blaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 37

blaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 37
blaðið LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 37 yfirhöfuð er nú samt bara gaman að þessu. Ég er heldur ekki orðin altal- andi á frönsku og þá upplifir maður sig stundum aðeins útundan, bara eins og alls staðar. En ég get reddað mér og þetta kemur með tímanum. Maður reynir bara að læra sitthvað af þjónunum á kaffihúsunum og konunni í bakaríinu og það hefur gengið ágætlega. Ég er búin að kynnast mörgu góðu fólki. Ég hafði auðvitað komið hingað svo oft áður þannig að ég þekJkti fullt af fólki áður en ég flutt- ist alveg hingað. Síðan er svo mikið af íslendingum hér. Það er mikið af krökkum úr Listaháskólanum sem koma hingað í mánuð og mánuð í senn þannig að við erum svona smá íslendingagrúppa hérna og við hjálp- umst að.“ Er ekki með heimþrá Thelma segist sakna sundlaug- anna heima einna helst, fyrir utan ættingja og vini. „Ég get ekki beðið eftir því að komast í frí í ágúst og fara í sundlaugarnar. Svo sakna ég auðvitað líka náttúrunnar en ann- ars hef ég það svo gott hérna að ég get ekki sagt að ég sé með heimþrá þótt ég hugsi auðvitað heim reglu- lega. Það er bara verst að maður geti ekki keypt íslenskt vatn hérna ein- hvers staðar. Ég hef reynt að ferðast aðeins um Frakkland og hef þá aðallega farið til Suður-Frakklands sem er yndislegt. Það er alveg nauðsynlegt að komast aðeins í burtu og út úr París þar sem það geta verið mikil læti og erill inni í borginni, en um leið og maður er kominn aðeins út fyrir hana þá nær maður að slappa af. Annars eru margir staðir í París í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er æðislegt að fara í Lúxemborgargarð- inn en svo á ég heima svo nálægt Eif- fel-turninum að ég fer oft í garðinn sem er við hann. Eg er reyndar ekki alveg svo heppin að vera með útsýni yfir turninn en ég er bara í tíu mín- útur að rölta þangað. Mér finnst annars að fólk sem heimsækir París eigi aðallega að rölta um borgina og njóta alls þess sem hún hefur upp á að bjóða. Og svo mæli ég með siglingu á Signu, það er nauðsynlegt að fara í kvöldverð á góðum veitingastað og fara svo í siglingu og upplifa rómantíkina. Einn af mínum uppáhaldsveitinga- stöðum heitir Julien og er í tíunda hverfi. Hann er alveg ofboðslega fallegur. Þar eru allar innréttingar og málverk friðuð enda aldagamall staður sem er algjör gullmoli. „Ég er ekki orðin altalandi áfrönsku og þá upplifir maður sig stundum aðeins útundan, bara eins og alls staðar. En ég get reddað mér og þetta kemur með tímanum. Maður reynir bara að læra sitthvað af þjónunum á kaffihúsunum og konunni í bakaríinu og það hefur gengið ágætlega.". Það er annars ekki ódýrt að lifa í París þótt ég taki ekki mikið eftir því fyrir utan leiguna. Auðvitað fer þetta aðallega eftir því hvar maður borðar og í hvaða hverfum verslað er og svoleiðis. Þetta er misjafnt eftir hverfum. Það er til dæmis mun dýrara að versla hér í mínu hverfi heldur en til dæmis í tíunda hverfi. En ef maður er hagsýnn þá getur maður sloppið vel.“ Ætlar að taka Evrópu með trompi Thelma hefur hingað til staðið ein í rekstri á fyrirtæki sínu en hefur núna stækkað við sig og ráðið sér samstarfskonu. „Það er full vinna hjá mér að gera spangirnar og þar að auki hef ég séð um allt innan fyr- irtækisins sem tekur sinn tíma og kemst lítið annað að. Ég er með eina manneskju í vinnu hjá mér núna og hún aðstoðar mig svona með allt sem þarf að gera. Þannig að fyrir- tækið fer smám saman stækkandi, en eins og er erum við bara tvær í litla fyrirtækinu mínu. Núna er ég á fullu að byggja fyr- irtækið upp og er á leiðinni í lok mánaðarins til Tókýó á svokallað showroom. Á síðasta showroomi seldi ég vel til Tókýó og upp frá því hafði ég samband við Útflutningsráð, en við erum að fara nokkrir hönn- uðir á vegum þeirra. Þar verð ég i tíu daga og er mjög spennt. Að því loknu fer ég í tveggja vikna söluferð um Evr- ópu sem ég ætla að taka með trompi. Þannig að það eru bara skemmti- legir hlutir hjá mér framundan og ég get ekki sagt annað en að ég sé mjög heppin. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem maður elskar. Það eru ekki allir sem geta lifað á því að vera hönnuðir í dag en það kom ekk- ert annað til greina hjá mér. Ég ákvað að einbeita mér alveg að spöngunum mínum eftir að skólanum lauk og það hefur gengið framar björtustu vonum. Svo er spurning hvort ég fari eitthvað út í meiri fatahönnun í framtíðinni en eins og er ætla ég bara að gera spangir og hatta. Það er líka mjög gott að vera svolítið sérhæfður. Astríðan liggur í þessu hjá mér í dag. Það hefur líka verið lítið um spangir og höfuðföt eins og ég er að gera. Stóru merkin eru rétt að byrja á þessu núna og eru að koma með þetta inn á sýningar þannig að þetta er svona hægt og rólega að koma inn, en ég er ekki með neitt rosa mikla samkeppni í þessu þannig að það er voða gaman að vera að starta ein- hverju svona. Þannig næ ég að skapa mér sérstöðu.“ Gengur vel í Japan Thelma segist hafa verið saum- andi frá því að hún man eftir sér. ,Amma var handavinnukennari og ég lærði mikið af henni. Sá lær- dómur nýtist mér vel núna þar sem ég handsauma hverja einustu spöng og höfuðfat. Auðvitað er gífurleg vinna á bak við hverja og eina spöng en hver og ein verður þá sérstök. Hingað til hefur ekki reynst erfitt að fá hugmyndir. Ef maður gerir góða undirbúningsvinnu og skoðar sig um og svoleiðis þá kemur þetta. Ég hef verið að vinna mikið með bóm- ull en annars nota ég allskonar efni, það fer bara eftir því sem ég kemst í og finnst spennandi. Það hefur gengið mjög vel að selja og þá sérstaklega hérna heima en ég sel eiginlega mest í Trilogiu eins og er. Það er ekki alveg komin reynsla á það í Japan þar sem ég er svo ný- farin að selja þar, en ég er allavega að fá stórar pantanir þaðan og það er æðislegt. En það tekur líka tíma að afgreiða hverja pöntun fyrir sig. Ég á auðvitað ekkert á lager þannig að ég bíð bara eftir pöntun og svo byrja ég að framleiða. Svo felst mikil papp- írsvinna í þessu þannig að það tekur nokkra mánuði að afhenda þetta. Ég læri líka heilmikið á viðskiptahliðina með þessum rekstri og maður lærir eiginlega bara jafnóðum. Maður verður bara að reka sig á, skella sér í þetta og gera það sem maður heldur að sé rétt. Það hefur hingað til gengið vel. í þessum bransa verður maður að kasta sér i djúpu laugina og vona að allt fari vel“. hilda@bladid.net HJALLASTEFNAN er öflugt menntafyrirtœki þar sem jafnrétti kynjanna, sköpun og ímyndunarafl, félagsfœrni og einstaklingsstyrkur er í fyrirrúmi. Við vöxum og döfnum, því bjóðum við nýtt fólk velkomið í hópinn Við leitum eftir... • Leik- og grunnskólakennurum svo og öðrum kennurum • Starfsfólki til sérkennslu • Matreiðslufólki og öðru starfsfólki í eldhússtörf • Aðstoðarfólki í starf með börnum • Starfsfólki til síðdegisstarfa • Starfsfólki til dagræstinga og léttra húsverka • Fjölbreytilegir vinnutímar eru í boði 8-15 fyrir leikskólakennara... Hjallastefnan hefur endurskilgreint vinnufyrirkomulag leikskólakennara og annarra í leikskólakennarastöðum. í fullu starfi fyrir þá sem það kjósa, mun nú felast dagleg kennsluskylda milli 8 og 15 auk einnar klukkustundar á dag sem er til undirbúnings starfinu. Fyrirkomulag undirbúningsvinnunnarersamkvæmtákvörðun hvers kenn- ara. Yfirvinna er greidd fyrir allt starf með börnum umfram kennsluskyldu. Við fögnum... • Kennurum með fjölbreyttan náms- og reynslugrunn • Fólki með háskólanám á sviði félags- og hugvísinda • Listafólki á fjölbreyttum nótum • Ungum sem öldnum og allt þar á millí • Konum sem körlum • Fólki úr fjölbreytilegum menningarheimum • Einfaldlega öllum áhugasömum og jákvæðum samstarfsfélögum Hjallastefnubrú... Er ný námsleið sambærileg leikskólabrú fyrir leikskólaliða og hefst nú í sumar. Námið er samhliða starfi og er 31 eining á einu skólaári og gefur betri kjör og réttindi innan Hjallastefnuskóla. Tilvalið fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum Hjallastefnunnar sem ekki hafa lokið kennaranámi en hafa reynslu af skólastarfi. www.hjalti.is C' -'X Akursel, leikskóli Tjarnarbraut 1, Reykjanesbæ Leikskólastjóri: Heiðrún Scheving Ingvarsdóttir Sími: 8492375 • akursel@hjalli.is Ásar, leikskóli Bergási 1, Garðabæ Leikskólastjóri: Ágústa María Arnardóttir Sími: 5640200 • asar@hjalli.is Hraunborg, leikskóli á Bifröst, Borgarnesi Leikskólastjóri: Anna María Sverrisdóttir Sími: 4350077 • hraunborg@hjalli.is Laufásborg, leikskóli Laufásvegi 53-55, Reykjavík Leikskólastjórar: Jensína Hermannsdóttir og Matthildur Hermannsdóttir Sími: 5510045 • laufasborg@hjalli.is Barnaskóli Hjallastefnunnarf. 5 ára Vífilsstaðavegi 123, Garðabæ Leikskólastjóri: Dóra Margrét Bjarnadóttir Sími: 5557810-bsk7810@hjalli.is Barnaskóli Hjallastefnunnar í Garðabæ, Vífilstaðavegi 123 Skólastjóri: Þorgerður Anna Arnardóttir Sími: 5557710 • barnaskolinn@hjalli.is Hjalli, leikskóli Hjallabraut 55, Hafnarfirði Leikskólastjóri: Guðrún Jónsdóttir Sími: 5653060 • hjalli@hjalli.is Ránargrund, smábamaskóli Ránargrund 3, Garðabæ Leikskólastjóri: Hulda Hauksdóttir Sími: 5640212 • ranargrund@hjalli.is Barnaskóli Hjallstefnunnar í Hafnarfirði, Hjallabraut 55 Skólastjóri: Sara Dögg Jónsdóttir Sími: 5557610 -bsk7610@hjalli.is Hólmasól, leikskóli við Helgamagrastræti, Akureyri Leikskólastjóri: Alfa Björk Kristinsdóttir Sími: 4615363 • holmasol@hjalli.is Allar nánari upplýsingar veita skólastjórar viðkomandi skóla eða Hulda Hauksdóttir í síma 8240272

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.