blaðið - 28.04.2007, Page 8

blaðið - 28.04.2007, Page 8
8 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 bla6ið Verkamannaflokki spáð ósigri Ósigur Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosning- unum í næstu viku verður sá stærsti í 20 ár, sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Daily Telegraph. Búist hefur verið við að Tony Blair forsætisráðherra greini frá afsögn sinni strax eftir kosningar. Utlendingum boðin hærri laun Mikil eftirspurn eftir vinnukrafti í heimalöndum erlendra verkamanna hefur í för með sér launahækkun hjá erlendum byggingaverkamönnum i Noregi. Byggingariðnað- urinn í nýjum ESB-löndum hefur glæðst og þess vegna er það orðið eftirsóknarvert að starfa þar. Lögga skaut 92 ára konu Tveir lögreglumenn í Atlanta hafa viðurkennt að hafa skotið til bana 92 ára konu á heimili hennar og komið fíkniefnum þar fyrir til að dylja glæpinn. Lögreglumennirnir fölsuðu hús- leitarheimild til að komast inn á heimili konunnar í nóvember síðastliðnum ásamtfjórum öðrum lögreglumönnum. SMÁAU6LÝ SiNGAR KAUPA /SELJA blaöið— SMAAUQLYSINGAR@BLADIO.NET Frábært tækifæri Umboð og lager er til sölu af sérstökum ástæðum. Þetta umboð er með ýmiskonar fatnað og heilsuskó. Með einstakan viðskiptamannahóp. Mjög vel þekkt innan heilbrigðisgeirarns fyrir þægindi og gæði. Hentar vel fyrir duglegt fólk sem vill vinna sjálfstætt. Miklir tekjumöguleikar. Upplýsingar f síma 691-0808 framsokn.is Kröftugt atvinnulíf - undirstaða velferðar Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins Vinsælasti auðmaður Israels í SL 2007 Lampard Rooney Gerrara Einar* Ronaldo I fangelsi eða stjórn ■ Fæddi þúsundir í mánuð ■ Ólögleg vopnasala og peningaþvottur Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Vinsælasti auðmaðurinn í Israel, Arkadi Gaydamak, gæti orðið ráð- herra í næstu ríkisstjórn eða lent í fangelsi. Gaydamak er grunaður um ólöglega vopnasölu, peninga- þvott og skjalafals og hann virðist vera á leið í pólitíkina. Gaydamak, sem talinn er eiga á milli í og 4 milljarða dollara, fæddist í Úkraínu árið 1952 og var fjögurra ára þegar fjölskylda hans flutti til Moskvu. Árið 1972, þegar Gaydamak var tvítugur, flutti hann til Israels, ári seinna til Frakklands og svo aftur til ísraels árið 2000. Gaydamak, sem hefur fengist við viðskipti og á tvo íþróttaklúbba, lýsir sjálfum sér mannvini sem verji persónulegum fjármunum sínum í þágu samfélagsins. Þess vegna stofnaði hann nýlega sam- tökin Félagslegt réttlæti og full- yrðir að ekki sé um stjórnmála- flokk að ræða, ekki enn. Norska blaðið Aftenposten greinir frá þvi að tvisvar á síðast- liðnu ári hafi auðmaðurinn hjálpað Israelum í neyð. Þegar hundruð flugskeyta frá Líbanon lentu í norðurhluta ísraels flýðu hundruð þúsunda Israela suður á bóginn. Þeir sem urðu eftir höfðu annað- hvort ekki ráð á að flýja eða höfðu ekki möguleika til þess. Þá skorti í mörgum tilfellum bæði mat og vatn. Gaydamakreisti flóttamanna- búðir fyrir sunnan Tel Aviv og sá þúsundum fjölskyldna fyrir fæði. Þetta kostaði hann sem svarar um 30 milljónum íslenskra króna á dag eða alls 900 milljónir þann mánuð sem búðirnar voru reknar. I nóvember síðastliðnum kom hann aftur til bjargar. Þegar flug- skeyti frá Gazasvæðinu lentu í bænum Sderot bauð hann bæjar- búum í frí til strandstaðarins Eilat. Rúmlega eitt þúsund manns munu hafa þegið boðið. Niðurstöður nýlegrar skoðana- könnunar sýna að fleiri en fimmti hver ísraelsmaður myndi snúa sér til Gaydamak þyrftu þeir á að- stoð að halda en aðeins 2,5 prósent myndu leita til Ehuds Olmerts forsætisráðherra. Þegar Gaydamak var í Frakk- landi setti hann á laggirnar þýð- ingamiðstöð og þannig komst hann í samband við sovéskar viðskipta- nefndir. Þessi sambönd nýtti hann sér í umsvifamiklum viðskiptum. Það kom síðan að því að frönskum yfirvöldum þótti hann of umsvifa- mikill. Samkvæmt tímaritinu Time fékk hann skilorðsbundinn dóm fyrir skattsvik árið 1999 og ári seinna var hann ákærður fyrir þátt- töku í ólöglegum viðskiptum við uppreisnarmenn í Angóla. Gaydamak flýði til Israels sem neitaði að framselja hann. Israelsk yfirvöld gruna hann þó um ýmis- legt vafasamt, eins og til dæmis peningaþvott og skjalafals, en hann neitar allri sök. Árekstrarnir við yfirvöld hafa ekki dregið úr vinsældum auð- kýfingsins. Samkvæmt skoðana- könnunum gæti hann fengið 13 af sætunum 120 á ísraelska þinginu breytti hann samtökum sínum í stjórnmálaflokk.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.