blaðið - 28.04.2007, Page 18

blaðið - 28.04.2007, Page 18
16 LAUGARDAGUR 28. APRIL 2007 bla6ið Hver yrðu áhrif íslands innan ESB? Óhagstæður mælikvarði „Formleg áhrif aðildar- ríkja EvrópusambandsinS innan þess miðast fyrst og fremst við íbúafjölda þeirra sem verðurað teljast afar nhanstæfiiir mæHkx/arfti fvrir nkkur ísfanrlinna ” IHII Því er gjarnan haldið fram af þeim sem vilja ganga í Evrópusambandið að aðild sé nauðsynleg til þess að við getum haft áhrif innan sambands- ins. Látið er eins og þessi áhrif yrðu mikil og jafnvel ýjað að því að við myndum ráða öllu þar á bæ sem við vildum. Minna er hins vegar farið út í það nákvæmlega hversu mikil þessi áhrif kynnu að verða. 1 ítarlegri og fróðlegri skýrslu Evrópunefndar for- sætisráðherra, sem nefndin sendi frá sér i mars sl., eru þessu gerð skil á bls. 83-85. Óhagstæður mælikvarði Formleg áhrif aðildarríkja Evr- ópusambandsins innan þess miðast fyrst og fremst við íbúafjölda þeirra sem verður að teljast afar óhagstæður mælikvarði fyrir okkur fslendinga. Gera má því ráð fyrir að áhrif okkar innan sambandsins yrðu hliðstæð og Möltu en þar bjuggu um 400 þúsund manns í lok síðasta árs. ísland yrði ásamt Möltu fámennasta aðildarrikið og þar með með minnstu áhrifin. Óheimilt að draga taum heimalanda sinna fsland fengi einn fulltrúa í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins. í Nice-sáttamálanum er gert ráð fyrir að þegar aðildarríkin séu orðin 27 (sem þau urðu um síðustu áramót) verði fulltrúarnir í framkvæmda- stjórninni færri en aðildarríkin sem kemur væntanlega til framkvæmda við skipun næstu framkvæmda- stjórnar árið 2009 að óbreyttu. í fyr- irhugaðri stjórnarskrá sambandsins er hins vegar gert ráð fyrir að hvert aðildarríki eigi aðeins fulltrúa í framkvæmdastjórninni annað hvert kjörtímabil en kjörtímabilið er 5 ár. Þess ber þó að geta að fulltrúarnir í framkvæmdastjórninni eru í raun einungis fulltrúar aðildarrikjanna að því leyti að ríkisstjórnir þeirra til- nefna þá. Þess utan er þeim óheimilt að draga taum heimalanda sinna og ber einungis að líta til heildarhags- muna Evrópusambandsins. Umrœöan Á móti myndum við gefa eftiryf- irráð okkaryfir flestum okkar málum. Hjörtur J. Guðmundsson Fulltrúi landsins í leiðtogaráðinu sitja leiðtogar að- ildarríkjanna og forsætisráðherra íslands myndi sitja þar sem fulltrúi landsins. f ráðherraráðinu myndi fsland væntanlega fá þrjú atkvæði af 345. Á Evrópusambandsþinginu fengjum við 5 þingmenn af 785, 6 af 750 ef fyrirhuguð stjórnarskrá Evr- ópusambandsins verður samþykkt. M.ö.o. vel innan við 1 prósent vægi í báðum tilfellum. f efnahags- og fé- lagsmálanefnd sambandsins, sem og héraðanefnd þess, myndi fsland væntanlega líkt og Malta fá fimm full- trúa en alls eru 344 fulltrúar í þessum nefndum í dag. Gefum eftir yfirráð okkar ísland myndi tilnefna einn dóm- ara í dómstól Evrópusambandsins en hann væri, líkt og fulltrúinn í fram- kvæmdastjórninni, ekki fulltrúi ís- lenskrahagsmuna. Aðildarríkin skipt- ast á að vera í forsæti ráðherraráðsins í sex mánuði í senn. Miðað við 28 aðildarríki færi f sland með forsætið á 14 ára fresti. Ef stjórnarskráin verður samþykkt verður þetta kerfi afnumið og í staðinn kemur sérstakur kjörinn forseti ráðsins. Að öðru leyti myndi í raun ekkert breytast við aðild hvað varðar áhrif okkar innan Evrópusambandsins. Aðaláhrif íslands innan sambands- ins myndu áfram byggjast á „lobby- ism”, rétt eins og raunin er í dag. Á móti myndum við gefa eftir yfirráð okkar yfir flestum okkar málum og lítið sem ekkert hafa um þau að segja eftir það. Höfundur er sagnfræðinemi Sjálfstæðisflokkurinn vill jafna foreldraábyrgð kynjanna! Veigamiklar breytingar hafa orðið á hlutverkum kynjanna á síðustu áratugum. Eitt sinn voru konur heimavinnandi og karlar fyrirvinnur heimilanna. Konur sóttu út á vinnnumarkaðinn og börnin fóru í leikskóla og í dag taka karlar almennt meiri þátt í heimilisstörfum og uppeldi barna. Ennþá bera konur að meðaltali meiri ábyrgð á heimili og börnum og karlar bera að meðaltali meira úr býtum á vinnumarkaði. Fáar konur eru á meðal æðstu stjórn- enda stórfyrirtækja landsins og óútskýrður launamunur kynjanna er talinn vera um 15 prósent. Það eru um 14.000 mæður sem búa ekki með barnsfeðrum sínum, en þær hafa lögheimili um 20.000 barna hjá sér, þ.e. barna yngri en 18 ára. Þær bera þ.a.l. mesta ábyrgð á uppeldi þeirra og hafa stöðu, skatta- lega og félagslega sem foreldri og einstætt foreldri ef þær eru ekki í sambúð með nýjum maka. Það eru um 12.000 feður sem greiða meðlög með þessum 20.000 börnum. Trú- lega er kynbundinn munur hvergi meiri en í þessum málaflokki, sem telur 26.000 foreldra eða um 16 pró- sent af vinnandi fólki á íslandi. Sjálfstæðisflokkur setti lög um fæðingarorlof Sjálfstæðisflokkur hafði for- göngu um að setja lög um fæðing- Foreidrajafnrétti er leið til að ná iaunajafnrétti kynjanna. Gísli Gíslason arorlof, þar sem réttur kynjanna til töku fæðingarorlofs var að veru- legu leyti jafnaður. Víða erlendis er horft til þeirra fyrirmyndar sem hin íslensku fæðingarorlofslög eru. í útgáfu fréttablaðs Fathersd- irect í apríl 2007 fjölluðu þessu virtu bresku samtök um íslensku fæðingarorlofslögin. Þar segir m.a.: „Iceland - the world-leader in promoting active fatherhood am- ong new dads”. Forysta fslands á heimsvísu er óskoruð og óumdeild í þessum málaflokki. Fyrir gildis- töku laganna gátu ungar konur á vinnumarkaði lent í því að karlar væru frekar ráðnir í störf, vegna þess að þær hygðu á barneignir. Með lögum um fæðingarorlof var körlum tryggður sambærilegur réttur og konum til orlofstöku vegna barneigna. Það má fullyrða að hér bætti aukinn réttur feðra til foreldraábyrgðar stöðu kvenna á vinnumarkaði. Sjálfstæðisflokkurinn setti lög um sameiginlega forsjá Undir forystu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra var sameiginleg forsjá lögfest sem meginregla við skilnað foreldra. Þetta þýðir að löggjaf- inn gefur þau skýru skilaboð að við skilnað ber foreldrum að fara áfram sameiginlega með ábyrgð á börnum sínum. Að gefinni þeirri forsendu að sameiginleg forsjá þróist í jafna foreldraábyrgð, þá mun þessi löggjöf, eins og fæðingarorlofslögin, einnig jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Sjálfstæðisflokkurinn vill jafna foreldraábyrgð Enn er langt í land að kynin beri jafna ábyrgð á uppeldi barnanna og enn er langt í launajafnrétti kynjanna, því miður. Á nýliðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt ályktun um fjölskyldumál, sem segir m.a: „Stuðla ber að því að báðir for- eldrar beri ávallt sem jafnasta ábyrgð á uppeldi barna, óháð hjúskaparstöðu foreldranna. Sameiginleg forsjá verði meginregla frá fæðingu barns án til- lits til þess hvort foreldrar búa saman.” Enginn flokkur er líklegri en Sjálf- stæðisflokkurinn til að halda áfram að jafna foreldraábyrgð kynjanna og stuðla þar með að launajafnrétti kynjanna. Höfundur býr á Álftanesi og skipar 15. sæti á lista sjálfstæðismanna í SV-kjördæmi Græn framtíð Við vinstri græn viljum hugsa lengra. Við viljum hugsa til fram- tíðar sem nær lengra en eitt fjár- lagaár, lengra en eitt kjörtímabil, lengra en ein mannsævi. Þess vegna heitir umhverfisstefna okkar Græn framtíð. í henni er tekið á nýjan og heildstæðan hátt á umhverfis- málunum. Umhverfisstefna okkar tekur til að mynda á málefnum eins og umhverfismennt, stjórn- sýslu umhverfismála, náttúru- siðferði, loftslagsbreytingum og vatnsauðlindinni. Vatnsvernd tryggð í Grænni framtíð eru sett fram markmið til lengri og skemmri tíma, en líka leiðirnar sem bestar eru til að ná þessum markmiðum. Til að mynda viljum við að sam- ráð við almenning um vatnsvernd sé tryggt. Vatnið er sameiginleg auðlind og á að vera sameign þjóð- arinnar allrar. Við viljum að nem- endur í leik-, grunn- og framhalds- skólum hljóti markvissa menntun í anda sjálfbærrar þróunar, þar §Við stefnum að því að mynda nýja, græna ríkisstjórn Umrœðan Gestur Svavarsson með talda fræðslu um umhverfis- mál. Framgangur stefnu af þessu tagi þýðir að meðvitund fólks um umhverfismál eykst með tímanum, með aukinni fræðslu. Ákvarðana- taka ætti að taka mið af umhverfis- sjónarmiðum í ríkara mæli en nú - og aðgengi fólks að ákvarðantöku um skipulags- og umhverfismál í sínu nánasta umhverfi þarf að vera þannig að venjulegt fólk geti haft þar bein áhrif. Græn ríkisstjórn Umhverfismál mega ekki vera afgangsstærð sem hugsað er um þegar aðrar ákvarðanir hafa þegar verið teknar. Þess vegna snertir Græn framtíð á öllum helstu mála- flokkum sem stjórnmálamenn glíma við, ekki bara náttúruvernd og landnýtingu, heldur líka at- vinnumálum, samgöngumálum og efnahagsmálum. Eitt af því sem við leggjum til er að umhverfisráðu- neytið fái hærri sess en nú, þannig að til þess sé litið með svipuðum hætti og ráðuneytis efnahagsmála. Við stefnum að því að mynda nýja, græna ríkisstjórn þann 12. maí og auka þá vægi umhverfismála svo um munar. Stjórnarandstaðan er aðeins hársbreidd frá þvi ætlunar- verki sínu og byrinn er með okkur. Það er ekki heillaspor fyrir þjóð- ina að hafa sama flokkinn í ríkis- stjórn í 20 ár eins og stefnir í ef við fáum ekki Sjálfstæðisflokkinnn úr stjórnarráðinu. Við viljum allt aðra ríkisstjórn - græna ríkisstjórn og græna framtíð. Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna (Suðvesturkjördæmi Náðu flrreftEffl imrgíj í sumar! “Eg sexfaldaði lestrarhraða minn á 3 vikum! Frábært!” Guðjón Bergmann, 34 ára rithöfundur, f yrirlesari og jógakennari. “Ykkur að þakka mun ég rúlla upp samræmdu prófunum.” Jökull Torfason, 15 ára nemi. “...á eftir að spara mér hellings tíma af námsbókalestri.” Ragna Björk Ólafsdóttir, 17 ára nemi og golfari. ■Snilldarnámskeið kom ý'emmölegaá óvart hversu .Loksins sé ég fram á það að ge(a k|árað “Þetta mun nýtast mér alla ævi.” Jóhanna Helga, 15 ára grunnskólanemi. miklum hraða ég náði.” Guðbjörg Jónsdóttir, 40 ára Framhaldsskóíakennari. lesbækur fyrir próf” Elín Björk Jónsdóttir, 15 ára nemi. Skráning á sumarnámskeið Hraðlestrarskólans er hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta. HRAJEDI JESTFÍARSKÓL JINN

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.