blaðið - 31.03.2007, Page 24

blaðið - 31.03.2007, Page 24
24 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 blaðið ® töframassinn Án skaðlegra efna • Fitu- og kýsilleysandi Svampur fylgir með Hreinsar, fægir og verndar samtímis. Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, silfri, áli, gulli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni ofl. ofl. Fyrir Húðvænt • Náttúrulegt • Mjög drjúgt Ótrúlega góður árangur Eftir Sölustaðir: Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Verslanir Rðnning Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Miðstöðin Vestmannaeyjum Eyjatölvur (Brimnes) Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri Rafsjá Sauðárkróki - Skipavík Stykkishólmi - Áfangar Kefiavfk Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf AmórL. Pálsson framkvæmdastjóri ísleifurjónsson Fnmann Andrésson SvafarMagnússon útfararstjóri útfararþjónusta útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Hugrúnjónsdóttir Guðmundur Baldvinsson Þorsteinn Elísson Ellert Ingason útfararþjónusta útfararþjónusta útfaraiþjónusta útfararþjónusta ffejar ancfícU fer ac) fjöncfum Önnumsi aíía þæ/ii úifararinnar y /GA * UTFARARSTOFA WlMMJ kirkjugarðanna Vesturhlfð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is iMÁAUGL VQIUO < Á nú enn að stofna her? Björn Bjarnason dóms- málaráðherra má eiga það að hann er maður bæði opinskár og þraut- seigur. Á sínum tíma orðaði hann þá skoðun sína að Islend- ingar ættu að koma sér upp sínum her - og uppskar þá lítið annað en aðhlátur. Þetta þótti einhver asnalegasta hugmynd sem menn höfðu heyrt lengi. En Björn gaf sig ekki þótt hann drægi sig örlítið í hlé með þetta áhugamál sitt og fyrir nokkrum misserum virtist hann allt í einu standa uppi með pálmann í hönd- unum. Hans íslenski her sýndist vera nánast í burðarliðnum. Án þess að nokkur hefði tekið eftir. Þetta var þegar við Islend- ingar vorum farnir að annast svokallaða „friðargæslu langt austur í Afganistan. Og friðar- gæslusveitin okkar samanstóð af vopnuðum dátaflokki. Og alveg sama hvernig bæði Björn og dátarnir reyndu og reyna að bera á móti því: Það fór ekkert milli mála að þarna var verið að skapa vísi að íslenskum herflokki. Björn lætur ekki deigan síga Algjörlega án þess að sú mikla stefnubreyting hefði verið rædd á opinberum vettvangi, hvað þá í samfélaginu öllu. Sem betur fór lyppaðist niður sú tilraun til að búa til íslenskan her. Og það verður svo ætíð rós í hnappagat Valgerðar Sverris- dóttur - þess umdeilda ráðherra - að eftir að hún tók við utanrík- isráðuneytinu gaf hún út skori- norta yfirlýsingu um að héðan í frá yrði þess gætt að Island færi ekki framar inn á þá sömu braut. Því íslenska friðargæslan mundi eftirleiðis sinna eingöngu borgaralegum verkefnum þar sem ekki þyrfti vopnabúnað til. En Björn lætur sig ekki. Nú hefur hann lagt fram hugmyndir um sérstaka lögreglusveit sem þarf ekki mikla tortryggni til að sjá að er í raun og veru önnur til- raun til að búa til einhvers konar lítinn íslenskan herflokk. Að sjálfsögðu er það gert í nafni öryggis. Kastljósið og víkingasveitin Ef ég væri ívið tortryggnari maður en ég er - og meira gefinn fyrir samsæriskenningar - þá mundi ég freistast til þess að álykta að umfjöllun Kastljóss að undanförnu um lögreglumál væri engin tilviljun. Kastljóss- fólk hefur verið í fylgd lögreglu- manna upp á síðkastið og á fimmtudagskvöldið horfði ég til dæmis á áhlaup víkingasveitar lögreglunnar á nokkur fíkniefna- bæli í Keflavík. Og þar gaf á að líta: lögreglu- menn með skammbyssur og vél- byssur að brjótast inn til fólks með álíka fyrirgangi og SWAT- hóparnir sem maður hefur ótal sinnum séð í útlenskum bíó- myndum. Og Sigmar í Kasljós- inu hafði mörg orð um það hvað allur þessi viðbúnaður var nauð- synlegur - allar vélbyssurnar og skammbyssurnar. Það vantaði ekkert nema aug- lýsingu frá löggunni í lokin: óskum eftir að fá að stofna nýja þungvopnaða lögreglusveit. Til að tryggja öryggi okkar. 1 sjálfu sér dreg ég ekkert í efa að nauðsynlegt er að íslenskir lögreglumenn kunni að grípa til vopna - ef i algjöran harðbakka slær. Og ég veit ósköp vel að í veröld dópsalanna ganga menn gjarnan vopnaðir bæði hnífum og jafnvel skotvopnum, og við þvi verður lögreglan okkar að geta brugðist. En Kastljóssþátturinn á fimmtudagskvöld virtist þó óneitanlega nokkuð yfirdrifinn. Sá viðbúnaður sem lögreglan hefur hingað til haft, virðist að minnsta kosti hafa dugað giska vel. Við eigum altént að hugsa okkur vandlega um áður en við förum að fjölga vopnuðum lögreglusveitum. Það getur kannski virkað spennandi fyrir suma að eiga Það getur kannski virkað spennandi íyrir suma að eiga vel þjálf- aða íturvaxna lögreglu- þjóna sem geta stokkið til og frá og miðað vél- byssum á sannfœrandi hátt vel þjálfaða íturvaxna lögreglu- þjóna sem geta stokkið til og frá og miðað vélbyssum á sannfær- andi hátt að vondu köllunum. En það á samt ekki að láta slíkt eftir sumum - nema við sjálf höfum rætt það og ákveðið það. Við eigum ekki að láta segja okkur hvers við þörfnumst til að vera örugg. Við eigum að skera úr um það sjálf. Ekki til eftirbreytni Og með fullri og djúpri virð- ingu fyrir Birni Bjarnasyni, þá held ég að hugmyndir hans um nauðsynlegt öryggi séu ekki til eftirbreytni fyrir samfélagið í heild.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.