blaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007
blaðið
INNLENT
KRÓNIKAN
Láta kanna réttarstööu
Blaðamenn Krónikunnar, sem mun verða hluti af DV,
hafa beðið lögmann Blaðamannafélagsin að kanna
réttarstöðu sína. Þeir telja að uppsagnarfrestur sé
3 til 4 mánuðir. Tveir af starfsmönnum Krónikunnar
hafa farið til DV en aðrir eru enn óákveðnir.
GALLUP
VG tapar fylgí
(slandshreyfingin nær 5% atkvæða samkvæmt nýjustu
könnun Gallups fyrir RÚV og Morgunblaðið. Vinstri-grænir
mælast með 24%. Framsóknarflokkurfengi rúm 8,3%,
Sjálfstæðisflokkur fengi 36,7%, Frjálslyndir tapa fylgi og
mælast með 5,3% og Samfylkingin fengi 19,9%.
HÆSTIRÉTTUR
Gæsluvarðhald framlengt
Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð
yfir manni sem grunaður er um að hafa naugðað
konu á salerni í kjallara á Hótel Sögu fyrir viku.
Maðurinn var handtekinn daginn eftir og úrskurð-
aður í gæsluvarðhald sem hann sætirtil 9. maí.
■iasirr.
Bandaríkin:
Hicks fundinn
sekur
Bandarískur herdómstóll
fann ástralska fangann David
Hicks sekan í gær en hann hefur
verið í haldi Bandaríkjahers í
Guantanamo-fangabúðunum
á Kúbu frá árinu 2002. Hicks
hlýtur að hámarki sjö ára fang-
elsisdóm eftir að hann gerði
sérstakan samning við saksókn-
ara. Hinn 31 árs gamli Hicks
hafði þegar játað brot sín og
sagði saksóknari að það hafi leitt
til refsilækkunar, en hámarks-
refsingin var lífstíðardómur.
Hicks játaði fyrir dómi fyrr í
vikunni að hafa sótt þjálfunar-
búðir al-Qaeda og barist með
talibönum í Afganistan. Ekki
liggur fyrir hvort árin fimm
sem hann hefur setið af sér í
Guantanamo dragast frá dómn-
um, en bandarísk og áströlsk
stjórnvöld hafa þegar náð
samkomulagi um að Hicks muni
afþlána dóm sinn í Ástralíu.
o) Auglýsingasíminn er
I 510 3744
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
Viðræður hafa farið fram milli
Ekron starfsþjálfunar og Fangels-
ismálastofnunar um samstarf að
Efri-Brú í Grímsnesi. Liggur erindi
þess efnis hjá félagsmálaráðherra,
að sögn Hjalta Kjartanssonar,
framkvæmdastjóra Ekron. Fang-
elsismálastofnun og Götusmiðjan
hafa bæði óskað eftir húsnæðinu
en félagsmálaráðuneytið hefur lagt
til við fjármálaráðuneytið að Götu-
smiðjunni verði úthlutað þvf. Byrgið
var með astöðu á Efri-Brú frá júní
2003, eftir að það fór úr Rockville,
til janúar 2007 þegar starfsemi þess
var hætt.
Æskilegt að koma á
slíkum samningi
Hjalti Kjartansson, framkvæmda-
stjóri Ekron, segir að forsendan
fyrir því að þeir færu út í starfsemi
að Efri-Brú væri samvinna við Fang-
elsismálastofnun. „Við erum með
úrræði sem stofnunin getur notað.
Á Efri-Brú væri hugsanlega hægt að
vera með starfsþjálfun og endurhæf-
ingu og menn gætu meðal annars
lokið þarna afplánun.“
Erigar ákvarðanir hafa verið
teknar varðandi samstarf Ekron
og Fangelsismálastofnunar en Val-
týr Sigurðsson, forstjóri Fangelsis-
málastofnunar, segir samstarfið vel
hugsanlegt. „Það væri mjög æski-
legt að koma á slíkum samningi. Ef
ekki þeir, þá að einhver annar aðili
kæmi að þessu sem ræki einhverja
meðferðarstofnun. Við viljum sam-
starf við aðila sem treysta sér til sam-
starfs við okkur og fullnægja okkar
faglegu kröfum.“ Samkvæmt Valtý
er þörf á fleiri úrræðum. „Við erum
búin að missa samning við Krýsu-
vík og síðan náttúrlega vorum við
með menn í „meðferð" í Byrginu.
Það sárvantar fleiri aðila og svo
vantar okkur líka fleiri pláss."
Ekron starfsþjálfun er með starfs-
þjálfun fyrir einstaklinga sem eru
að koma bæði úr áfengis- og vfmu-
efnameðferð og fangelsum. Er fyr-
irtækið með starfsemi nú á Smiðju-
vegi í Kópavogi þar sem þeir hafa
meðal annars verið að taka fólk í
samfélagsþjónustu.
Fyrir fanga sem þurfa
lágmarksöryggisgæslu
Fangelsismálastofnun ríkisins
sendi Birni Bjarnasyni, dóms- og
kirkjumálaráðherra, bréf f janúar
þar sem þeir óskuðu eftir afnotum
á húsnæðinu að Efri-Brú til fimm
ára. I bréfinu kemur fram að ef hug-
mynd Fangelsismálastofnunar um
Efri-Brú yrði að veruleika mætti
hreinsa upp boðunarlista yfir af-
plánun vararefsingar fésekta en á
honum voru um 550 manns f janúar.
Útistandandi sektir nema á annan
milljarð króna. Væri hægt að ná
inn í ríkissjóð margföldum þeim
fjármunum sem næmi kostnaði af
þessu.
Það sárvantar
fleiri aðila
Valtýr Sigurðsson,
forstjóri Fangelsismála-
stofnunar rikisins
I bréfinu kemur fram að Fangelsis-
málastofnun myndi nýta húsnæðið
að hluta til að vista fanga sem af-
plána refisdóma. Væri um að ræða 15
til 20 pláss fyrir fanga sem þurfa lág-
marksöryggisgæslu og gætu stundað
vinnu. Kemur fram að hugsanlegt
væri að hafa aðstöðuna þarna milli-
stig milli opins fangelsis og örygg-
isfangelsis. Meðferð og vinna væri
meginviðfangesefni í samvinnu við
fjölskyldur viðkomandi. Gerður yrði
samningur um heildarrekstur staðar-
ins við þriðja aðila sem hefði getu til
að nýta umframhúsnæði. Væri það
gert til að vista þar aðra hópa sem
þarfnast félagslegarar þjónustu og út-
vega þeim vinnu.
Mjög fróðleg bók.
Freyr Eyjólfsson, Rás 2.
Læsileg bók... hægt að lesa hana eins og reyfara.
Jóhann Hauksson, Útvarpi Sögu.
Skemmtileg lesning,... merkileg bók.
Egill Helgason, Silfur Egils.
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 -101 Reykjavík
skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
STEFNUM VIÐ?
Þessar verðurðu að lesa fyrir kosningar!
Stuttir hnitmiðaðir kaflar... skyldulesning fyrir alla
sem fylgjast með þjóðmálum.
Jóhann Hauksson á Útvarpi Sögu.
Það er ljóst að hér er á ferðinni beittur fræðimaður
brýnan boðskap.
Þormóður Dagsson í Lesbók Mbl.
TRAT
Álver í Helguvík:
Framkvæmdir hefjast á árinu
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir
vegna fyrirhugaðs álvers Norðuráls
f Helguvík hefjist síðar á þessu ári og
ljúki eigi síðar en árið 2015. Verkið
verður áfangaskipt og er miðað við
að byggingu fyrsta áfanga verði
lokið árið 2010 og að álframleiðsla
geti hafist þá. Norðurál hefur falið
Landsbankanum og Kaupþingi í
sameiningu að skoða hagkvæm-
ustu leiðir til fjármögnunar á álver-
inu, en fjárfesting Norðuráls vegna
framkvæmda við álverið er allt
að 70 milljörðum króna. í fréttatil-
kynningu frá fyrirtækinu segir að
árið 2005 hafi Landsbankinn og
Kaupþing tekið þátt í 23 milljarða
fjármögnun vegna stækkunar og
endurfjármögnunar álversins á stærsta fjármögnunarverkefni sem f og fyrsta skipti sem þær fjármagna
Grundartanga, og hafi það verið eitt íslenskar lánastofnanir hefðu ráðist starfsemi af þessu tagi.
Alver a Grundartanga Stækkun
m álversins var eitt stærsta fjármögnun-
■ arverkefni íslenskrar lánastofnunar
R og hið fyrsta sinnar tegundar.
f gegnum tíðina hafa íslendingar
fullkomnað hátíðarmatinn með
ávöxtum frá Del Monte.
Veldu gœði, veldu
í)el Monte