blaðið - 31.03.2007, Side 52

blaðið - 31.03.2007, Side 52
LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 blaðift iþróttir ithrottir@bladid.net Skeytin in Sjofær Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps gefur ekkert eftir í sundíþróttinni þrátt fyrir að hans helsti andstæðingur, Ástralinn lan Thorpe, sé hættur keppni. Hef ur hann náð fimm gullverðlaunum á HM í Melbourne og sett fjögur heimsmet. Tjármála- 1 spekúlant- inn og bakvörðurinn JohnAme Riise hjá Liverpool er gjaldþrota. Dómstóll í Liverpool hefur lýst Norðmanninn gjaldþrota eftir að hann gat ekki greitt þrettán milljóna króna skuld. Hann getur stýrt bolta en greinilega ekki eigin fjármálum því hann fær um sex milljónir króna í laun á viku fýrir boltasparkið. A1' s b lex Ferguson er annt um sinn fýrrverandi aðstoðar- L.þjálfara sem nú stjórnar enska landsliðinu. Þykir hon- um illa vegið að hinum rauð- birkna Steve McLaren sem fékk að heyra það frá aðdáendum og fjöl miðlum eftir 3-0 sigur liðsins yfir Andorra í vikunni. Kennir Fergu son fjölmiðlum um þá brenglun sem við- gengst eftir slíkan útisigur landshðsins. Beinar útsendingar Fremsti tugþrautarkappi íslendinga endanlega skilinn við íþróttir: Fékk nóg af íþróttum Fimm ára nám framundan ■ Allt önnur staða í dag Eftir Aibert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Laugardagur 10.15 RÚV Sund HM i Melboume 11.15 SkjárSport knattspyrna Uverpool - Arsen; fr 13.55 SkjárSport Knattspyrna Man.Utd - Blackburn 14.05 RUV Handbolti HK - Haukar Mmmm 15.50 Sýn Körfubolti KR - Snæfeil 16.10 SkjárSport Knattspyrna Watford - Chelsea QH 17.50 Sýn *«<«. Knattspyrna Valencia - Espanyol 18.25 SkjárSport Knattspyrna Roma - AC Milan 19.50 Sýn fe Knattspyrna . • mim Barcelona - Deportivo mm Sunnudagur 09.30 Rúv Sund HM i Melbourne 13.00 RUV badminton 14.50 Sýn Knattspyrna Getafe - Real 2a ragoza 14.50 SkfárSport________ Knattspyrna Tottenham - Reading 16.50 Sýn Knattspyrna Celta Vigo - Real Madrid 19.00 Sýn Extra Golf Pods-meistaramótið Um hartnær tíu ára skeið var tugþrautarmaður- inn Jón Arnar Magnússon einn fremsti íþrótta- maður landsins og einn af örfáum íslendingum sem gerðu að jafnaði tilkall til efstu sæta í þeim alþjóðlegu keppnum sem hann tók þátt í. Jón hvarf heldur snögglega af sjónarsviðinu, flutti búferlum til Bournemouth í Englandi og er alveg hættur íþróttaiðkun, hvort sem er til keppni eða dægrastyttingar. Nám í forgang Jón býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur strákum í Bournemouth á suðurströnd Englands þar sem Jón sækir skóla og mun útskrifast sem hnykkir (kírópraktor) eftir fjögur ár ef allt gengur að óskum. „Þáð gengur allt vel. Námið hefur átt hug minn lengi og er höfuðástæða þess að ég hætti íþróttum. Hér er besti skólinn til þess arna og hér verð ég næstu árin og klára 2011.0 fþróttir heyra sögunni til Það vekur furðu margra hversu skjótt Jón Arnar hvarf af sjónarsviðinu eftir farsælan feril en meiðsl voru farin að gera ítrekað vart við sig síðustu árin enda tugþrautin af mörgum talin erfiðasta íþrótta- grein sem til er. Keppendur þurfa að skara fram úr í tíu greinum sem eiga afar fátt sameiginlegt, ólíkt öðrum sem einbeita sér alla ævi að einni og sömu íþróttinni. „Það voru að hluta til meiðslin sem komu mér á sporið hvað námið mitt varðar. Sjálfur var ég reglulega að láta lappa upp á mig og það tókst jafnan nokkuð vel og ég hreifst mjög af starfinu. Svo að ég dreif mig bara hingað út og sé ekkert eftir því.” Jón segist alveg hættur öllu sprikli og fer vart út úr húsi þessa dagana. „Áhuginn er því sem næst horfinn. Ég hjóla stöku sinnum og fer í göngutúra með konunni minni en þá er það upptalið sem ég hreyfi mig.” Erfitt að vera íslendingur Jón er bjartsýnn fyrir hönd þeirra sem stunda frjálsar íþróttir á Islandi í dag enda sé víðs vegar orðin afar góð og margir geta stundað íþróttir sínar inni allan ársins hring. Það var ekki í boði þegar Jón byrjaði sína ástundun. „Hreint ekki. Eg var stundum að puða úti í misjöfnum | veðrum og vindum og ekki hægt að líkja þessu saman. Ég hugsa stundum hvað væri hægt ef ég væri 20 árum yngri núna.” Þrátt fyrir að vera á toppi íþróttar sinnar um langt skeið var ávallt bölvað hark fyrir Jón að eiga í sig og á enda dýrt að vera iþróttamaður í fremstu röð. „Það má segja að ef ég hefði keppt fyrir eitt- hvert annað land en ísland hefði ég ekki þurft að hafa nokkrar áhyggjur fjárhagslega en ég stóð nokkurn veginn uppi á sama stað eftir ferilinn og fyrir hann. Engar skuldir en engir sjóðir í banka heldur.” Ólympíuleikarnir minnisstæðastir Það er eklci hans besti árangur sem stendur upp úr að mati Jóns þegar hann lítur yfir farinn veg heldur fyrstu Ólympiuleikarnir sem hann tók þátt i 1996. Þar lenti hann í tólfta sæti en leikarnir sjálfir, umgjörðin og stemningin, eru honum ógleymanlegir. „Því er ekki hægt að lýsa fyrir öðrum en það var áhrifaríkt andartak í mínu lífi og á ferlinum öllum. Hvað árangurinn varðar var það í Frakklandi þegar ég vann stærsta tugþrautar- mótið sem fram fór árið 1997. Það lifir sterkt.” 1

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.