blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 blaöið Kínverjar undirbúa Sumarólympíuleikana í Peking árið 2008: Framkvæmdir sem bera merki Leikvangar tilbúnir til keppnishalds fyrir lok ársins ■ Bannað að blóta og hrækja á götum borgarinnar Á Torgi hins himneska friðar í miðborg Peking, höfuðborg Kína, er stór klukka sem telur niður sek- úndurnar fram að setningu Sumar- ólympíuleikanna í borginni áttunda dag áttunda mánaðar ársins 2008, klukkan átta mínútur yfir átta að kvöldi. Talan átta er oft tengd við velmegun í kínverskri þjóðtrú. Þó að enn séu rúmlega fimm hundruð dagar til stefnu gætir undirbúnings leikanna alls staðar í borginni og bera framkvæmdirnar allar skýr merki um ört vaxandi sjálfstraust kínversku þjóðarinnar. Allt frá því að Alþjóðaólympíu- nefndin ákvað árið 2001 að Ólymp- íuleikarnir skyldu fara fram í Pek- ing árið 2008 hafa borgaryfirvöld unnið hörðum höndum að því að leggja sitt á vogarskálarnar til að leikarnir verði þeir bestu frá upp- hafi. Kínverjar hlakka langflestir mikið til leikanna og segja þá vera vítamínsprautu í þeirri viðleitni Kín- verja að efla hagkerfið enn frekar og nútímavæða höfuðborgina. Utan Kína hafa hins vegar heyrst raddir meðal meðlima ýmissa pólitískra og trúarlegra samtaka sem hafa lýst yfir óánægju með að Peking hafi hlotnast sá heiður að halda leikana, vegna mannréttindabrota stjórnvalda og lýðræðishalla. Aðrir segja hins vegar að leikarnir muni Atli ísieifsson Skiiíarum Ólympíuleikana Fréttaljós atliiía>bladid.r opna kínverskt samfélag og vonast til að arfleifð leikanna verði ekki einungis nýir leikvangar, verðlauna- gripir og flugeldasýningar, heldur einnig breytt hugarfar stjórnvalda í garð kínversks almennings. heilsa Jk -hafdu þatí gott UÐ-AKTIN eXTRA Glucosaminc & Chondroitin 60 tötlur Nýbyggingar og endurbætur Kínversk stjórnvöld hafa varið miklum fjárhæðum i byggingu og endurbætur á fjölda íþróttaleik- vanga í og í kringum höfuðborgina. Stjórnvöld líta á leikana sem tæki- færi til að bæta ímynd Kína í alþjóða- kerfinu og sýna þjóðum heims að Kína sé fullfært um að standa fyrir jafn umfangsmiklum atburði og Ólympiuleikum. Ætlað er að andvirði um þrjú þús- und milljarða króna verði varið í undirbúning leikanna. Þar af er rúm- lega hundrað milljörðum varið í að lífga upp á borgina sjálfa. Xu Bo, for- maður undirbúningsnefndar Ólymp- íuleikanna í Peking, segir að næstu tólf mánuðir undirbúningsins séu gríðarlega mikilvægir ætli Kínverjar sér að halda bestu Ólympíuleika sög- unnar eins og stefnt er að. Ekki nóg með að verið sé að byggja heilt Ólympíuþorp, heldur ná fram- kvæmdirnar í borginni einnig til lestar- og neðanjarðarlestarkerfisins og vinna borgaryfirvöld nú að lagfær- ingu rúmlega fjörutíu mikilvægra stofnbrauta auk fjölmargra annarra vega í borginni. Áuk þess standa nú yfir framkvæmdir við að stækka al- þjóðaflugvöll borgarinnar og voru heimsfrægir arkitektar fengnir til að hanna nýbyggingarnar. Kínverjar vonast jafnframt til þess að hægt verði að bæta og hreinsa óhreint andrúmsloft borgarinnar. Ætlunin er að hreinni orkugjafar verði notaðir og er meðal annars stefnt að því að níutíu prósent stræt- isvagna borgarinnar muni ganga fyrir hreinni orku við upphaf leik- anna. Þá hefur verið tilkynnt að öll strætisvagnaskilti í grennd við Ólympíugarðinn muni ganga fyrir sólarorku. Þeir íbúar sem hvað ósáttastir voru og mótmæltu mest höfnuðu sumir hverjir í fangelsi. Byggingar fjarlægðar Undirbúningur leik- anna sem framundan eru hefur gengið mjög vel og mun betur en í Grikklandi fyrir leikana árið 2004. Skipuleggj - Heldur liöunum liöugum! heilsa m -haföu þa& gott ÓLYMPÍULEIKARNIR í PEKING 2008 Setningarhátið: 8. ágúst Lokahátíð: 24. ágúst Þátttakendur: 10.500 manns Keppnisgreinar: 302 endur leikanna sögðu nýverið að allir leikvangar sem verða notaðir á leikunum og nú eru í byggingu, verði tilbúnir til keppnishalds á síðari hluta þessa árs. Um tuttugu þúsund hús, meðal annars í elsta hluta borgarinnar, hafa verið gerð upp, hreinsað hefur verið til í fátækrahverfunum og garðar búnir til. Áætlað er að um 300 þúsund íbúar borgarinnar hafi verið fluttir til, fjölmargir nauðugir, þegar byggingar voru eyðilagðar. Áðgerðirnar voru af mörgum taldar ólöglegar og hafa ýmis mannrétt- indasamtök mótmælt aðgerðunum. Loforð um aukið frelsi Stjórnvöld í Kína gáfu Al- þjóðaólympíunefndinni lof- orð um umbætur á sviði mannréttindamála og á frelsi fjölmiðla þegar ljóst var að leikarnar myndu fara fram í Peking. Frá og með næstu áramótum munu stjórnvöld veita erlendum fjölmiðlum meira frelsi en áður hefur undirbúningsnefndum Ólympíuleik- anna í Sydney árið 2000 og heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu í Suður-Kóreu og Japan árið 2002. KÍNA Höfuðborg: Peking Ibúafjöldi: 1.300.000.000 Landsvæði: 9.596.960 km2 Forseti: Hu Jintao þekkst í land- inu. Þó að þetta aukna frelsi verði afturkallað frá og með október 2008 eru vonir bundnar við að skref í átt að frekari frelsisvæðingu verði óumflýjanleg fyrir stjórnvöld að leikunum loknum og að þau muni láta til leiðast. Skipuleggjendur leikanna gera sér grein fyrir því að Ólympíuleikarnir gætu verið hugsanleg skotmörk hryðjuverkamanna til að vekja at- hygli á málstað sínum. SkipuJags- nefnd leikanna hefur því tekið upp náið samstarfvið alþjóðalögregluna Interpol oglögreglu ogleyniþjónustu í öðrum löndum. Þá hafa skipuleggj- endur leitað ráða um öryggismál hjá Kröfur til sjálfs sín Kínverjar gera miklar kröfur til íþróttafólks innan sinna eigin raða. Kínverjar hlutu einungis þrennum færri gullverðlaun en Bandaríkja- menn á leikunum í Aþenu árið 2004 og stórkostlegur árangur kín- verskra íþróttamanna á Asíuleik- unum í Katar á síðasta ári glæða vonir þeirra um að vinna til flestra gullverðlauna allra þjóða þegar þeir keppa á heimavelli í ágúst árið 2008. Þannig hafa háttsettir menn innan kinversku íþróttahreyfingarinnar fyrirskipað kínverskum íþrótta- mönnum að draga úr félagslífi sínu, kynningarmálum og öðru sem kynni að beina athygli þeirra frá leikunum. íþróttamennirnir eru hvattir til að leggja áherslu á undirbúning fyrir leikana og frekari æfingar. Líkt og íþróttamennirnir tekur kínverskur almenningur einnig þátt í undirbúningi Ólympíuleikanna. Kínverskir grunnskólanemendur eru látnir læra um og taka þátt í ritgerðasamkeppnum um sögu og eðli Ólympíuleikanna. Þá eru for- eldrar barna sérstaklega hvattir til að læra enska tungu og lesa bækur um mannasiði. febrúartilboð! 21.-27.FEBRÚAR Axel Nikulásson, sendiráðunautur í Peking: Mikil stemning GERIR GÚBAN MAT BETRI • • FJOLSKYLDUPAKKI 10 KJUKLINGABITAR MED FRONSKUM, SÓSU OG SALATI °>145 ||f ik" SuétiKveri ^ „Það er þegar komin mikil stemn- ing fyrir Ólympíuleikunum í borg- inni,“ segir Axel Nikulásson, sendi- ráðunautur í Peking. „Dagblöð birta vikulega fréttir af gangi und- irbúningsins og það er talið niður á fjórum eða fimm stöðum í borg- inni. Þegar maður ekur í vinnuna sér maður nákvæmlega hvað eru margir dagar þar til leikarnir verða settir. Ég hef tekið eftir sérstaklega mikilli stemningu og stolti í borgar- búum síðustu tvo eða þrjá mánuði.“ Axel segir undirbúning leikanna ganga mjög vel hjá Kínverjunum. „Ég hugsa að þetta gangi betur en nokkurn tímann áður í sögu Ólympíuleikanna. Fjölmargir leikvangar, stórir sem smáir, eru í byggingu og þeir verða allir til- búnir fyrir lok þessa árs, en ekki á síðustu stundu eins og stundum vill verða. Kínverjar leggja allt sitt stolt í verkefnið og það er þeim mikið kappsmál að vel takist til.“ Varðandi umhverfismálin seg- ist Axel ekki endilega hafa tekið eftir því að mengun hafi minnkað í borginni. „Við lesum hins vegar um að ýmsar verksmiðjur sem menga mikið muni verða fluttar út úr borginni á næstu mánuðum. Auk þess eru þeir að taka almenningssamgöngur og ýmislegt annað í gegn þannig að hægt verði að draga úr umferð. Mjög stífar reglur verða varðandi hverjir munu mega keyra og hve- nær meðan á leikunum stendur.“ TugþúsundirKínverjahafaþegar boðið sig fram sem sjálfboðaliða á leikunum og er þegar byrjað að þjálfa þá. Þá segir Axel ýmis átök vera í gangi nú í aðdraganda leik- anna. „Yfirvöld hafa mikið barist fyrir því að fólk hræki ekki á göt- urnar, eins og hefur verið lenska hér. Alls kyns grasrótarhreyfingar eru að störfum og vinna í því að borgarbúar taki þátt í að halda borginni hreinni, því slíkt breyt- ist ekki á einni nóttu.“ um vaxandi sjálfstraust þjóðar I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.