blaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007
blaóið
VEÐRIÐ Í DAG
Best fyrir austan
Alskýjaö í Reykjavík og ellefu stiga
hiti á hádegi í dag. Skýjað á Stór-
höfða í Vestmannaeyjum. Hægviðri
og léttirtil víða. Hiti 11 til 15 stig, en
15 til 20 á Norðausturlandi.
A FÖRNUM VEGI
Ertu búin/n að
ákveða hvað þú
gerir um helgina?
Á MORGUN
Hægur vindur
Hæg breytileg eða suðvestlæg
átt. Skýjað að mestu og skúraleið-
ingar um landið vestanvert, en
léttskýjað austanlands. Hiti 10 til
20 stig, hlýjast á Austurlandi.
VI'ÐA UM HEIM 1
Algarve 21 Glasgow 18 New York 21
Amsterdam 28 Hamborg 29 Orlando 23
Barcelona 24 Helsinki 26 Osló 31
Berlín 29 Kaupmannahöfn 23 Palma 23
Chicago 25 London 21 París 21
Dublin 21 Madrid 31 Stokkhólmur 22
Frankfurt 30 Montreal 18 Þórshöfn 10
Linda Bergdís Jónsdóttir
Ég aetla að fara til Keflavíkur og
fá mér húðflúr.
Þórsteinn Sigurðsson
Ég ætla að vinna um helgina.
Yfirlýsing frá stjórnarmönnum í Orkuveitu Reykjavíkur:
Vilja afnema leynd
■ Veldur misskilningi ■ Hagstæðir samningar ■ Skilar sér til neytenda
Eyjafjörður:
Sláttur hafinn
Sláttur hófst á bæjunum
Ásólfsskála undir Eyjafjöllum
og Hvammi í Eyjafjarðarsveit í
morgun. Spretta hefur verið góð
undanfarna daga, eftir fremur
kaldan maímánuð eftir því sem
segir á vef Landssambands kúa-
bænda. Raunar voru mars og
apríl afar hlýir. Þannig var með-
alhiti 3,3 gráðum yfir meðallagi
í báðum mánuðum á Akureyri.
Gróður var því nokkuð á veg
kominn í upphafi síðasta mán-
aðar þegar kólnaði. Veðurspá
næstu daga er nokkuð góð og er
líklegt að sláttur hefjist á fleiri
bæjum á framangreindum land-
svæðum næstu daga.
Marta Gfsladóttir
Ég ætla bara að vera heima um
helgina.
Linda Mjöll Helgadóttir
Ég ætla bara að vera heima í
rólegheitunum og slaka á.
Eftir Elias Jón Guðjönsson
elias@bladid.net
„Ég tel að það eigi að aflétta trún-
aði af raforkuverði," segir Björn Ingi
Hrafnsson, varaformaður stjórnar
Orkuveitu Reykjavíkur. „Þegar
leyndin er þá vaknar tortryggni
og því auðveldara að slá fram full-
yrðingum sem eiga ekki við rök að
styðjast."
Leynd veldur misskilningi
Björn Ingi sendi í gær, ásamt fimm
öðrum stjórnarmönnum Orkuveit-
unnar, frá sér yfirlýsingu vegna um-
ræðu í fjölmiðlum síðustu daga um
sölu fyrirtækisins á raforku til stór-
iðju. I yfirlýsingunni kemur fram
að betra væri til framtíðar að gera
raforkuverð til stóriðju opinbert til
þess að koma í veg fyrir „ranghug-
myndir og misskilning sem mjög
hefur borið á í umræðunni“ eins og
segir (yfirlýsingunni.
„Sú ranghugmynd sem helst
hefur verið haldið fram í gegnum
tíðina er að með raforkusölu til
stóriðju sé verið að niðurgreiða raf-
magn og að það bitni á almenningi
og öðrumsegir Björn Ingi í sam-
tali við Blaðið og bætir við: „Við
viljum meina að þessir samningar
séu einfaldlega mjög hagstæðir
orkufyrirtækjum eins og Orkuveit-
unni og geri fyrirtækinu kleift að
ráðast í frekari virkjanir og þess
vegna geti það boðið heitt vatn og
rafmagn bæði til almennings og
fyrirtækja.“
Kemur til greina að hafna leynd
Björn Ingi segir að í samn-
ingnum við Norðurál um raforku
til álvers í Helguvík hafi kaupand-
inn óskað eftir því að verðinu yrði
haldið leyndu. Hann bendir einnig
á að þessi leynd sé ekki eingöngu
bundin við orkusölu til stóriðju því
að Orkuveitan eigi í viðskiptum við
ýmsa aðila um allt land og bendir
á að þau viðskipti séu meira og
erþá vaknar
tortryggni“
Björn Ingi Hrafnsson,
varaformaður stjórnar
Orkuveitu Reykjavíkur
minna trúnaðarmál. „Þú getur ekki
hringt í hvaða fyrirtæki sem er og
beðið um verð til einstaka viðskipta-
vinasegir Björn Ingi en bætir við:
„Kannski kemur að því að fyrirtæki
eins og Orkuveitan segi að það sé
ekki möguleiki í stöðunni að halda
orkuverði leyndu. En það er ekki
hægt að gera það afturvirkt."
Skilar sér til neytenda
Aðspurður um það hvort orku-
sala til stóriðju muni gagnast al-
menningi á beinan hátt með lægra
orkuverði þá útilokar hann það
ekki. „Ég tel að sá hagnaður sem
verður af sölu á raforku til stóriðju
muni skila sér til neytenda."
Danmörk:
Næstu fjórir
leikir erlendis
Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, kvað i gær upp úrskurð
sinn varðandi knattspyrnulands-
leik Dana og Svía í undankeppni
Evrópukeppninnar um síðustu
helgi. Svíum var dæmdur 3-0
sigur og Danir greiða rúmlega
fimm milljóna króna sekt. Dóm-
arinn flautaði leikinn af í stöð-
unni 3-3 þegar áhorfandi hljóp
inn á völlinn og gerði tilraun til
að kýla dómarann.
Danir verða að leika næstu
fjóra heimaleiki sína, í meira en
250 kílómetra fjarlægð frá Kaup-
mannahöfn, sem þýðir að þeir
verða spilaðir utan Danmerkur.
Þá skal fyrsti leikurinn spilaður
fyrir Iuktum dyrum.
Skilum ónýtu rafhlöðunum!
Ónýtar rafhlöður geta veríð hættulegar umhverfinu ef þær
innihalda spilliefni. Þú getur losað þig við allar rafhlöður
m.a. á bensínstöðvum Olís og söfnunarstöðvum sveitar-
félaga um land allt eða fengið þér endurvinnslutunnu fyrir
flokkað heimilissorp.
úrvinnslusjóður Kynntu þér málið á www.urvinnslusjodur.is
BB
£/ Efnamóttakan hf
omJíl
4*
HRINGRÁS
Landbúnaðarráðherra um búvörulögin:
Verða endurskoðuð á þessu ári
Búvörulögin verða endurskoðuð
á þessu ári, að sögn Einars K. Guð-
finnssonar, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra. „Ég tel að það sé
skynsamlegt að endurskoða þau að
einhverju leyti í ljósi þess að þrjú ár
eru liðin frá því löggjöfin var sett.
Margt hefur breyst í umhverfi Iand-
búnaðarins á þessum tíma og þar á
meðal samkeppnisumhverfið."
Einar segir ekki tímabært að
segja til um það hvaða þættir lög-
gjafarinnar verði endurskoðaðir
heldur vilji hann ræða fyrst við
fulltrúa framleiðenda og neytenda.
Hann segist þó vera þeirrar skoð-
unar að halda eigi í sérstöðu land-
búnaðarins. „Menn verða að gera
sér grein fyrir því að íslenskur
landbúnaður er viðkvæm atvinnu-
grein og nýtur landbúnaður al-
mennt talað ákveðinnar sérstöðu
í heiminum. Það verða menn auð-
vitað bara að viðurkenna og gera
sér grein fyrir.“
Álit Samkeppnisstofnunar frá
október 2006 verður haft til h
sjónar þegar búvörulögin vei
endurskoðuð. Þar er bent á
ákvæði búvörulaga hvað viðken
vinnslu og sölu mjólkur- og mj<
urafurða fari gegn markmiði
samkeppnislaga. Einar vill í þe:
sambandi ítreka að ljóst hafi ve
þegar löggjöfin var sett að me
gerðu sér grein fyrir því að ákva
buvorulaganna væru að einhve
leyti ekki i samræmi við an
samkeppnislaganna.