blaðið - 01.06.2007, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007
blaðið
sviptir sig lífi
Sádiarabískur fangi svipti sig lífi í fangabúðum banda-
ríska hersins við Guantanamo-flóa á Kúbu. Þrír menn
sviptu sig lífi í búðunum í fyrra. Um 380 fangar eru í
búðunum og hafa sumir þeirra verið í haldi í fimm ár. Þeir
njóta ekki verndar Genfarsáttmálans um stríðsfanga.
Drukkna í hitabylgju
Á þriðja tug manna hefur drukknað í Moskvu í til-
raunum sínum til að kæla sig í hitabylgjunni sem
nú gengur yfir Rússland. Meirihluti hinna drukkn-
uðu voru ölvaðir. Hiti í borginni hefur farið yfir 30
gráður og hefur aldrei mælst hærri í maimánuði.
Kosið í nóvember
fbúar í Nepal munu í nóvember kjósa sérstakt þing sem mun sjá um
að semja nýja stjórnarskrá. Þinginu er ætlað að móta stjórnkerfið í
landinu og ákvarða framtíð konungsríkisins. Um 13 þúsund manns
hafa látist í átökum uppreisnarhópa maóista og stjórnarhersins frá
árinu 1996, en skrifað var undirfriðarsamkomulag í fyrra.
Kynferðisbrot:
Misnotaði
5 ára telpu
Karlmaður á þrítugsaldri
hefur verið dæmdur i tveggja og
hálfs árs fangelsi fyrir kynferð-
isbrot, fyrir vörslu barnakláms
og fíkniefna og fyrir umferðar-
lagabrot. Maðurinn var dæmdur
fyrir að lokka 5 ára telpu inn í
skúr á leiksvæði og láta hana
snerta lim sinn og setja hann í
munn hennar. Einnig var hann
dæmdur fyrir að sýna telpu
klámmynd, en sýknaður af
ákæru um að sýna annarri telpu
klámmynd og einni til viðbótar
kynfæri sín. Maðurinn gekkst
undir geðrannsókn sem leiddi í
ljós að hann væri haldinn barna-
girnd, en þó talinn sakhæfur.
m
LIÐ-AKTÍN
6XTRA
Glucosamine & Chondroítin
60 töflur
Heldur liöunum
liöugum!
tSfe n9í hdlsa
|| WmL -haföu þaó gott
Ll>«va
Blóraböggull Kaupsýstumaðurinn Andrei Lugovoi
heldur uppi vörnum á blaðamannafundi í Moskvu í gær.
Hann er sakaður um að hafa myrt Alexander Litvinenko,
fyrrum kottega sinn hjá rússnesku leyniþjónustunni.
Segir M16 hafa fyrirskipað morðið á Litvinenko:
Ég er blóraböggull
■ Telja mig vera rússneskan James Bond ■ Fullyrðingar Lugovois út í hött
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson
magnus@bladid.net
Andrei Lugovoi, maðurinn sem er
ákærður fyrir morðið á fyrrum rúss-
neskanjósnaranumAlexanderLitvin-
enko, segir að breska leyniþjónustan,
M16, hafi staðið á bak við morðið. Á
blaðamannafundi í Moskvu í gær
sagðist Lugovoi vera blóraböggull í
málinu og að bresk stjórnvöld reyni
að láta hann líta út sem rússneskan
James Bond. Yfirvöld í Bretlandi
segja málið ekki vera á könnu leyni-
þjónustunnar, heldur sé um hefð-
bundið morðmál að ræða.
Litvinenko lést á sjúkrahúsi í
London af völdum pólon 210-eitr-
unar. 1 siðustu viku tilkynnti saksókn-
araembættið í Bretlandi að það hefði
nægar sannanir til að ákæra Lugovoi
fyrir morðið og fóru bresk stjórnvöld
fram á að hann yrði framseldur frá
Rússlandi. Yfirvöld í Kreml neituðu
að verða við beiðninni og segja að
rússneskir ríkisborgarar verði ekki
framseldir til annarra ríkja.
„Bretar telja sig hafa fundið rúss-
neskan James Bond sem brýst inn
í kjarnorkubúr og drepur vin sinn
með köldu blóði, á sama tíma og
hann eitrar fyrir sjálfum sér, vinum
sínum, konu og börnum,“ sagði
Lugovoi. Hann sagði að hafi breska
leyniþjónustan ekki framið morðið
sjálf, þá hafi það verið gert að hennar
skipan eða með hennar vitund. Að-
spurður hvort hann hefði sannanir
fyrir þessum fullyrðingum svaraði
hann játandi, en vildi ekki gefa upp
nánari smáatriði.
Lugovoi sagði að M16, rússneska
mafían eða Boris Berezovsky, vinur
Litvinenkos, hafi átt aðild að morð-
inu. Berezovsky hafi, líkt og Litvin-
enko, starfað fyrir bresku leyniþjón-
ustuna, en þeir tveir hafi lent upp
á kant við yfirboðara sína. Var svo
komið að M16 hafði ekki lengur
stjórn á Litvinenko.
Lugovoi fullyrti jafnframt að
breska leyniþjónustan hafi reynt að
ráða sig í vinnu til að safna fjárhags-
legum upplýsingum um Pútín og fjöl-
skyldu hans. En þegar hann sá upp-
hæðirnar sem M16 ætlaði að greiða
honum varð honum ljóst að starfið
væri viðameira en það.
Berezovsky segir staðhæfingar
Lugovois út í hött og að þær bendi
frekar til þess að yfirvöld í Kreml
hafi staðið á bak við morðið. „Allt í
orðalagi og hátterni Lugovois bendir
til þess að hann sé þarna á vegum
Kremlar. Ef hann vill sanna sakleysi
sitt legg ég til að hann fari til London
og sitji réttarhöldin.“
Oleg Gordievsky, fyrrum njósnari
hjá sovésku og síðar bresku leyniþjón-
ustunni, segir fullyrðingar Lugovois
kjánalega draumóra. Hann sagði að
Litvinenko hefði aldrei starfað fyrir
bresku leyniþjónustuna líkt og Lugo-
voi fullyrti. „Hann var meðlimur
FSB, sem er innanlandsdeild KGB.
M16 hefur engan áhuga á þeirri deild
þannig að það var engin þörf fyrir
Litvinenko.“
MORDID Á UTVINENKO:
HELSTU ATBURÐIR
1. nóvember 2006: Alexander Litvinenko
hittir Lugovoi og annan Rússa á hóteli í
London.
23. nóvember 2006: Litvinenko deyr á
sjúkrahúsi í London.
24. nóvember 2006:
Yfirlýsing frá Litvin-
enko er birt þar sem
hann sakar Vladimír
Pútín Rússlandsforseta
um að eiga þátt i dauða
sínum. Sérfræðingar
staðfesta að eitraö hafi
verið fyrir Litvinenko.
6. desember 2006: Lög-
reglan í Bretlandi
rannsakar dauða Litvinen-
kos sem morð.
22. maí 2007: Saksókn-
araembættið i Bretlandi til-
kynnirað Lugovoi verði ákærðurfyrir morðið
á Litvinenko.
28. mai 2007: Bretland fer formlega fram
á að Lugovoi verði framseldur frá Rússlandi.
Rússar segjast ekki framselja rússneska rík-
isborgara til annarra ríkja.
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Sverrir Einarsson
Hermann Jónasson
Geir Harðarson
Bryndís Valbjamardóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gcstabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • TiLkynningarífjiilmiðJa • Landsbyggðarþjónusta • Lfkflutningar
Tllboð Stillu ehf. í Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum:
Toppuðu tilboð Eyjamanna
Félagið Stilla ehf., sem er í eigu
bræðranna Guðmundar og Hjálm-
ars Kristjánssona, hefur ákveðið að
leggja fram samkeppnistilboð í allt
hlutafé Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum gegn Eyjamönnum
ehf. Er tilboðið 85 prósentum hærra
en skyldutilboð Eyjamanna sem var
lagt fram í byrjun maí.
Stilla ehf., ásamt félögum
tengdum því, á nú samtals 25,79 pró-
sent af heildarhlutafé Vinnslustöðv-
arinnar. Verð samkvæmt tilboði
Stillu er 8,5 krónur á hvern hlut en
tilboð Eyjamanna hljóðar upp á 4,6
krónur. Telur Stilla að tilboð Eyja-
manna sé of lágt og fjarri því að
endurspegla sanngjarnt mat á virði
félagsins.
Hróbjartur Jónatansson, lög-
maður Stillu, segir þetta tilboð ekki
gert í þeim tilgangi að leysa upp
félagið heldur sé ætlunin að halda
áfram sömu starfsemi Vinnslustöðv-
arinnar í Vestmannaeyjum. Segir
hann að Stilla sé ósammála fyrir-
ætlunum Eyjamanna um að afskrá
félagið úr OMX/Kauphöll Islands hf.
og hyggur á áframhaldandi skrán-
ingu þess þar.