lítra vélarinnar er hægt að fá 136 hestafla 2,5 lítra dísilvél í D-Max. Þá er einnig boðið upp á 5 gíra handskiptingu í stað 4 þrepa sjálfskiptingar. Frábært verð án þess að gefa keppi- nautum mikið eftir, vél og skipting vinna vel saman, mikil burðar- og dráttargeta. Pallur í styttra lagi, vél enn þá hávær á miklum snúningi, dæmigerð pall- bílaheilkennl í fjöðrun og aftursæti. 3,0 lítra 4 strokka dísilvél meö forþjöppu og millikæli • 163 hestöfl • 360 Nm • 4 þrepa sjálfskiptur m. háu og lágu drifi • Pallur 138x152,5 cm • Burðargeta 1030 kg • Dráttargeta 3 tonn • Eyðsla 6,5-91/100 km • 2 árekstrarpúðar • ABS • EBD • Verð: 2.790.000 • Umboð: Ingvar Helgason á ákveðnum hraða við það að setja rúðuþurrkurnar á. Mjög sniðugt. Niðurstaða Isuzu D-Max er kannski ekki • Sé hægt að rekja umferðaróhapp I Þýskalandi til sumarhjólbarða getur eigandi þess bils setið uppi með megnið a( tjónskostnaðinum • Áður var nóg að setja vetrardekkin undir ef líkur voru á snjó eða hálku C-Crosser sýndur Citroén C-Crosser, sem kemur einnig til með að heita Peugeot 4007, verður frumsýndur á bíla- sýningunni í Genf í næsta mánuði. Frakkar bíða hans spenntir, enda í fyrsta sinn sem þarlendur sport- jeppi lítur dagsins Ijós._____ • Bílasýningin í Genf stendur frá 8. til 18. mars • C-Crosser er hannaður af Citroén en framleiddur í Japan af Mitsubishi • C-Crosser sækir töluvert af tækni sinni til Mitsubishi Outlander • Bíllinn verður fáanlegur með sjö sætum sentimetrar á móti 285. Það er ótví- ræður kostur fyrir þá sem hugsa sér að nota bílinn sem jeppa. Þrátt fyrir minni pall ber D-Max- inn meira og dregur sömuleiðis meiri þyngd. Að innan Mælaborðið í bílnum hefur verið endurhannað og að mínu viti hefur það skánað til muna. Það sem heillaði www.europcar.is Akstur Bíllinn sem var prófaður er með 3,0 lítra dísilvél, forþjöppu, milli- kæli og 4 þrepa sjálfskiptingu. Skipt- ingin kom vel út úr prófuninni, var yfirleitt að gera góða hluti. Mótorinn hefur verið uppfærður frá fyrri útgáfu, er nú 163 hestöfl í stað 130 áður, en er á sama tíma lág- værari og eyðslugrennri. Á 100 km hraða malar hann létt í um 2.200 Af staðalbúnaði má nefna tvo árekstrarpúða, rafmagn í öllum rúð- um, loftkælingu, halogen-framljós, kastara í framstuðara, ABS-hemla- kerfi, EBD-bremsujöfnun og 16” álf- elgur. Loks er í bílunum skriðstillir sem stýrt er með rofum í rúðuþurrku- stönginni. Áður en það er hægt þarf samt að kveikja á honum með rofa vinstra megin við stýrið. Það kemur í veg íyrir að maður festi bílinn óvart stærsti pallbíllinn sem stendur kaupendum til boða, eða með mest- an aukabúnað. Hann gerir hins vegar það sem hann á að gera afskap- lega vel, og í raun er mjög lítið hægt að setja út á hann, sérstaklega ef horft er á verðið. Bíllinn er í boði með 35” breyt- ingu á svipuðu verði og helstu keppi- nautar hans kosta óbreyttir og því er D-Max spennandi kostur sem jeppi. Upplifðu - Bílaleigubílar um allan heim M j Pantaðu bíiinn hjá Europcar i áður en þú leggur af stað Við erum í 170 Iðndum. Upplýsingar og bókanir i síma: 565 3800 europcar@europcar.is Europcar ÞU LEiGIR MEiRA EN BARA BÍL. Wýr Cayenne frumsýndur um helgina: Stútfullur af nýjungum Um helgina frumsýnir Bílabúð Benna nýja línu af Porsche Cayenne- sportjeppanum. Bíllinn er hlaðinn nýjungum og líklega koma stærri vélar til með að gleðja flesta væntanlega kaupendur. I Cayenne er nú komin 290 hestafla 3,6 lítra vél, 385 hestafla 4,8 lítra vél í Cayenne S og 500 hestafla 4,8 lítra vél í Cayenne Turbo. Af öðrum nýjungum má nefna beina bensínsinnsprautun í bruna- hólf, í stað innsprautunar í sogport. Þetta ásamt nýjum kambási eyk- ur afl vélanna og minnkar eyðslu. Þá hefur loft- mótstaða verið minnkuð umtals- vert og hægt er að fá bílinn með sjálfvirkri hallastjórn- un sem kemur í veg fyrir að bíllinn halli í beygjum í venjulegum akstri. Sami búnaður gerir fjöðrunina slaglengri í torfærum en malarakst- urs- og torfæruhæfni Cayenne hefur komið mörgum á óvart. Hægt er að skoða bílana og fræð- ast um þessar nýjungar og margar fleiri í Bílabúð Benna um helgina. Sekt fyrir að skilja DÖrnin eftir „Bílar eru ekki barnfóstrur/' sagði banda- rískur barnalæknir við þarlenda sam- göngunefnd í tilefni nýs frumvarps sem liggur fyrir þinginu. Verði frumvarpið samþykkt verður lögreglu heimilað að sekta foreldra um 25 Bandaríkjadali, skilji þeir börn sín ein eftir í bíl. Frá 1998 hafa 320 börn dáið í Bandaríkjunum úr ofhitnun eftir að hafa verið skilin ein eftir í bíl. Fyrir utan hættu af hitamyndun og rafmagns- rúðum býður það heim þeirri hættu að bílnum eða barninu sé stolið, keyrt sé á bílinn eða að barnið komi bílnum óvart á hreyfingu. í Kansas eru þegar i gildi lög sem gefa lögreglu kost á að kæra foreldra fyrir vanrækslu við þessar kringumstæður.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.