blaðið

Ulloq

blaðið - 28.04.2007, Qupperneq 44

blaðið - 28.04.2007, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 28. APRIL 2007 tíska tiska@bladid.net blaðið Bush hannar poka Lauren Bush, frænka Georges Bush, berst gegn hungri í heiminum og vinnur að umhverfisvernd í leiðinni og hefur í þeim tilgangi hannað stóra strigapoka með áletruninni FEED. Lauren sem er talskona fyrir verkefnið Mat fyrir heiminn sem starfrækt er af Sameinuðu þjóðunum hannaði pokana til að safna fé fyrir verkefnið. Pokarnir hafa vakið mikla eftirtekt, enda nokkuð smart, og eru meðal söluhæstu hluta í vefversluninni Amason, en hver poki kostar tæpa 60 dollara. Dáleiðandi ilmur Hypnose er ferskur ilmur og fram- andi, í senn ilmur af sítrusávexti, ástríðublómi og vanillu. Sumarlegur og léttur ilmur. £3* Nemendur sýna lokaverkefni sín Fatahönnunarnemar í útrás MAC í Kringlunni Aödáendur MAC-snyríivara ættu að gleðjast því nú hefur MAC- verslun verið opnuð í Kringlunni. Eins og margir vita er verslunin einnig með aðsetur í Smáralind en verslunin sem verður opnuð í Kringl- unni er sú fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum þar sem vöruúrval verður meira en hingað til hefur verið. Kate Moss fær sér lógó Fyrirsætan Kate Moss hefur ákveðið að gera nafn sitt að skráðu vörumerki og hefur uppi ýmsar hug- myndir sem munu án efa auka á velgengni hennar. Kate fékk til liðs við sig grafíska hönnunarsnillinginn Peter Saville til að hanna lógóið fyrir sig. Saville, sem varð fyrst þekktur fyrir að hanna plötuumslög fyrir hljómsveitirnar Joy Division og New Order, er strax búinn að leggja fyrstu skissur undir Kate. Saville var ánægður með leiðina sem Moss vildi fara, enda er fyrir- sætan þekkt fyrir góðan smekk, og vinnur hann nú að lokaútgáf- unni sem von- andi kemurfyrir augu almenn- ings innan tíðar. Nú er bara að bíða og sjá hvað skráða vöru- merkið Kate Moss hefur fram að færa... Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga HjartaHeill sími 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta Auglýsingasíminn er 5103744 EES Eftir Lóu Auðunsdóttur loa@bladid.net Islensk hönnun í útrás var þemað sem nemendur í fata- og textíl- hönnun á listnámsbraut Fjölbrauta- skólans í Garðabæ fengu þegar þeir áttu að hanna tiskulínu fyrir loka- verkefnið sitt við skólann. Afrakst- urinn sýndu nemendurnir á tísku- sýningu í vikunni og þar kenndi ýmissa frumlegra grasa íslenskrar hönnunar í útrás. „Bæði vildum við fá nemendur til að huga að íslensku útrásinni af Íiví að hönnun er stór liður í útrás slendinga. Það er líka góð tilfinn- ing fyrir hönnuði að vita af því að það er ekki bara markaðurinn hér heima sem er þeirra markaður held- ur heimurinn allur. Við hugsuðum líka þemað sem útrás fyrir nemend- urna fyrir eigin sköpunarkraft, hug- myndir og nýsköpun,“ segir Ásdís Jóelsdóttir, kennari við deildina. Tískusýningin var mjöjg fjöl- breytt og flott að sögn Asdísar. „Hver nemandi sýndi 4-6 heilklæðn- aði sem hugsaðir voru sem heil tískulína og þar mátti sjá föt á ást- fangið par, föt fyrir magadansara og nærföt. Sumir nemendurnir leituðu fanga í íslenskri náttúru og hefðum en aðrir túlkuðu útrásina á sinn persónulega hátt.“ Elísabet Ósk Elvarsdóttir er einn af sjö nemendunum sem sýndu lokaverkefnið sitt á tískusýning- unni. „Ég ákvað að hanna föt á ástfang- ið par og þemað mitt var ást og ham- ingja sem ég tengdi við íslensku útrásina með því að sýna glæsilegt par á rauða dreglinum í íslenskri náttúru. Ég lét prenta ljósmyndir af íslenskum fossum á efni sem ég notaði síðan í kjól og bindi. Ég vildi líka prófa ýmsar nýjungar og gerði frumlega útgáfu af herraskyrtu úr silki,“ segir Elísabet. Það er mikil vinna sem fylgir því að hanna fyrir svona sýningu en undirbúningur fyrir lokaverkefn- ið hófst í janúar með skissuvinnu og rannsókn. „Við erum búnar að vera uppi í skóla frá morgni fram á Sólarúði fyrir andlitið Nu þurfa fölir vangar ekki að örvænta því að nú er hægt að fá sprey sem gefur jafnvel hvítustu húð eðlilegan sól- artón. Úðinn er í Terracotta-línunni frá Guerlain og er sniðugur fyrir þær sem ekki vilja nota sólarpúður en úðinn gefur jafna og eðlilega áferð á húðina svo hún virðist sólbrún og sumarleg. Úðinn er fyrst og fremst fyrir andlitið en það er líka hægt að stelast til að nota hann á axlir og fætur. Léttur og heilbrigður líkami - kíktu inn á metasys.is metasys.is Mynd/Frikki Ástfangið par í íslenskri náttúru Elisabet Ósk Elvarsdóttir hannaði út frá ástinni fyrir sína fatalínu. „Vildum fá nemendur.til að huga að íslensku útrásinni afþví að hönnun er stór liður í henni.“ kvöld þennan síðasta mánuð fyrir sýninguna. Við saumum allt sjálf- ar og gerum efnið sjálfar í sumum tilvikum þannig að þetta er heil- mikil vinna.“ Elísabet stefnir á framhaldsnám í fatahönnun og draumurinn er að stunda nám í Parsons í New York. „Það er frábær skóli og ekki spillir fyrir að hann er staðsettur á Man- hattan í New York.” Frá tískusýningu nemenda í fata- og textílhönnun á list- námsbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ íslenska útrásin var þemað og nemendur unnu á fjölbreyttan hátt úr þvi. Litlir og stuttir pallíettukjólar Pallíettukjólar eru heitir fyrir sumarið og falla vel til ýmissa athafna sem krefjast ákveðins glamúrs. Það er fallegt þegar sumarsólin skín á pallíetturnar svo að kjólarnir nánast skína. Margir þekktustu fatahönnuðir heims sýndu pallíettukjóla af ýmsum gerðum fyrir sumarið 2007. Flestir eru þeir stuttir og annað hvort í Ijósum og brúnleitum tónum, gylltir eða silfraðir eða klassískir svartir. « I f * • • Ávextir um hálsinn Ávextir, hjörtu og plastdemantar eru þemun í skartinu nú í sumar. Hálsmenin eru stór og litrík og formin eru jarðarber, epli, vín- berjaklasar og aðrir sumarlegir ávextir auk skordýra og stórra ástartákna... Þessi flotti vínberjaklasi fæst i Skarthúsinu...

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.