blaðið - 31.03.2007, Side 8
8 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007
blaAiö
Reykt brauöskinka
álegg í nýjum og endur
lokanlegum umbúðum.
Búrfell er heiti á fjalli ... raunar mörgum
fjöllum á íslandi sem öll eru svipuð að
lögun. Sumir telja að heitið Búrfell sé
skírskotun til kistuformsins, nánar tiltekið
búrkistu eða matarkistu. Það er fín tilgáta.
Vörurnar frá Búrfelli eru Ijúffengar
gæðakjötvörur en á sérlega góðu verði.
Búrfellsáleggið er í endurlokanlegum
umbúðum, enda er gott að geta lokað
matarkistunni sinni.
Búrfell, góöur matur á borö
UTAN ÚR HEIMI
ÚGANDA jT
Herinn drap 66 börn
Talsmaður bresku hjálparsamtakanna Save the Children segir að stjórn-
arher Úganda hafi drepið 66 börn í aðgerð sinni sem átti að beinast gegn
gripaþjófum í austurhluta landsins fyrr í mánuðinum. „Börnin voru skotin
af hermönnum, urðu fyrir farartækjum hermannanna eða heilu flokkunum
af flýjandi dýrum.“ Talsmenn úganska hersins hafna ásökununum.
Neonljós í Rauða-hverfinu
Lögregla vill auknar heimil-
dir til hlerana og eftirlits og
segir neonskiltin ekki næga
visbendingu til að ráðast til
inngöngu.
Aðstoðarlögreglustjóri á málfundi um vændi:
Kaupendur eru
mikilvæg vitni
■ Möguleikar lögreglu aukast ■ Annmarkar á sænsku leiðinni
■ Ábyrgðin hjá þeim sem kaupir
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
JónH.B.Snorrasonaðstoðarlögreglu-
stjóri telur óheppilegt að gera kaup-
endur vændis að sakborningum þar
sem þeir geti verið mikilvæg vitni í
skipulagðri glæpastarfsemi, að því
er kom fram á málfundi Lögréttu í
Háskólanum í Reykjavík í gær. Jón
sagði það jafnframt mikilvægt að
vændi skuli alfarið hafa verið gert
refsilaust fyrir þá sem selja líkama
sinn. Við það aukist möguleikar lög-
reglu á að upplýsa starfsemina.
„Það er vegna þess að við teljum
að skipulagningin sé ekki í höndum
þeirra sem selja líkama sinn,“ sagði
Jón og bætti því við að yfirleitt væri
um konur að ræða í þessari stöðu.
„Þær eru fórnarlömb þessarar glæpa-
starfsemi. Að gera þetta refsivert
fyrir þær er mjög þýðingarmikið,“
lagði Jón
áherslu á
benti
e t u
o n -
urnar greint frá kvölurum sínum
og þeim sem hefðu hagnað af
vændinu.
Sigurður Kári Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, minnti
á að áður hefði það varðað allt að
tveggja ára fangelsi að stunda vændi
sér til framfærslu en ekki ef það
væri stundað í nokkur skipti. Það
hafi því verið lögmætt upp að vissu
marki. Markmiðið með lagabreyt-
ingunni hafi ekki verið að hvetja til
vændis, heldur að rétta þeim sem
hefðu leiðst út í vændi hjálparhönd.
Sænsku leiðina, það að gera kaup
á vændi refsivert athæfi, sagði Sig-
urður hafa ótvíræða annmarka.
„Hún færir vændið af yfirborðinu í
undirheimana,“ sagði Sigurður og
bætti því við að hann hefði ekki
áhyggjur af því að vændi ykist og
rauð hverfi spryttu upp vegna laga-
breytingarinnar eins og sumir virt-
ust óttast.
Kolbrún Halldórsdóttir,
maður Vinstri grænna,
kvaðst hafa lagt það til
að sænska leiðin yrði
farin. „Ábyrgðin er
ekki hjá þeim sem
leiðast út í vændi,
heldur þeim
sem býr
til
eftirspurnina, þeim sem í krafti pen-
inga og sterkrar stöðu sinnar hefur
hið eiginlega val til að ákveða að
kaupa ekki.“
Að mati Kolbrúnar er það ekki
nóg að refsa þeim sem miðlar vændi.
„Ef refsinæmi hvílir einungis á miðl-
aranum er sá sem selur og kaupir
án miðlara að framkvæma algjör-
lega löglegt athæfi. Ég sé það ekki
öðruvisi."
Það er skoðun aðstoðarlögreglu-
stjórans að þótt möguleikar lög-
reglu á að upplýsa vændi hafi aukist
með lagabreytingunni þurfi hún
auknar heimildir til að rannsaka
skipulagða glæpastarfsemi. Vændi
og fíkniefnasala tengist oft og um
sé að ræða ábatasaman iðnað. „Lög-
reglan þarf betri og greiðari mögu-
leika á hlustun á herbergjum og sím-
hlustun. Lögreglan getur ekki farið
af stað þótt neonskilti sé komið
einhvers staðar þótt þar sé bragur
sem ber með sér að þar sé rekin
dórsdóttir, Jón H. B. Snorra-
son og Sigurður Kári Krist-
jánsson á málfundi Lögréttu I
Háskólanum í Reykjavík í gær.