blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 32
32
FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 2007
blaðið
Nóg af salernum
Það ætti öllum að vera óhætt þótt þeim verði brátt í brók í Hvíta húsinu en þar er
að finna 34 salerni. Spurning hvort þau séu misfín og hvort sum séu aðeins fyrir út-
valda eins og þjóöhöfðingja og konunga og önnur fyrir lægra setta eins og þingmenn
og erindreka.
Skoðanaskiptin
Að þessu sinni eru það þau Bríet Sunna Valdemarsdóttir söngkona og Ólafur S. K. Þorvaldsson leikari sem viðra
skoðanir sínar sem mætast um margt á miðri leið. Ólafur telur þó töluverða spillingu vera á íslandi en Bríet Sunna er
fremur óviss varöandi það.
Nafn: Ólafur S.K.
Þorvaldsson
Aldur: 26 ára
Hjúskaparstaða:
Óviss
Starf/menntun:
Leikari
Bók: Ein af mínum uppáhaldsbókum er The Hitchhikers Guide to the Galaxy.
Kvikmynd: Ég verð eiginlega að segja Jaws, en ég hef horft nokkuð oft á hana.
Skemmtistaður: Ég er búinn að vera að fara oftast á Ölstofuna og Boston undan-
farið.
Staður í veröldinni: Mig langar einna mest að fara til New York. Þangað hef ég
ekki ennþá komið.
Fyrirmyndir: Ég myndi segja bara Willem Dafoe og mamma.
Draumurinn: Að geta starfað í minni starfsgrein og lifað eðlilegu og hamingju-
sömu lífi með því að starfa innan þessarar stéttar.
Hamingjan felst i: Felst hamingjan ekki bara í góðum stundum á góðum stöðum.
ísland er: Stærsti smábær í heimi.
Tónlist er: Samansafn af hljóðfærum sem spHað er á í einu.
Nafn: Bríet Sunna
Valdemarsdóttir.
Aldur: 18 ára
HjúskaparstaðaiStelpan er
loksins farin að kíkja á einn
heitan.
Starf/menntun: Ég er að
vinna í fjölskyldufyrirtækinu
og svo er ég auðvitað líka að
syngja út um allt.
Bók: Seinast las ég litla bók sem heitir Hamingjan og lífio.'pað er hægt að nýta sér
mikið úr henni.
Kvikmynd: Mig langar mjög mikið til að sjá Dreamgirls en uppáhaldsmyndirnar mínar
eru Grease, Jailhouse Rock og síðan á ég endalaust mikið af tónleikum á DVD.
Skemmtistaður: H-punkturinn. Æðislega heimilislegur og góður stuðstaður í miðbæ
Reykjanesbæjar.
Staður í veröldinni: Mig hefur lengi langað að fara til einhverrar eyju í Karíbahafinu,
ég er búin að sjá fullt af flottum myndum þaðan og ég er alveg sjúk í að fara þangað.
Fyrirmyndir: Elvis Presley. Hann var alltaf svo fjörugur og skemmtilegur og Norah
Jones, því hún er alltaf svo yfirveguð og róleg og frábær söngkona.
Draumurinn: Að lifa góðu lifi.
Hamingjan felst i: Að vera sáttur við sjálfan sig.
ísland er: Landið.
Tónlist er: Misjöfn.
Hundur eða köttur: Það er hundur, engin spurning. Mig langar mikið í hund.
Bjór eða vín: Það er frekar bjór en léttvín.
Inni eða úti: Ég er mikið fyrir útiveru en ég er líka mikið inni, þannig að ætli ég sé ekki
bara beggja blands.
Hægt eða hratt: Ég vil hafa mjög mikið að gera. Helst bara allt of mikið þannig að ég
sé alveg á kafi.
Penelope Cruz eða Cameron Diaz: Hvorug. Miklu frekar Salma Hayek.
Hundur eða köttur: Bókað hundur. Hundar geta svo mikið meira en
kisur, þeir geta lært allskonar hluti og líka verið kúrarar en kisur geta
bara kúrað.
Bjór eða vín: Léttvín.
Inni eða úti: Algjör innimanneskja eða kannski bara bæði.
Hægt eða hratt: Hratt, ég vil frekar hafa mikið að gerast í kringum mig.
Johnny Depp eða Brad Pitt: Johnny Depp. Einhvers staðar las ég
nefnilega að Brad Pitt væri með rosalega Ijótar tær og það er svolítil
fóbía hjá mér.
Saumlaws skál, nett og gott snið í
(BCt> skálum á kr. 3.990,-
'WKS'
i
Mjögfallegur, smáfylling undir
brjóstið og blúnda í CtóíLf skálum
á kr. 3.990,-
Óvenjuleg litasamsetning,
fiottur haldari fyrir brjóstgóðar í
C'Í)£.V' skálurn á kr. 4.550,-
Hvað finnst þér um fegurðarsamkeppnir?
Mér finnst fegurðarsamkeppnir allavega ekki marktækar en þær eru
svo sem í lagi. Ég held að fegurðarskynið sé það mismunandi að það
sé ekki hægt að dæma um það hvort einhver er fallegri en einhver
önnur. En ef einhver hefur þörf á því að henda sér út í þetta þá finnst
mér það svo sem í lagi.
Hvað finnst þér um reykingabann sem gengur í gildi 1. júlí? Mér
finnst það bara allt í lagi. Það verða hvort sem er alltaf einhverjir
skemmtistaðir sem eiga eftir að bjóða upp á reykingar utan dyra,
svo getur maður bara farið að hætta þessu. Ég fer nú oft á reykmett-
aðasta skemmtistað á Islandi en þetta pirrar mig ekkert sérstaklega,
en ég get vel skilið að þetta fari í taugarnar á fólki sem fílar ekki að
vera inni á reykmettuðum stöðum.
Hvað finnst þér um fegurðarsamkeppnir? Hvað get ég
sagt, mér finnst mjög gaman að horfa á svona keppnir en
núna þegar ég fer að pæla virkilega í því hvað mér finnst
um svona keppnir þá eru þær pínu kjánalegar. Það er frekar
skrítið að pæla í að það sé verið að keppa í fegurð. Ég myndi
persónulega ekki vilja taka þátt í slíku en eins og ég segi þá
hef ég gaman af þessu. Sérstaklega þegar ég þekki einhvern
sem er að keppa.
Hvað finnst þér um reykingabann sem gengur í gildi 1.
júlí? Mér finnst það algjört ÆÐI. Ég er svo rosalega mikið á
móti reykingum, ég er líka sérstaklega ánægð með bannið þar
sem ég er að vinna á bar. Óbeinar reykingar geta farið rosal-
ega í mann. Til dæmis stundum þegar ég vakna daginn eftir
vinnu á barnum líður mér eiginlega bara eins og ég sé timbruð
þó svo að ég hafi ekki snert vín og ég vil kenna reykingunum
um það. Ég er mjög sátt við þetta og hlakka til að sjá hvernig
fólkið tekur í þetta.
Snyrtibuddan
Nú þegar daginn
er farið að lengja er
um að gera að finna
sér vorlegar vörur í
snyrtibudduna. Mjúkir,
fallegir og hlýir litir
eru tilvaldir fyrir sum-
arið og um að gera
að setja bleikan lit á
varirnar og sumarlega
tóna á augnlokin.
Leikkonan Sienna
Miller er hér með fal-
legan og látlausan en
skemmtilegan farða
sem allar konur ættu
að geta náð fram.
Farði
Spectacular-farðinn frá Helenu Rubinstein
helst ótrúlega lengi á húðinni og gefur henni
fallega og Ijómandi áferð. Farðinn er tilvalinn yfir
þreytulega húð sem er oft raunin eftir veturinn.
Gloss
Fallegt Ijósbleikt gloss með flottum glansi
helst vel á vörunum. Tilvalið
að hressa aðeins upp á sig r
fallegum litávöruni
OFMETIÐ
Plasmasjónvörp
Er virkilega ekki lengur hægt að horfa
á sjónvarp nema það sé plasma eða
hvað þetta nú allt heitir? Er það skyn-
samlegtaðeyðajafnvel
hundruðum þúsunda
í sjónvarp? Ekki láta
sölumenn plata ykkur
til þess að fjárfesta
í fokdýru skrípatæki sem yfirtekur
stofuna ykkar.
Fasteignasalar
Hefur engum dottið
í hug að athuga
hversu mikið meðal-
laun fasteignasala hafa
hækkað á undanförnum
árum? Hverjir ætli græði
einna mest á fáránlegu
fasteignaverði, fyrir utan bankana?
Fasteignasalar með sömu söluþóknun
og fyrir nokkrum árum hljóta að vera
orðnir ansi fjáðir.
yS' LýSÍI1g
- VJl/ ‘ Falle9 lýsing gerir vissu-
. o lega gæfumuninn en
þegar menn eru farnir
að láta eins og ekkert
í lífinu skipti jafn miklu
máli og Ijósin á heimil-
inu er komið gott. Und-
anfarin ár hefur mikiö verið snobbað
fyrir góðri lýsingu, sérstaklega með
tilkomu ákveðins sjónvarpsþáttar og nú
má fara að tala um eitthvað annað.
VANMETIÐ
Neytendur
Máttur neytenda
er miklu meiri en
íslendingar gera
sér grein fyrir. Nú
verðum við að
hætta að láta allt yfir okkur ganga
og fara að segja nei þegar okkur er
misboðið. Núna eigum við að segja nei
við fáránlegu verði á nauðsynjum, þrátt
fyrir þessar ofboðuðu lækkanir sem
skila nánast engu í budduna.
Fólk
Sumtfólk er hreinlega
vanmetið vegna þess að það
þykir ekki búið
þeim kostum
sem taldir eru
ákjósanlegastir
þá stundina.
Gefum frekar
öllum tækifæri og hlustum á þá
sem standa okkur næst.
Sellerí
Er algjörlega
vanmetið græn-
meti. Allt of
mörgum þykir
þessi gjöf jarðar
bragðvond og neita að láta
selleríið inn fyrir sínar varir. Selleríið er
bara svo hollt og gott.
Naglalakk
Tvö ný naglalökk frá Helenu Rubinstein. Annað þeirra
er með bleikri og náttúrulegri áferö og hitt er fallega
brúngyllt. Naglalökk sem þorna fljótt og
gefa fallega glansandi áferð.
Varalitur
Nýr Wanted-varalitur sem er glans-
andi bleikurog ferskur. Varalitur-
inn inniheldur drottningarhunang
sem nærir og verndar varirnar.
Vorpallietta
Þessir nýju litir frá Helenu Rubinstein
' eru ótrúlega fallegir og skemmtilegir og
gera konum kleift að vera með fíngerða
förðun hvar og hvenær sem er. Virkilega flottir
bæði til að nota eina og sér eða til að leika sér
með og blanda aðeins saman.