blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 28

blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 28
28 FOSTUDAGUR 23. FEBRUAR 2007 íþróttir ithrottir@bladid.net Skeytin Arséne Wenger hefur ekkiunnið Meistaradeild- ina en það hef ég og þvi hlýt ég að vera ofar á lista bestu þjálfara. Þessi orð lét Jose Mourinho, þjálfari Chelsea, falla við breska blaðamenn en skammt er síðan Wenger sendi honum tóninn og sagði Mourinho standa og falla með milljörðum eig- anda þeirra bláklæddu. Verður for- vitnilegt að fylgjast með um helgina þegar lið þeirra tveggja mætast í úr- slitum deildabikarkeppninnar. AshleyColelékleik meðvaraliðiChelsea ásamatímaogað- aUiðið tók á móti Porto í Portúgal. Gæla menn nú við að Cole verði klár fyr- ir leikinn gegn Arsenal um helgina og þurfa þess með því John Terry fyrirliði er úti vegna meiðsla. Eitthvað virðist glaðna til hjá Valenciu þessa dagana. Liðinu gengur vel í deildinni og spútniklið Inter Milan náði imMh ekki betri úrslitum en jafntefli í leik liðanna á Ítalíu í Meistaradeildinni. Kannski verða það Spán- veijarnir sem setja punkt- inn aiítan við glæsilegt gengi Inter í vetur í næsta leik en Inter hef- ur ekki tapað leik síðan í september. Itölsk blöð telja víst að Dida muni ekki standa lengi milli stanganna hjá Milan enda sættir hann sig ekki við launalækk- un þá sem í boði er fyrir lengri samning. Rússneska undrabarnið Igor Akinfeev er talinn líklegur arffaki en hann hefur spilað yfir 170 leiki með CSKA Moskvu og landsliði sínu þrátt fyrir að vera nýkominn á sjálfræðisaldur. Manchester City er næsta knattspymuliðið sem selt verður fjárfestum. Eru þegar yfirstandandi viðræður um kaup fjársterkra aðila á þeim hlutum sem til sölu eru. Hvort um marga fjárfesta eða milljarðamær- inga er að ræða liggur ekki fyrir. Lítið fer fyrir metnaði hjá Newc- astle. Besta dæmið um að klúbburinn sem lengi vel var á mörkum þess að verða einn af þeim stóru í Bretlandi er á niðurleið er að forráða- menn félagsins leita ekki lengur að nýjum leik- mönnum á alþjóðlegum vettvangi heldur láta sér nægja að skoða efnilega leikmenn West Brom. 'K' ÞU I FORM NÚNA! Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Vinsældir knattspyrnu víða um heim eru slíkar að allir forráðamenn stærri knattspyrnuliða geta hallað sér aftur og valið í rólegheitum úr umsóknum þeirra sem áhuga hafa að auglýsa á búningum félaga þessa dagana. Um milljarðatekjur getur verið að ræða í stærstu tilfellunum. Feitir samningar Samantekt leiðir í ljós að ekki berjast markaðsmenn minna um gróðavænlega auglýsingasamn- inga á búningum félaganna en leik- menn sjálfir inni á vellinum. Út- skýrir það hvers vegna vart líður ár milli þess sem búningar og auglýsingar & framan á þeimbreyt- ast enda græða félögin reiðinnar býsn á hvoru tveggja. Það er Manc- hester United sem státar af hagkvæmasta samningnum þessa leiktíðina. Tryggingafyrirtækið bandaríska, AIG, greiðir 1,8 milljarða króna árlega fyrir þá auglýsingu sem nú prýðir búninga liðsins. ítalska olíu- fyrirtækið Tamoil greiðir Juventus 1,6 milljarða fyrir sínar auglýsingar og þriðji verðmætasti samningurinn er milli Bayern Miinchen og fjarskipta- fyrirtækisins Deutsche Telekom sem metinn er á 1,5 milljarða króna. Níska hjá Pireili Stórliðin Chelsea og Real Madrid koma þar næst. Samningur Chelsea við kóreska rafeindarisann Sam- sung færir Tjöllunum rúmlega 1,4 milljarða á hverju ári. þeirra frá Kfna, BenQ, eru aðeins nískari en þeir greiða tæplega 1,3 milljarða fyrir sitt merki á bún- ingum Real Madrid. Nískari er þó forseti og eigandi Inter Milan en hann er einnig að- aleigandi dekkjarisans Pirelli sem undarlegt nokk auglýsir ávallt á bún- ingum liðsins. Greiðir hann sjálfum sér rétt rúmar 600 milljónir árlega. Hið enska Arsenal á líklega heima mun ofar á listanum en ekki hefur fengist uppgefið hvað Emirates-flug- félagið greiddi fyrir auglýsingar sínar á búningum liðsins í vetur. Það er allavega ekki minna en sfma- fyrirtækið O2 greiddi síðasta vetur sem voru 513 milljónir. Frítt hjá Barcelona Þá er eðlilegt að spyrja af hverju Evrópu- og Spánarmeistara Barcel- ona er hvergi að finna á listanum. Ástæða þess er sú að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna auglýsir frítt á búningum þeirra en Barca hefur aldrei leyft auglýsingar á búningum sínum gegnum tíðina. I/iá hynnum vinsæiasta iíkamsræktar spjaiivnf iandsins til sögunnar vaxtarvurur. is Sén/ersiun með sUíjjW- fæðubútarefni Félag Fyrirtæki Verðmæti Manchester United AIG 1,8 milljarður Juventus Tamoil 1,6 milljarður Bayern Munchen T-Com 1,5 milljarður Chelsea Samsung 1,4 milljarður Real Madrid BenQ 1,3 milljarður Borussia Dortmund E-On 1,1 milljarður Lyon Renault 1,0 mllljarður Bayer Leverkusen RWE 853 milljónir AC Milan Opel 806 milljónir Schalke Victoria 678 milljónir Liverpool Carlsberg 655 milljónir Ajax ABN-Amro 632 milljónir Inter Mllan Pirelli 600 milljónir Arsenal 02 515 milljónir Porto PT 505 milljónir Eiður sá sem best þekkir Liverpool 1 leikmannahópi Barca: Fékk aðeins tíu mínútur rnMii Vaxtakvökur Kaplahrauni 19, Hfj. S: 565-9595. Opið 13-19 virka daga -12-16 lau. Nokkra athygli vakti sú ákvörðun Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, að nota Eið Smára Guð- johnsen ekki meira í leik liðsins gegn Liverpool í vikunni. Eiður þekkir manna best enska boltann af leikmönnum Barca en hollenski þjálfarinn kaus að nota argentínsku kanínuna, Javier Saviola, að mestu í staðinn. Savi- ola setti lítið mark á leikinn og skapaði sér engin stór tækifæri en reyndar spilaði spænska Iiðið allt af áhuga- og metnaðarleysi og því komu úrslitin fáum á óvart er fylgdust með. Eiður Smári virðist ekki falla í kramið hjá stuðningsmönnum suður frá. Samkvæmt könnun spænska blaðsins Sport fyrir leik- inn voru 57 prósent stuðnings- manna sammála Rijkaard um að Saviola ætti að vera í byrjunarlið- inu. 29 prósent vildu sjá Messi fremstan og aðeins 14 prósent töldu Eið besta kostinn. HordMotos/AFP

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.