blaðið - 28.04.2007, Page 2
2 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007
blaöiA
VEÐRIÐ I DAG
Hiti
Víða léttskýjaö en skýjaö
Sunnanlands og dálítll súld
viö ströndina. Hiti 10 til 20
stig, hlýjast Norðan- og
Austanlands
Á FÖRNUM VEGI
Ætlarðu að fara að
veiða í sumar?
Sigríður Kamilla Alfreðsdóttir
„Það getur vel verið.“
Sigurður Skarphéðinsson
„Já, Þingvallavatn er í uppáhaldi."
Þórir Kjartansson
„Já, konur!"
Guðmundur Haukur
Guðmundsson
„Nei.“
Pétur Kristjánsson
„Ég ætla að fara eins mikið og
ég get.“
Á MORGUN
A morgun:
Suðaustan 5-10 m/s og
dálítil væta með köflum,
en hægarl og léttskýjað
norðan- og austanlands.
Hiti víða 10 til 15 stig.
| VÍÐA UM HEIM |
Algarve 19
Amsterdam 24
Barcelona 20
Berlín 26
Chicago 14
Dublin 14
Frankfurt 27
Glasgow
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Montreal
18 New York
25 Orlando
17 Oslo
19 Palma
17 París
18 Stokkhólmur
11 Þórshöfn
10
21
19
20
26
17
11
Nægt framboð lóða í nýjum hverfum 1 Reykjavík:
Þúsund íbúðir í
boði hið minnsta
■ Fast lóðaverð ■ Nýjar úthlutunarreglur ■ Úthlutað þrisvar á ári
Eftir Þröst Emilsson
the@bladid.net
Lóðir fyrir að minnsta kosti 1000
íbúðir verða í boði í nýbygginga-
hverfum í Reykjavík á næstu árum
og 500 nýjar íbúðir í miðborg og ná-
grenni. Gert er ráð fyrir að úthlutað
verði þrisvar á ári eða í maí, sept-
ember og desember.
Borgarstjórnarmeirihluti Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
kynnti í gær uppbyggingar- og út-
hlutunaráætlun fyrir íbúabyggð í
Reykjavík til næstu ára.
Yfirskrift áætlunarinnar er „Veldu
þinn stað í Reykjavík”. Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson borgarstjóri sagði að
lykilorð þeirrar áætlunar væru fjöl-
breytni, framboð oggæði. Hann sagði
að lykilsvæðin væru Úlfarsárdalur,
Reynisvatnsás, Slippasvæðið, Geld-
inganes, Örfirisey og Vatnsmýrin.
„Markmiðið er að allir sem vilja
geti byggt og búið í Reykjavík og
að borgin verði fyrsti búsetukostur
sem flestra,” sagði borgarstjóri.
Við þetta tilefni opnaði hann
nýjan vef sem sýnir áætlun næstu
ára í lóðaúthlutun. Borgarbúum er
nú gert kleift að skoða á Netinu ný
íbúðasvæði og lóðir sem í boði verða.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, for-
maður skipulagsráðs, sagði að nægt
framboð lóða í Reykjavík væri fram-
tíðin og í samræmi við málefna-
samning meirihlutaflokkanna.
1 máli borgarstjóra kom fram að
nú verði nýjar úthlutunarreglur
viðhafðar í Reykjavík. Hver einstak-
lingur geti sótt um eina lóð.
„Eftir að farið hefur verið yfir allar
umsóknir verður dregið úr þeim um-
sóknum sem uppfylla öll skilyrði.
Þannig ræðst í fyrsta lagi hverjir fá
lóðir og í öðru lagi í hvaða röð um-
sækjendur fá að velja sér lóð.”
Fast verð er á lóðum í nýju regl-
unum, 11 milljónir fyrir einbýlishús,
7,5 milljónir fyrir parhús og raðhús
og 4,5 milljónir fyrir fjölbýlishús.
Sykursýki 2:
Erfðavísar
greindir
Vísindamönnum, þar á meðal
sérfræðingum deCODE, hefur
tekist að greina erfðavísa sem
auka hættu á að fólk fái sykur-
sýki. Erfðavísarnir eru taldir
auka hættu á að fólk fái áunna
sykursýki, svokallaða sykursýki
2, sem um 200 milljónir manna
í heiminum hafa. Sykursýki
veldur því að líkaminn fram-
leiðir ekki nóg insúlín til að
viðhalda nægu blóðsykurmagni
í líkamanum.
Tíðni áunninnar sykursýki
hefur aukist gríðarlega á undan-
förnum áratugum en talið er að
hún stafi meðal annars af ofáti
og hreyfingarleysi.
Vonir standa til að uppgötv-
unin leiði til þróunar nýrra lyfja
gegn sjúkdómnum.
Slys í KófÆtvogslaug:
Var að þreyta
kafsundspróf
Drengur er enn þungt haldinn
eftir að hafa fundist meðvitund-
arlaus á botni Kópavogslaugar.
Hann er í 10. bekk Snælands-
skóla og var í kafsundsprófi.
Sundkennara og starfsmanni
laugarinnar tókst að lífga dreng-
inn við á bakkanum, og var
hann fluttur á gjörgæslu Land-
spítala-háskólasjúkrahúss, þar
sem honum er haldið sofandi.
FVRIRTÆKJA & MANNLÍFSSVNINGIN
DAGANASV10. JÉNÍ.
í ÍÞRÓmiróSI SOIVJI I.ASKÓM!
ER ÞITT FYRIRTÆKIBÉID AD SKRÁ SIG?
SKRÁNING í FIMIIM MMlÍl.SIMl 897-0787 4
Á VEFNIIM WWW.JRB0lG2007.IS
iDl'lon í lH'lnnl..„lflkiífkl Itrtr Mm!n,,*,iilii Inn,..;
Guðrún Ögmundsdóttir í allsherjarnefnd:
Undanþágurnar nauðsynlegar
Forstjóri Útlendingastofnunar,
Hildur Dungal, segist ekki vita til
hvers allsherjarnefnd horfi þegar
hún veiti undanþágur frá þeim skil-
yrðum sem uppfylla þarf til að fá rík-
isborgararétt.Dómsmálaráðuneytið
megi ekki líta framhjá upplýsingum
lögreglu og Útlendingaeftirlitsins
þegar veittur er íslenskur ríkisborg-
araréttur líkt og Alþingi.
Nefndarmennirnir þrír í allsherj-
arnefnd Alþingis sem veittu Luciu
Celeste Molina Sierra íslenskan rík-
isborgararétt segjast ekki hafa kann-
ast við tengsl stúlkunnar við Jón-
ínu Bjartmarz umhverfisráðherra.
Lucia, sem kemur frá Gvatemala, er
kærasta sonar Jónínu og er skráð á
lögheimili hennar. { Kastljósi Ríkis-
útvarpsins í fyrrakvöld kom fram
að aðstæður Luciu hafi verið allt
WmELei A
/IfN
BbSÍm ,tzrj mv t... uu tiM'gTTT fci
m Alþingi Má líta framhjá R upplýsingum lögreglu og |í Útlendingaeftirlitsins við : V ý iC
ly veitingu ríkisborgararétts ■ ■ • * * \ 1 "X
aðrar en hinna 17 sem allsherjar-
nefnd þingsins samþykkti að veita
íslenskt ríkisfang á sama tíma.
Nefndarmennirnir þrír eru
Guðjón Ólafur Jónsson , Guð-
rún Ögmundsdóttir og Bjarni
Benediktsson.
Guðrún Ögmundsdóttir sam-
fylkingarmaður vísaði á nefndar-
formanninn og vildi ekki tjá sig
um mál Luciu Sierra. Spurð hvort
henni fyndist rétt að undanþágur
frá reglunum væru í höndum Al-
þingis svaraði hún því játandi. Mál
fólksins væru misjöfn og æðra
stjórnvald ætti að geta skorið úr um
hvort veita ætti undanþágur frá regl-
unum. Hvorki náðist í Guðjón Ólaf
né Bjarna Benediktsson nefndarfor-
mann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.