blaðið - 28.04.2007, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007
blaöið
íþróttir
Skeytin inn
Eggert Magnússon, stjórnarfor-
maður West Ham, verður að
gera svo vel að punga út 706
milljónum króna í sekt þar sem
samningar Argentínumannanna
Carlos Tevez og Javier Mascher-
ano við liðið voru ólöglegir. Var
þetta niðurstaða
knattspyrnusam-
bandsins en
enginstigvoru
Íþó dregin frá
liðinu. Slíkt
hefðiaðöll-
umlíkindum
orðið síðasti
naglinn í
kistuWest
Hamíúr-
valsdeild-
inni.
af TÍU síöustu leikjum íslenska U-19
kvennalandsliösins hafa unnist en fram
undan er Evrópumeistaramót U-19 sem
fram fer hér á landi. Þar etur liðið kappi
við allar bestu þjóðir álfunnar.
SÆTI er arangur Rögnu Ing-
ólfsdóttur, íslandsmeistara í
badminton, á nýjasta heimslista
í greininni. Hefur hún hækkað
sig um tvö sæti síðan síðast.
ithrottir@bladid.net
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@bladid.net
Dagar Emils Hallfreðssonar hjá
enska knattspyrnuliðinu Totten-
ham Hotspur eru taldir. Þar hefur
hann engin tækifæri fengið með að-
alliðinu þrátt fyrir spræka spretti
með landsliðinu og segist hann í
raun vera búinn að henda hvíta
handklæðinu. Samningur hans
rennur út í júní og enginn hjá félag-
inu hefur gefið neitt til kynna um
framhaldið. Hann hlakkar til að
komast heim í sumar og telur dag-
ana þangað til.
Fúlt og leiðinlegt
Emil hefur um hríð verið eitt
mesta efni sem fram hefur komið
í íslenska boltanum og ekki leið á
löngu áður en atvinnumennska
heillaði þennan 22 ára peyja. Sá
vegur hefur hins vegar verið bratt-
hef samt lítinn áhuga á að sækja
þangað aftur. Meira heillar að
prófa lið á meginlandinu, Hol-
land kannski, eða eitthvað slíkt.
Ég er ungur enn og ætla ekkert
að gefast upp þó tími minn hjá
Tottenham sé ekkert til að skrifa
heim um.”
Berst fyrir landsliðið
Emil var einn ljósasti punktur-
inn í landsleik Spánar og íslands
sem fram fór um daginn og hann
stóð sig vel í leiknum þar á undan
gegn Svíþjóð þó báðir leikir hafi
tapast. „Mér fannst gaman gegn
Spánverjunum og það var frábært
að eiga við Sergio Ramos. Ætlaði
mér að gera honum lífið eins leitt
og ég gat og held það hafi tekist
að vissu marki. Annars voru
úrslitin afar svekkjandi í þeim
leik því við vorum nálægt því að
hanga á stiginu.”
Emil segir móral innan landsliðs-
ins góðan þó liðið sé í frjálsu falli
niður styrkleikalista Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins en liðið standi
og falli með næstu tveimur leikjum
hvað Evrópukeppnina varði. „Við
þurfum að kafsigla Liechtenstein
og ná stigi hið minnsta úti gegn
Svíum. Ég vona innilega að ég fái
tækifæri í þeim leikjum og það er
fyrst og fremst með það í huga sem
ég æfi mig á fullu hér í dag.”
Tíu æfingar í viku
Varalið Tottenham æfir að meðal-
tali tíu sinnum í viku en þess utan
segir Emil að hann eyði tímanum
heima við í íbúð sinni í London.
„Ég á góða félaga hér í London og
vinir og kunningjar sækja mig
heim reglulega. Kvöldin eru róleg
og góð og ég kvarta ekki yfir borg-
inni enda gott að vera hér... fyrir
utan að fá ekkert að spila.”
ari en hann hélt. „Það sem hefur
komið mér mest á óvart er að engu
skiptir hversu vel ég spila í vara-
leikjum eða hversu mikið ég æfi og
bæti mig. Hjá Tottenham virðist
það engu skipta. Þetta er grautfúlt
enda tel ég mig hafa mikið að sýna
fáist tækifærið en ég hef á þessari
stundu hætt að gera mér vonir um
frama hér. Ég virðist vera herra
ósýnilegur hvað forráðamenn
Tottenham varðar. Það eina sem
kemst að í huga mér nú er að kom-
ast heim í frí í sumar og finna mér
annan klúbb.”
Ætlar ekki að spila hér heima
Áhugann á að taka skóna fram
að nýju með íslensku félagsliði
segir Emil takmarkaðan að svo
stöddu. Hugurinn standi annað
en þó ekki heim hvað ferilinn
varðar. „Mér gekk ágætlega í Sví-
þjóð með Malmö á síðasta ári en
Hlakkar til aö komast heim
Missti áhugann hjá Tottenham
Glamrar á gítar í frístundum
Einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins Emil Hallfreðsson 1 kuldanum hjá Tottenham
Beinar utsendingar
Laugardagur
11.15 SkjárSport
Knattspyrna
Everton - Man.Utd
13.50 SkjárSport
Knattspyrna
Wiqan - West Ham
16.05 RUv
Handbolti
Dcildabikar kvenna
17.50 Sýn
Knattspyrna
Ati, Madrid - Real Betis
19.50 Sýn
knattspyrna
vaiencia - Recreativo
Sunnudagur
12.55 SkjárSport
Knattspyrna
Roma - Lazio
14.50 SkjárSport
Knattspyrna
Arsenai - Fulham
15.20 Sýn
Handbolti
IKiel - Flensburg
16.05 RÚV_______
Handbolti
Ðeildabikar karia
16.55 Sýn
Knattspyrna
Barcelona - Levante
17.00 Sýn Extra
Körfuboltí
Miami-Ghicao
18.25 SkjárSport
Knattspyrna
Inter - Empoli
18.50 Sýn
Knattspyrna
Atl. Bilbao - Real Madrid
í tilefni af I20 ára afmæli Landsbankans endurvekjum við
hið sngufræga Landsbaukahlaup fyrir 10-13 ára krakka.
Hlaupið hefst á sama tíma um allt land, kl. 11.00.
1W\- 1
Sameiginlegt hlaup fyrir höfuöborgarsvæöiö
er á Laugardalsvellinum í Reykjavík og viö 21
útibú á landsbyggðinni.