blaðið

Ulloq

blaðið - 28.04.2007, Qupperneq 14

blaðið - 28.04.2007, Qupperneq 14
blaði Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árog dagurehf. Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Köld slóð Nokkuð skuggalegar fréttir bárust af Kárahnjúkum í vikunni þegar í ljós kom að á aðeins tíu dögum höfðu 180 manns leitað til heilsugæslunnar á staðnum vegna veikinda. Um páskana fór að bera á því að starfsmenn, sem unnu í aðrennslis- göngum, leituðu til Þorsteins Njálssonar yfirlæknis vegna slappleika. í ljós kom að þeir voru með eitrunareinkenni sem talið er að rekja megi til mengunar í einum hluta aðrennslisganganna. Auðvitað geta alltaf orðið slys en það sem vekur helst athygli í þessu öllu saman eru viðbrögð vinnu- veitandans, ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo. Þorsteinn Njálsson, yfirlæknir á Kárahnjúkum, gerði yfirmönnum fyr- irtækisins strax viðvart en þeir sáu ekki ástæðu til að gera neitt. Það var ekki fyrr en menn komu út úr göngunum með virkilega slæm eitrunarein- kenni, bronkítis, lungnabólgu og astma sem hreyfing komst á hlutina. Það var sem sagt ekki fyrr en starfsmenn voru komnir í lífshættu sem brugðist var við. Og hverjir voru það sem brugðust við? Það var Vinnueftirlit ríkis- ins, ekki Impregilo. Þegar starfsmenn Vinnueftirlitsins sáu hvernig ástatt var lokuðu þeir strax þeim hluta ganganna þar sem mengunin var. Viðbrögð Impregilo hafa verið röng frá upphafi þessa máls. Þorsteinn segir að eftir að göngunum hafi verið lokað hafi yfirmenn fyrirtækisins látið stela sjúkralista með nöfnum þeirra 180 starfsmanna sem veiktust. Eftir það hóf talsmaður Impregilo að draga í efa að allir á listanum hefðu veikst vegna mengunarinnar. Það er algjört aukaatriði hversu margir veiktust og það er leitt að menn skuli reyna að breiða yfir vandann með þessum hætti. Matthías Halldórsson landlæknir sagði Impregilo hafa brotið lög með því að taka listann og að þeim bæri að skila honum sem þeir gerðu í gær. I Blaðinu í gær sagði Þorsteinn að skelfilegt væri að eiga við Impregilo. „Ég myndi ekki senda neinn sem mér þykir vænt um inn á þetta vinnu- svæði,” sagði yfirlæknirinn. Formaður Starfsgreinasambands íslands tók í svipaðan streng og læknirinn. „Að senda menn kílómetra inn í alvarlega menguð göng og skipuleggja vinnu í margar vikur, vitandi það að staður- inn er heilsuspillandi, segir manni að það er ekki allt í lagi með stjórnendur þessa fyrirtækis,” sagði Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasam- bandsins, í samtali við Blaðið. Hann útilokar ekki málssókn vegna þessa. Þegar yfirlæknirinn á Kárahnjúkum, landlæknir og formaður Starfs- greinasambandsins láta jafn þung orð falla um starfshætti Impregilo og raun ber vitni verða stjórnendur þess að hugsa sinn gang. Þeir geta í raun þakkað guði fyrir það að enginn starfsmaður skyldi hafa látist vegna eitr- unarinnar því þeir vissu af menguninni löngu áður en göngunum var lokað. í stað þess að taka ákvörðun um að loka þeim og bæta loftræsting- una var vinnu haldið áfram. Heilsu starfsmanna var stefnt í voða til þess eins að verkið drægist ekki á langinn. Er það rétt forgangsröðun? Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins PENZIM ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN Ú R SJÁVARRÍKINU UMHVERFIS ÍSLAND Dr. Jón Bragi Bjamason, prófessor í lífefnafræði, hefúr unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um áratuga skeið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim. Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana 14 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 blaóiö Breytum rétt í gær sýndu niðurstöður Capa- cent-könnunar að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er sammála um að ójöfnuður hefur aukist á Is- landi á þessu kjörtímabili. Það fer heldur ekki fram hjá neinum. Það er ein af helstu ástæðum þess að við viljum breytingar í kosningunum í vor - að við vitum að jöfnuðurinn hefur verið stærsti kostur og mesti styrkleiki íslensks samfélags og helsta ástæðan fyrir því hvað hér er gott að búa. Vegna jafnaðarins og þeirrar samstöðu sem honum fylgir hefur traust milli fólks í sam- skiptum og viðskiptum verið meira en víðast. Sömuleiðis hefur jöfnuð- urinn skilað okkur litlum glæpum og þannig öryggi í daglegu lífi sem er öfundsvert. Hann hefur Iika gert það að verkum að við höfum náð að nýta mikið af mannauðnum sem í hinni hörðu alþjóðlegu samkeppni samtímans um lífskjör reynist vera mikilvægasta auðlindin. Fyrir nú utan að hann hefur einfaldlega gefið okkur manneskjulegra sam- félag með samskiptum frjálsra jafningja. Það er þess vegna höfuð- atriði til að varðveita farsæld okkar og lífsgæði að vinna gegn vaxandi ójöfnuði. Allra gróði Það hefur komið í ljós að það eru eldri borgarar, öryrkjar og barnafjölskyldur sem þrengt er að. Fyrrnefndu hópunum bæði með stórauknum sköttum og gríðarlega óréttlátum og harkalegum tekjuteng- ingum í almannatryggingakerfinu. Svo kemur auðvitað í ljós í vikunni hjá Hagfræðistofnun að það er eng- inn að græða á þessari miðstýrðu skipulögðu fátækt. Ef ríkið frelsaði þetta fólk og leyfði því sjálfsbjörg- ina án þess að hirða af því bæturnar þá myndi afkoma ríkissjóðs batna en ekki versna því allt greiðir þetta fólk jú skatta af tekjum sínum. Því miður er svo skatta- og bótakerfið okkar fyrir barnafjölskyldur ekki öflugra en svo að hér eru miklu fleiri börn sem alast upp við fátækt en á hinum Norðurlöndunum. Ef Helgi Hjörvar við beittum sköttum og vaxta- og barnabótum til að styðja þessar fjölskyldur með sama árangri og jafnaðarsamfélögin á Norðurlönd- unum væru hér meira en 2000 færri fátæk börn. Og ætli það sé ekki eins með barnafjölskyldurnar og lífeyris- þegana að það myndi líka borga sig að hjálpa þeim til sjálfsbjargar því kostnaðurinn við fátækt, s.s. heil- brigðisvandamál, brottfall, örorku o.s.frv. er mikill. Það er einfaldlega reynsla af norræna jafnaðarmódel- inu að það borgar sig ekki bara fé- lagslega og siðferðislega, heldur líka fjárhagslega. Enga vitleysu Þótt við viljum snúa af braut ójafnaðar og fá stjórnvöld sem ráðast á biðlistana á BUGL, eftir hjúkrunarheimilum og í önnur augljós verkefni í velferðarkerf- inu er lítill áhugi á kollsteypu eða umbyltingu á íslensku samfélagi. Við viljum að hjól atvinnulífsins haldi áfram að snúast greiðlega, að aukin alþjóðavæðing og minni höft bæti áfram lífskjör almenn- ings því það eru aðeins öfgaöfl sem vilja stöðva atvinnugreinar eða alþjóðavæðingu. Flestir kjósa þó sennilega meira jafnvægi í efna- hags- og atvinnumálum og minni ríkisafskipti. Við höfum einfald- lega illa ráðið við ójafnvægið sem sýnir sig í vöxtum og verðbólgu en líka slæmum aðbúnaði og að- lögun innflytjenda og fleiri vaxt- arverkjum. Það er þess vegna ekki bara mikilvægt að breyta heldur breyta rétt þannig að ekki leiði til stöðnunar eða ógni árangri okkar í atvinnu- og efnahagsmálum. Evr- ópskir jafnaðarmenn hafa sýnt það og sannað um áratuga skeið að þeim er bæði treystandi fyrir sterku velferðarkerfi og eflingu atvinnulífs og efnahags. Lengst af var flokkur þeirra á Islandi hins vegar svo lítill að hér varð hann aldrei burðarflokkur í ríkisstjórn eins og systurflokkar hans i Evr- ópu. Með Samfylkingunni er jafn- aðarmannaflokkurinn á íslandi hins vegar orðinn jafnstór og stjórntækur og almennt í Evrópu og því er hennar tími kominn. Höfundur er þingmaður Samfylkingar PENZIM er hrein, tærog litarlaus náttúruvara byggð á vatnl en ekki fitu. PENZIM inniheldur engin ilmefni, litarefni eða gerviefni sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum. PENZIM inniheldur engar fitur, oílur eða kremblöndursem geta smitað og eyðilagt flfkur eöa rúmföt. PENZIM PENZIM rufvxauKUt* CLL WttHÁtl K\JV*al H/pf.K u m» \íARl\f fJííTMÖ LOTION SVfrH Al.J KATt tut M t»R AfTIV f HUrfV- f vrvsn1* Adtíwnj SLhi f* Mj AdtannU.MtB *r Penzim faest í apótekum, heilsubúóum og verslunum Nóatúns um land allt. penzim.is Klippt & skorid rátt fyrir að íslendingar hafi nú um fimmtán ára skeið keypt húsnæði á ströndum Spánar hefur algjör sprengja orðið hvað þetta varðar síðustu tvö árin. Sölu- skrifstofur hafa sprottið upp eins og gorkúlur og eftirspurn hérlendis virðist næg. Það skýtur engu að síður skðkku við því spænski fasteigna- markaðurinn er staðnaður i algjörum toppi eftir margra ára hækkanir og búast flestir við lækkunum á mörgum helstu stöðum landsins strax á þessu ári. Framboð er mun meira en eftirspurn í þeim löndum hverra þegnar hafa fjárfest hvað grimmast á Spáni gegnum tíðina. (Bretlandi, Þýskalandi og Sví- þjóð horfa menn ekki lengur til Spánar sem þykir orðið dýrt heldur beina sjónum einna helst að Búlgaríu og Marokkó. Sitt sýnist hverjum um „varnarsamning" (slands og Noregs. ( bloggheimum fagna ýmsir auknu öryggi en aðrir setja stór spurningarmerki við gjörðir ríkisins. Margir spyrja hver kostnað- urinn sé en það veit enginn. Miðað við samkomulagið er það að mörgu leyti nær því að f ' 'g - vera ný landhelgisgæsla en sér- stakurvarnarsamningur. Mark- miðið er að „efla samstarf um skipulagningu og um aðgerðir flugsveita, sjóhers og landhelg- isgæslu á íslandi og hafsvæðinu umhverfis fsland". Hvaða flugsveita? Hvaða sjóhers? Ekki þarf mikla skipulagningu fyrir þau tvö ís- lensku varðskip sem hér um miðin sigla. Ekki þarf mikla skipulagningu fyrir einu eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar. Mörgum spurningum erósvarað. Sífellt fleiri brögðum er beitt til að fá starfsfólk á vist- og hjúkrunarheim- ili hérlendis enda duga lág launin skammt til að heilla atvinnuleitendur. Nú vantar sjúkraliða og annað starfsfólk á hjúkrunarheimili aldraðra á Kjalarnesi og i boði er meðal annars ansi vænn bíla- styrkur séu áhugasamir bú- settir í Reykjavík. Þannig greiðast rúmar 60 þúsund , - krónurhvern mánuð miðað Ú ,-WLjé við 40 kílómetra akstur sem skagar upp í að vera 1 helmingur þeirra launa sem í boði eru fyrir störfin. En vissulega dágóð búbót fyrir starfsmenn hverra störf hafa verið van- metin um árabil. albert@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.