blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 blaöið UTAN UR HEIMI EGYPTALAND Bloggari dæmdur í fangelsi Egypskur dómstóll hefur dæmt bloggarann Abd al-Karim Sulayman í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa móðgað bæði íslam og Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, á bloggsíðu sinni. Sulayman var dæmdur fyrir átta færslur frá árinu 2004. Sextán fórust í ferjubruna Sextán fórust þegar eldur kom upp í ferju með þrjú hundruð manns innanborðs undan ströndum Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, í gær. Enn er ekki er vitað um orsök brunans. Ferjusiglingar eru einn algengasti samgöngumátinn í Indónesíu, enda samanstendur ríkið af um 17.500 eyjum, og eru ferjurnar oftar en ekki yfirfullar. Járnfrúin í brons Stytta úr bronsi af Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráöherra Breta, var afhjúpuð í þinghúsinu í Lundúnum á miðvikudag. Thatc- her er fyrsti fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands sem fær að sjá styttu sína afhjúpaða. „Ég hefði kosið styttu úr járni, en brons verður að duga,“ sagði hin 81 árs gamla Thatcher af því tilefni. írak: Óttast klór- gasárásir Talsmenn Bandaríkjahers í frak hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að uppreisnar- menn i landinu séu í auknum mæli farnir að nota klórgas í árásum sínum að undanförnu. Þrjár slíkar sprengjur hafa sprungið í f rak í þessum mán- uði og er óttast að fleiri kunni að fylgja i kjölfarið. Haft er eftir sérfræðingum að klórgasárásir krefjist ekki meiri tæknikunnáttu en aðrar árásir. Talið er að uppreisnarmenn hafi notast við klórgas, meðal annars vegna mjög mikilla birgða í landinu þar sem mikill skortur er á hreinu vatni. Frjálslyndi flokkurinn: Magnús Þór og Jón vilja fram í Reykjavík ■ Listar fyrir miöstjórn ■ Ekki biöröö í forystu ■ Þingmenn öflugastir Eftir ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Kjördæmisfélög Frjálslynda flokks- ins vinna nú að því að setja upp fram- boðslista sem lagðir verða fyrir mið- stjórnarfund flokksins þann í. mars næstkomandi, að því er Magnús Reynir Guðmundsson, framkvæmda- stjóri flokksins, greinir frá. „Kjördæmisfélagið á Norðurlandi eystra er búið að skora á Sigurjón Þórðarson alþingismann að leiða lista þar og i e n d i r flest til að því verði ekki breytt. Síðan hefur kjördæmisfélagið í Norðvesturkjör- dæmi ákveðið að óska eftir því að Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, verði í fyrsta sæti og Kristinn H. Gunn- arsson í öðru sæti. Þetta er það eina sem búið er að ákveða," segir Magnús. Magnús Þór Hafsteinsson þing- maður hefur lýst yfir áhuga á að leiða lista í öðru hvoru Reykjavíkur- kjördæminu og flytja sig þar með úr Suðurkjördæmi. Jón Magnússon, formaður Nýs afls, hefur einnig lýst yfir áhuga á að leiða lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Kjartan Eggertsson, sem situr í kjördæmisráðinu í Reykjavík, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um niðurröðun í Reykja- vík. Jafnframt að Magnús Þór og Jón séu þeir einu sem hafi greint frá áhuga sínum á að leiða lista þar. „Það hefur svo sem ekki verið biðröð eftir því að leiða listana. Það verður að segjast eins og er en það eru ýmsir sem við myndum treysta til þess. Okkar markmið er náttúrlega að nýta kröftuga menn og konur og það kemur bara í ljós hvernig þetta raðast. Auðvitað eru þingmennirnir okkar öflugustu menn í dag. Það segir sig sjálft. Það væri þess vegna fengur í því að hafa Magnús Þór í öðru hvoru Reykjavík- urkjördæminu,“ segir Kjartan sem sjálfur er meðal þeirra sem hafa áhuga á öðru sæti í öðru hvoru Reykja- víkurkjör- dæminu. Valdimar Leó Friðriksson, áður þingmaður Samfylkingarinnar, sem hefur gengið til liðs við Frjáls- lynda flokkinn, hefur áhuga á því að leiða lista í Suðvesturkjördæmi og Grétar Mar Jónsson, varaþing- maður flokksins, vill leiða lista í Suðurkjördæmi. „I raun og veru er það miðstjórnin sem hefur síðasta orðið um öll fram- boðsmál. Við erum ekki með próf- kjör, hvað sem síðar verður," tekur Kjartan fram. Róbert Laugardaginn 17. febrúar t/ Vogar kl. 12 • Stóru-Vogaskóli Mánudaginn 19. febrúar Grindavík kl. 20 • Verkalýðshúsið t/ Flúðir kl. 20 • Útlaginn Fimmtudaginn 22. febrúar t/ Reykjanesbær kl. 20 • Aðalver Laugardaginn 24. febrúar Garður kl. 12 • Flösin Hveragerði kl. 15 • Samfylkingarhúsið Mánudaginn 26. febrúar Sandgerði kl. 20 • Efra Sandgerði Hvolsvöllur kl. 20 • Hlíðarendi Miðvikudaginn 28. feb Vestmannaeyjar kl. 20 • Alþýðuhúsið Höfn kl. 20 • Nýheimar Fimmtudaginn 1. mars Þorlákshöfn kl. 20 • Kiwanishúsið Vík í Mýrdal kl. 20 • Víkurskáli Laugardaginn 3. mars Selfoss kl. 12 • Inghóll Allir velkomnir Samfylkingin Lúðvík Guðrún Við hlustum Fundaröð frambjóðenda Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.