blaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 34

blaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 blaðift Skjoldur Eyfjörð, hárgreiðslumeistari sumarp Með hækkandi sol leggja Islend- ingar af stað íferðalög. Sutnir skella sér til útlanda í sólina á meðan aðrir kjósa að skoða föðurlattdið. Á þessuni ferðalögum safnast sattian minningar, stimar ógleymanlegri en aðrar. Blaðið fékk fimtn ólíka ein- staklinga til að segjafrá eftirminni- legasta sutnarfrtinu stnu. Sterkar taugar til Grikklands „Eftirminnilegasta ferðin var til Aþenu í fyrra. Fólkið, menningin, maturinn og sagan eru bara allt öðruvísi en ég á að venjast og ég varð heillaður af landi og þjóð. Ég hafði aldrei farið til sólarlanda áður og það var frábært að synda í heitum sjó. Hópurinn fór til Akrapólis sem er mekka siðmenningar heimsins. Þarna byrjaði þetta allt og það er ólýsanleg upplifun að standa þarna og sjá að þetta er ennþá til,” segir Skjöldur. Aðspurður hvort Grikkir séu ekki hrokafullir og leiðinlegir, segir Skjöldur að svo sé ekki. „Það er yndislegt fólk í Grikklandi. Við kynntumst tveimur stelpum sem voru að vinna með islenska hópnum. önnur stúlkan hét Konstantína og bauð hún öllum hópnum í veislu á nafndeginum sínum. Grikkir halda ekki upp á afmælið sitt heldur halda þeir upp á nafndaginn sinn. Konstantína bauð okkur á grískan veitingastað og þetta var eins og að vera kominn í myndina My Big Fat Greek Wedding. Þetta var ekta grískur veitingastaður, eldgömul kona að syngja og greinilega hálf ættin í vinnu á sama staðnum. Við vorum að borða frá fimm til klukkan tvö um nóttina. Þetta er eitt af skemmtilegustu kvöldum sem ég hef upplifað. Ég hef rosalega sterkar taugar til Grikklands eftir þessa ferð.” Er kóngur um stund „Það eru tvær ferðir sem standa upp úr. Hestaferð sem ég fór frá Mosfellsbæ vestur í Dali og vestur fyrir Ok og ferð sem ég fór til Buenos Aires. Hestaferðin var frábær sökum félagsskapar- ins sem ég var í og náttúran var einstök. Þegar við vorum að fara vestur fyrir Okið þá var al- bjartur himinn og maður horfði yfir Borgar- fjörðinn og vestur. Þá skildi ég í fyrsta sinn setninguna í ljóði Einars Benediktssonar: „Knapinn á hestbaki er kóngur um stund.” Þetta sér enginn nema knapinn eða göngu- maðurinn. Þetta er algjörlega ógleymanlegt,” segir Ragnheiður. „Svo er það ferðin sem við fórum til Buenos Aires. Maðurinn minn bjó þar fyrir 40 árum og það var eins og hann hefði verið þarna í gær. Það sem er eftirminnilegast við þessa ferð er torgið fyrir framan forsetahöllina. Þar mótmæla ennþá þessar frægu mæður. Hvern einasta laugardag ganga þær með skýlurnar sínar sem eru tákn þeirra. Það er búið að forma slæðurnar í hellurnar á torginu. Þær eru að kalla eftir látnum ástvinum sem týnd- ust á tímum óhreina stríðsins. Það er ólýsan- leg tilfinning að standa allt í einu inni í sögu sem maður hefur aðeins lesið um eða séð í fréttum,” segir Ragnheiður. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og þingmaður Dagný Ósk Aradóttir, tormaður Studentaráðs Háskóla íslands Tvær tónlistar- hátíðir „Síðasta sumar er eftirminnilegast sökum þess að ég fór á tvær tónlistarhátíðir með góðum hópi fólks. Ég fór fyrst á Hróarskeldu- hátíðina í júní, svo fór ég á tónlistarhátíð í Belgíu sem var svona skyndiákvörðun. Það var algjört flipp og hún var miklu skemmti- legri en Hróarskelduhátíðin. Hátíðin í Belgíu var haldin á einhverju krummaskuði á frekar leiðinlegu svæði. Það voru mjög frægar hljóm- sveitir að spila, en þetta voru svo ólíkar hátíðir. Öll umgjörð og stemning var svo ólík. Það þekkja allir Hróarskeldu ágætlega því þangað fara svo margir. Ég fann fyrir miklu öryggi þar og allt fólkið er mjög vinalegt. Það var allt annað upp á teningnum í Belgíu. Ég sá aldrei gæslumann, það var allt krökkt af unglingum og fíkniefnum. Það var mjög skrýtið að sjá þetta. Þessi hátíð var ætluð ungmennum en lögreglan hafði ekki miklar áhyggjur af þessu. Við sem fórum þangað vorum þarna vegna tón- listarinnar og skemmtum okkur konunglega. Það er ólýsanleg upplifun að sjá Radiohead á sviði, sem er bara frábær hljómsveit. Það voru betri hljómsveitir á hátíðinni í Belgíu. Ég ætla ekki að fara aftur í sumar á tónlistarhátíð, en ég fer pottþétt aftur seinna.” Svaðilför á Daihatsu „Mitt eftirminnilegasta sumarfrí var með foreldrum mínum þegar ég var 13 ára. Pabbi hafði keypt eldgamlan hvítan Dai- hatsu-sendiferðabíl og fékk þá snilldarhug- mynd að breyta honum í húsbíl. Hann smiðaði í hann rúm og eldhúskrók og svo var lagt af stað en bíllinn var hálfkláraður í þessari ferð. Spurður hvaða viðkomustaðir hafi verið fal- legastir, segir Ómar að það hafi verið Gullfoss og Geysir. „Við komum líka á Hveravelli sem er mjög fallegur staður. Ferðin er mér fyrst og fremst eftirminnileg vegna aðbúnaðarins. Að- staðan í eldhúskróknum var bara ein lítil gas- hella sem dugði bara fínt fyrir okkur. Þetta var ferðamátinn þetta sumarið, en pabbi keypti svo nýjan bíl, fullbúinn. Pabbi nennti aldrei að klára hinn, það var alltof mikið vesen. Það var samt ekki þröngt í bilnum. Ég er yngstur af fjórum systkinum og var því einn að ferðast með mömmu og pabba. Aðspurður hvað sé minnisstæðasta upplif- unin, svarar Friðrik Ómar því að það sé veiði í Blöndu. „Af þeim stöðum sem við fórum á er mér mjög minnisstætt að við fórum að veiða í Blöndu og veiddum ekki eitt einasta kvikindi. Svo fórum við og skoðuðum Laxárvirkjun sem var mjög skemmtilegt. Svaðilförin á Daihats- unum er eftirminnilegasta sumarfríið mitt.” Friörik Ómar Hjörleifsson, söngvari: Valgerður Matthíasdóttir, arkitekt og sjónvarpskona Sumarið baðað dýrðarljóma „Það eru sem betur fer mörg sumur sem koma upp í hugann. En það er eitt sumar sem stendur upp úr. Það var sumarið sem ég var að byrja í náminu mínu í Kaupmanna- höfn. Ég bjó þar með yndislegum barnsföður mínum ásamt Tinnu dóttur okkar. Allt sum- arið er einhvern veginn baðað dýrðarljóma, dóttir mín svo mikil gleðigjafi. Veðrið var æðislegt, sólin skein og allt í blóma. Við vorum alltaf að grilla úti í garði þar sem við bjuggum, eða sátum á kaffihúsum. Ég var að vinna á arkitektastofunni hjá kenn- aranum mínum sem er mikil heiður. Þetta er einhvern veginn svona í minningunni, baðað miklum fegurðarljóma. Kannski er þetta það fyrsta sem kemur upp í huga minn vegna þess að í dag er týpískt veður eins og er á vorin í Kaupmannahöfn. Ég var einmitt í tökum í morgun þar sem við vorum að ræða hvað íslendingar væru allt öðruvísi þjóð ef veðrið væri öðruvísi. Rokið og harkan sem einkennir veðurfar okkar hefur mótað okkur mjög mikið. Veður- blíðan hefur sennilega mikil áhrif á það að í minningunni er þetta eitt af bestu sumr- unum í mínu lífi.”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.