blaðið - 01.06.2007, Side 27

blaðið - 01.06.2007, Side 27
blaðiö FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 27 Atómið hækkar Nú fer hver aö vera síðastur að panta sér Ariel Atom, sem er stundum kallaður minnsti ofursportbíll í heimi, á gamla verðinu. Tilkynnt hefur verið um rúmlega 370.000 króna hækkun á bílnum, en bíllinn kostar nú um 4,3 milljónir króna í heimalandi sínu, Bretlandi. • Atom er 3,5 sekúndur í hundrað • Ofurfor- þjöppuútgáfan er 2,7 í hundrað • Vélarnar eru 2 lítra og skila 220 hestöflum án ofurforþjöppu og 300 með hennar aðstoð Wankel fertug [ vikunni fagnaði Mazda 40 ára afmæli hjámiðjuvélar sinnar, oftast kölluð Wankei eftir höfundi hennar. Okkur í bílskúrnum er aðeins kunnugt um einn bíl sem er í boði í dag með þessa vél, Mazda RX-8, en í honum er 1,3 lítra hjá- miðjuvél sem skilar 231 hestafli. __ • Wankel var 17 ára pegar hann dreymdi að hann segði vini sínum frá pvi að bíllinn hans væri bú- inn slikri vél sem hann hefði fundið upp sjálfur • Það var árið 1919 • 38 árum siðar smíðaði hann loks fyrstu vélina, byggða á lýsingunni sem hann gaf í draumnum • Mazda hefur framleitt yfir 2 milljónir Wankel véla Bensínlaust olíuland? Þrátt fyrir að norski efnahagurinn eigi mikiðundir olíuauð- lindum landsins hefur norska ríkisstjórnin lýst því yfir að til greina komi að banna sölu nýrra bila sem eingöngu geta notað bensín sem orkugjafa. Ástæðan er sú að bensínbilar eru ábyrgir fyrir um fjórðungi þess koldíoxíðs sem Norðmenn losa út í andrúmsloftið á ári. • Bannið gæti tekið gildi eftir sjö ár • Ekki hefur komið fram hvort til greina komi að minnka útflutning bensins ivyi uy ajjiocnim it Það er alltaf gaman þegar ný útgáfa af „boy racer" bíl kemur til landsins og bens- ínpedalaglaðir lesendur ættu hiklaust að leggja leið sína í Bernhard, þar sem nú er til sýnis og sölu nýr Honda Civic Type- R, með enn öflugri vél en áður. • Billinn er með 2 lítra V-tec vél og skilar 201 hestafli • Type-R er 6,6 sekúndur í hundrað • Verðið er 3.119.000 krónur Engin vonbrigöi með Métisse Útsendarar þilablaðsins Auto Express duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeirfengu Citroén Métisse til reynslu á dögunum. Þeir lýsa honum sem himnasendingu og eiga varla nógu sterk orð til að koma aðdáun sinni á þessu framúrstefnulega dísil-elektróníska farartæki til skila. • Billinn er búinn hljóðlátri 2,7 lítra V6 Hdi „orku- stöð“ • Hún skilar 208 hestöflum, 400 Nm og bllnum í hundrað á 6,2 sekúndum • Þrátt fyrir að billinn sé óvenjulegur að utan, er hann enn framúrstefnulegri að innan Ótakmarkaður F350 Þar sem gildistöku reglugerðar um hraða- takmarkanir i nýjum vörubílum hefur verið frestað um sinn hefur Brimborg ákveðið að bjóða að nýju Ford F350 pallbíla. Fyrirtækið hætti aö panta bílana eftir að Ijóst var að reglugerðin myndi taka gildi._____________________________ • Billinn er nýbúinn að fá andlitslyftingu sem pykir hafa tekist vel • Vélin er 350 hestafla 6,4 lítra disilvél sem skilar litlum 881 Nm • Fyrstu bílarnir verða til afgreiðslu í lok júlí Sæti Nafn Lið Stig (síðast) 1-2 FernandoAlonso McLaren 38 (10) 1-2 Lewis Hamilton McLaren 38 (8) 3 Felipe Massa Ferrari 33 (6) 4 Kimi Raikkönen Ferrari 23 (1) 5 Nick Heidfeld , BMW j ,18. J3) j' Ofurbíll vikunnar: Enginn venjulegur Golf Það er ekki svo langt síðan 30 ára afmælisútgáfa VW Golf GTi var kynnt; 230 hestafla minnisvarði um þærtæplega 1,7 milljónir GTi sem hafa selst frá upphafi. Afmælisbíllinn er bráðskemmtilegur í akstri, lipur, flottur og feiknalega kraftmikill. En í samanburði við frænda sinn, GTi W12 hugmyndabílinn, lítur hann út eins og kassabill. (staðinn fyrir 2ja lítra, 4 strokka vélina er nú komin W12 tólf vél (já, tvöfalt vaff í Golf!) með tveimur túrbínum og sláandi tölum; 6 lítra rúmtak, 750 Nm og 640 hestöfl. Bíllinn er 3,7 sekúndur í hundrað og hefur hámarkshraða upp á 325 km á klukkustund. Ef þig langar í annan bíl með sama hámarkshraða gætir þú prófað Ferrari 575M Maranello. Já, þessi Golf er samkeppnishæfur við Ferrari. Þegar taka á „venjulegan" fólksbíl og gera úr honum ofurbílaætu dugar auðvitað ekki að skella bara stærri vél í hann og vona það besta. Bíllinn er smíðaður frá grunni hjá VW og er í raun vitnisburður um getu framleið- andans frekar en eitthvað annað, og um margt frábrugðinn þeim GTi sem ég og þú getum keypt úti í búð. Fyrir það fyrsta er yfirbyggingin 16 cm breiðari og 7 cm lægri, drifið er á afturhjólunum og til að tryggja að billinn haldist á götunni og allir hreyfanlegir hlutir séu yel kældir þurfti að breyta einu og öðru við útlit hans. Framstuðarinn er til dæmis miklu öflugri en á venjulega bílnum og eins og sést á meðfylgjandi mynd er „C-bitinn“, aftasti burðarbiti yfir- byggingarinnar, nánast aðskilinn frá farþegahúsinu. Það er gert annars vegar til að nýta hann sem vind- skeið sem þrýstir afturendanum niður og hins vegar til að beina kælilofti að vélinni, sem er í miðjum bílnum. febrúar, S.imgonðiúartlun Átnnna 105 milljarðar í vegi Renault BauAisnwjK? fyrír dómý 1 .mars er tímamót en frá þeim tíma er Blaðinu dreift inn á fleiri heimili en nokkru öðru dagblaði á íslandi. Á auglýsingin þin ekki það besta skilið? M. ■m

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.