blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 blaöiö Áttu von á gestum? í NAUTI ERUM VIÐ BESTIR GRENSÁSVEGI 48 • SÍMI 553 1600 INNLENT SAMRAÐ OUUFELAGANNA Vilja höfða mál Á annað hundrað einstaklingar sem skiluðu inn kvittunum fyrir bensín- og olíukaupum til Neytendasamtakanna vilja höfða mál gegn olíufélögunum vegna ólöglegs samráðs, samkvæmt Jóhannesi Gunnarssyni, formanni Neytendasamtakanna. Fundað verður með lögmanni samtakanna I næstu viku og þá ákveðið hvert næsta skref verður I málinu. Breska varnarmálaráöuneytið: Harry prins til íraks Harry í skýjunum Segull fyrir sjálfsvígssprengjumenn Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Breska varnarmálaráðuneytið stað- festi í gær að Harry, yngri sonur Karls Bretaprins, verði sendur til íraks með herdeild sinni á næstu mánuðum. Harry verður fyrsti meðlimur bresku konungsfjölskyld- unnar sem sendur er á stríðssvæði frá því að Andrew, bróðir Karls Bretaprins, var þyrluflugmaður i Falklandseyjastríðinu árið 1982. Margir hafa bent á þá auknu hættu sem vera Harrys í Irak hafi í för með sér og að flokkur Harrys kunni að verða sérstakt skotmark uppreisnar- manna í landinu. Harry er hluti af Hinni bláu og konunglegu herdeild sem heldur til íraks í maí og júní og mun starfa í írak um hálfs árs skeið. I yfirlýsingu frá ráðuneytinu kemur fram að prinsinn muni gegna hefð- bundnu hlutverki flokksforingja. Hann mun stýra fjórum vopnuðum eftirlitsfarartækjum, hverju með þriggja manna áhöfn. Farartækj- unum er iðulega lýst sem „augum og eyrum“ herliðsins. Talsmaður ráðuneytisins segir ákvörðunina um að senda Harry til Iraks hafa verið hernaðarlegs eðlis og að konungsfjölskyldan hafi stöð- ugt verið með f ráðum. Ráðuneytið veitti ekki frekari upplýsingar um hlutverk og staðsetningu Harrys í frak, þar sem slíkar upplýsingar myndu bjóða hættunni heim. Ákvörðunin þykir umdeild og segir heimildarmaður breska dagblaðsins The Guardian innan breska hersins hana vera martröð út frá öryggissjónarmiði. „Harry mun verða segull sem dregur að sér sjálfsvígssprengjumenn. Með því að fara til fraks setur hann sjálfan sig í hættu, auk allra þeirra sem starfa nærri honum.“ Þessi sami heimildarmaður segir þó að herinn hafi fundið nægilega örugga leið til að senda Harry á stríðssvæðið. Prinsinn útskrifaðist úr Kon- unglega herskólanum í Sandhurst á Bretlandi í apríl á síðasta ári og uppfyllti kröfur til að gegna hlut- verki flokksforingja í október síðast- liðnum. Liðsmaður í herdeild Har- rys sagði prinsinn vera í skýjunum yfir að fá að fylgja félögum sínum til f raks. Félagar hans í herdeildinni hafa kallað prinsinn „Troop Comm- ander of Wales“, með tilvísun í opin- beran titil Harry, Prins af Wales. í viðtali sem tekið var á sfðasta ári sagðist hann vera staðráðinn í að fara á vettvang til að þjóna landi og þjóð. „Það kemur ekki til greina að dröslast í gegnum þjálf- unina í herskólanum við Sandhurst til þess eins að sjá á eftir félögum mínum til fraks til að berjast fyrir land og þjóð.“ Þá hefur hann kraf- ist þess að hann fái ekki að njóta einhverra forréttinda, einungis sökum þess að hann sé meðlimur konungsfjölskyldunnar. Harry er 22 ára og þriðji í röðinni til að erfa krúnuna á eftir Karli föður sínum og Vilhjálmi bróður sfnum. Tilkynningin um að her- deild Harrys verði send til íraks, kemur degi eftir að Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, tilkynnti að breskum hermönnum f f rak yrði fækkað úr 7.100 í fimm þúsund á næstu mánuðum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.