blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 16
Ekki englar Ásgeirs Kolbeins
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
Þær Ragnhildur Magnúsdóttir og
Helena Efemía Snorradóttir eru
2/4 hlutar Sirkus Reykjavík-þáttar-
ins sem nú er kominn aftur í loftið.
Þær eru metnaðarfullar varðandi
þáttinn og segja umtal um hann á
villigötum. Blaðið spjallaði við þær
stöllur yfir kaffibolla.
„Þetta er fyrst og fremst þáttur
um menningu og það sem er að
gerast í Reykjavík. Ekki endilega
allir stórviðburðirnir sem fá sína
hefðbundnu auglýsingaherferðir,
heldur reynum við að vera frumleg
í efnisvali og fjalla um fjölbreytta
viðburði,“ segir Ragnhildur.
„Já, við reynum að vera með þessa
jaðarmenningu sem ekki allir eru
upplýstir um. Það er svo margt að
gerast hérna sem fær ekki nægilega
umfjöllun. Þar komum við inn.
Annars er vert að minnast á að þátt-
urinn er nú sýndur klukkan átta á
föstudögum," bætti Helena lúmskt
við.
Þær stöllur hafa mismikla
reynslu af fjölmiðlum, en eru þó
báðar hámenntaðar.
„Ég er 32 ára stjórnmálafræð-
ingur, útskrifaðist frá háskóla í San
Francisco. Þá vann ég á verðbréfa-
markaði-í Bandaríkjunum og rak
nýsköpunarfyrirtæki hérna heima.
Einnig hef ég töluverða reynslu af
útvarpi og starfa nú einnig sem
þáttagerðarmaður á Bylgjunni,"
segir Ragnhildur.
„Ég er 23 ára Garðbæingur og er
i meistaranámi í lögfræði við Há-
skólann í Reykjavík. Með því er
ég síðan í starfsnámi í Landsbank-
„Það var eins og við væmm
Charlie’s Angels í kríngum
Ásgeir og það er kolröng
ímyndþví hún er svo fjarrí
veruleikanum og þættinum
sjálfum
anum, ásamt sjónvarpsvinnunni.
Annars er sumarið nokkuð óráðið
enn þá,“ bætti Helena við.
„Þátturinn hefur verið umtalaður
á röngum forsendum,“ segir Ragn-
hildur. Hún segir einnig að áhorf-
endur séu engir kjánar.
„Það má ekki vanmeta áhorf-
endur. Fólk er ekki fífl. Stundum
virðast heilu þættirnir ganga út á
að éta pitsur og drekka kók. Ungt
fólk tekur ekki endalaust við svo-
leiðis froðu og það er að sýna sig í
áhorfi. Þó svo okkar þáttur sé ekki
neinn 60 minutes þá reynum við
að halda fagmannlegum standard
og einblína á viðmælendurna og
málefnin frekar en þáttastjórnend-
urna sjálfa.“
„Með nýjum mannskap koma
nýjar áherslur og við erum að reka
af okkur ákveðið slyðruorð sem
ímynd þáttarins hafði á sér,“ segir
Helena.
„Kynningin á þættinum var ekki
mikil en hún gekk svolítið út á að
þetta væri Ásgeir Kolbeins og ,stelp-
urnar’. Það var eins og við værum
Charlie’s Angels í kringum Ásgeir
og það er kolröng ímynd því hún
er svo fjarri veruleikanum og þætt-
inum sjálfum. Ásgeir er auðvitað
bara venjulegur piltur og ekkert
upp á hann að klaga. Stundum
verður bara allt sem hann tengist
svo afbakað, því miður. En við
erum alveg sjálfstæðar konur og
með sjálfstæð efnistök sem við
reynum að miðla af bestu getu til
áhorfandans án einhverra gelgju-
stæla. Við erum ekki að setja okkur
í einhverjar stelpustellingar. Ég
held að konur hafi ekki einungis
áhuga á að horfa á innslög um tísku
og förðun. Við reynum að hafa
þetta sem fjölbreyttast og fjalla um
málefnin af virðingu. Við viljum
láta taka okkur alvarlega án þess
að þetta sé einhver sérstakur fem-
ínistaþáttur,“ ítrekaði Ragnhildur
í lokin.
FLESTUM eru ljós úrslitin í Euro-
vision á dögunum. Fyrir þá sem
misstu af þeim þá varð Eiríkur
Hauksson í fyrsta sæti og Frið-
rik Ómar lenti í öðru sæti. Þeir
sem sáu útsendingu Sjónvarps
tóku væntanlega eftir því að
Friðrik er mikill keppnismaður
og var ekki par
sáttur við hlut-
skipti sitt. Ku
fýlan vera
langvinn,
því fregnir
herma að nú
sé pilturinn
kominn í fjöl-
miðlafrí...
Sveinn Waage
swaage.blog.is
STJÓRN Bændasamtakanna,
sem eru eigendur Hótels Sögu,
hafa nú blásið af hina marg-
umtöluðu klámráðstefnu sem
halda átti þar í byrjun mars. Er
ástæðan siðferðisleg og lýsir að-
gerðin vanþóknun á þeirri starf-
semi sem hópurinn stendur fyrir,
segir i tilkynningu. Fullyrða má
að þetta sé ákveðin þversögn, í
besta falli, því hótelið býður jú
upp á klámmyndir í sjónvarps-
kerfi herbergjanna...
...og meira klám...
Niður með lýðræðið. Sekur áður
en þú brýtur af þér, sekur áður en
sekt er sönnuð. Fínt ef hægt er að
knýja fram lausn sinna hugðarefna
með þjóðarhysteríu. Hvernig væri
að fara að eyða allri þessari orku
i að leiðrétta það sem miður fer
hérna heima? Næst skulum við vísa
tæknimönnum Cisco frá þar sem
þeir búa til vélbúnað sem gerir klám-
framleiðendum kleift að dreifa því
um internetið. Eða jafnvel framleiö-
endum DVD-spilara, hvers vegna að
hætta þar, lokum raftækjaverslunum
þvíþær selja tæki sem hægt er að
nýta til að horfa á klám. Hvers vegna
eru allir hættir að væla um Bleikt
og blátt? Erþað ekki kiám/erótík?
Hræsni og ekkert annað."
Don E
nagiinn.blog.is
16
FOSTUDAGUR 23. FEBRUAR 2007
folk@bladid.net
HEYRST HEFUR
ÁHORFIÐ á X-Factor-þáttinn á
Stöð 2 þykir afleitt, þó sérstak-
lega ef miðað er við undanfara
hans, Idol-Stjörnuleit. Nú eru
uppi kenningar um að ráðamenn
þáttarins hafi verið svo örvænt-
ingarfullir að þeir hafi beðið
Höllu Vilhjálmsdóttur um
að láta sjá sig með Jude Law til
þess að auka áhorfið á þættina,
en Halla er einmitt kynnirinn í
X-Factor. Og þar sem Halla er jú
aðeins mann-
leg, þáði hún
boðið. Varla
hitti hún
leikarann
fyrir tilviljun?
Afganginn
þekkja
síðan
allir...
HVAÐ Munu framsóknarmenn nýta
FIT^NST sér klámrásir á Hótel Sögu?
f „Nei, ég held að búsældarlegar framsóknarkonur séu
■*" betri kostur en horrenglur úr sjónvarpinu!"
Sjonvarpsskvisur
Þær Ragnhildur og
Helena vilja láta taka
sig alvarlega BlaDMyþór
blaðiö
Helga Sigrútt Haröardóttir, skrifstofu-
stjóri þingflokks Framsóknarflokksins
Framsókn mun halda flokksþing á Hótel Sögu í mars. Mikil umræða
hefur skapast I kringum klámráðstefnuna sem halda átti á sama stað
á svipuðum tíma. Hún hefur verið blásin af, en Hótel Saga býður gest-
um eftir sem áður upp á klámrásir á hótelherbergjum sínum.
BLOGGARINN.
Enn af klámi...
„Vissir femínistar hafa farið mik-
inn undanfarið og ekki var þessi
ráðstefnu-uppákoma til þess að
kæla þau niður. Á svona stundum
virðist sem allar röksemdir taki sér
skáldaleyfi sem fer út fyrir alla skyn-
semi. Sorry folks, en „I tyrens tegn“
og „Debbie does Dallas“ hafa ekkert
meö kynferöisofbeldi gegn börnum
og þrælahald að gera. Eru þessar,
áreiðanlega vel meinandi konur, ekki
að átta sig á því að hinn venjulegi
sæmilega þenkjandi Islendingur
gleypir ekki við öllu og á endanum
lokar hann eyrunum og setur strax
upp vantrúargleraugun þegarþær
hefja upp raust sína. Það hlustar
enginn til lengdar á fólk sem er ekki
málefnalegt."
Svcrrir Einarsson
Hcrmann Jónasson
Gcir Harðarson Bryndís Valbjamardóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
KLstur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Su doku
3 6 9 5
5 8 1
7 6 8 3
6 9 5 7 1 8 2
2 9 7 5
8 1 3
3 6 7
1 4
1
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrír í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers niu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
HERMAN
eftir Jím Unger
4-?8 Q LauaFtngSfock intcmatioral Inc^thst by Umcd .Vcd a. 2004
Fyrirgefðu mér. Ég hef ekki hlegið
svona mikið í marga mánuði.