blaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007
blaðið
INNLENT
EIMSKIP
Dalfoss bætist í flotann
Nýtt frystiskip Eimskips var nefnt Dalfoss viö hátíð-
lega athöfn í Sundahöfn í gær. Þetta er í fyrsta skipti
sem skip er nefnt í Sundahöfn. Dalfoss er bæði
frysti- og gámaskip, er 82 metra langt og 16 metra
breitt og er það sérstaklega styrkt til siglinga í ís.
NEYTENDAMÁL
Samið við Kína um upplýsingaskipti
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Zohua Bo-
hua, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað
samkomulag milli viðskiptaráðuneytis (slands og ríkis-
stjórnsýslu iðnaðar- og viðskipta í alþýðulýðveldinu Kína
um upplýsingaskipti á sviði neytendaverndar.
ACTAVIS
Tilboði Novators í félagið hafnað
Stjórn Actavis hefur hafnað tilboði Novators, félags í eigu
Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Actavis, sem
birt var hluthöfum þann 1. júní síðastliðinn. Novator bauð 0,98
evrur á hlut í reiðufé en stjórn Actavis taldi tilboðið ekki endur-
spegla raunverulegt virði félagsins og framtíðarmöguleika þess.
Álver Alcoa á Reyðarfirði vígt
Hátíð í Fjarðabyggð
Vígsluhátíð álvers Alcoa á
Reyðarfirði verður haldin í Fjarða-
byggð í dag. Mikið verður um
dýrðir í Fjarðabyggð á morgun.
„Við erum að fagna þessum áfanga
með samfélaginu hérna og því
fólki sem hefur barist fyrir því að
þetta álver yrði reist. Og öllum er
að sjálfsögðu velkomið að koma
og fagna með okkur,“ segir Erna
Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi
Alcoa á íslandi. Að sögn Ernu
verður mikið um að vera fyrir alla
um allan bæinn. „Þetta verður á
við þjóðhátíð," sagði Erna.
Aðalforstjóri Alcoa og Geir
H. Haarde forsætisráðherra eru
meðal gesta sem verða viðstaddir
setningu hátíðarinnar í Fjarða-
byggðarhöllinni klukkan to, en
hin almenna dagskrá hátíðarinnar
hefst klukkan 13. Gangsetningu ál-
versins lýkur í lok þessa ár og mun
framleiðslugeta þess verða 346 þús-
und tonn á ári. Álverið mun veita
um 400 manns atvinnu.
Finnsk gæðahús
Tiibúln tii
uppsetningar
Frábært verð
JABO HUS
Ármúla 36 R. S 581 4070
www.bjalkabustadir.is
NYJAR VORUR
Jakkar
Stuttkápur
Sumarúlpur
Mörkinni 6, Símí 588-5518
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16
BMið/Mi
Búist við kennaraskorti víðast hvar á landinu:
Margir hafa fengið nóg
■ Auglýst eftir áttatíu kennurum í Reykjavík ■ Stöðugildum fjölgar í haust
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
Auglýst er eftir um áttatíu grunn-
skólakennurum hjá Reykjavíkur-
borg sem þýðir að í hvern skóla
vantar að meðaltali tvo kennara.
Þorgerður Diðriksdóttir, formaður
Kennarafélags Reykjavíkur, segir
þetta ástand ekki vera einskorðað
við Reykjavík. Kennsluskyldan
minnkar úr tuttugu og sjö í tutt-
ugu og sex tíma á viku næsta haust
samkvæmt kjarasamningi en und-
irbúningstíminn eykst að sama
skapi. Þessi fækkun hefur i för með
sér fjölgun stöðugilda en Þorgerður
segir það þó ekki helstu ástæðuna
fyrir kennaraskortinum heldur sé
hún fyrst og fremst sú að kennarar
séu að segja störfum sínum lausum.
Vöruðu við þessu allan tímann
Þorgerður segist hafa heyrt frá
stjórnendum að það sé erfitt að ráða
kennara í þær stöður sem eru lausar.
Ólafur Loftsson, formaður Félags
grunnskólakennara, hefur sömu
sögu að segja. Bætir hann við að
það virðist vera nokkuð um það að
grunnskólakennarar færi sig á milli
skólastiga vegna launanna og þá sér-
staklega yfir til leikskólanna. Segir
hann að þetta ástand hafi verið
svolítið fyrirséð þar sem ekki náð-
ist eðlileg og sanngjörn leiðrétting
launa samkvæmt kjarasamningi.
„Það er ákveðnum hópi sem er nóg
boðið og fer þess vegna. Þetta er eitt-
hvað sem menn bentu á og vöruðu
við allan tímann.“
Núverandi kjarasamningur gildir
til maí 2008 og segir Ólafur að það
geti verið að ákveðinn hópur ætli
ekki að taka ákvörðun fyrr en vitað
er hvað komi út úr næstu kjaravið-
ræðum. Það eigi því enn eftir að
koma í ljós hver fækkunin á grunn-
skólastigi er. „Ef ekkert gerist við
næsta kjarasamning gætum við lent
í annarri holskeflu. Það eru margir
sem ætla að bíta á jaxlinn og þreyja
þorrann í eitt ár. Vinna við undir-
búning að næsta kjarasamningi er
nú í gangi og bindum við miklar
vonir við það að sú vinna skili okkur
áfram“.
Seinna sótt um störf nú en áður
Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofu-
stjóri Skólaskrifstofu Hafnarfjarð-
arbæjar, segist ekki vita til þess að
grunnskólakennarar í Hafnarfirði
hafi verið að færa sig yfir til leik-
skólanna. í bænum vantar nú að-
eins fleiri kennara en á sama tíma
í fyrra en það hefur gengið svipað
og undanfarið að ráða í stöðurnar.
Hún segir þó fólk seinna að svara at-
vinnuauglýsingum en vanalega og
vanti ennþá svolítið af kennurum.
„Það er ágæt hreyfing í ráðningum
hjá okkur þannig að við erum ekk-
ert orðin þunglynd yfir þessu. Við
eigum ekki von á því að þetta verði
mikið vandamál."
Gunnar Gíslason, fræðslustjóri
hjá Akureyrarbæ, segir að það hafi
gengið ágætlega að ráða kennara.
„Við höfum verið í góðum málum
á undanförnum árum en það er
þó meiri hreyfing innan kennara-
stéttarinnar en hefur verið. Ég veit
hins vegar af þó nokkrum kenn-
urum sem eru að flytja í bæinn.
Þetta virðist því ekki ætla að vera
neitt vandamál hér. Þetta vill þó
stundum breytast þegar fer að líða
á sumarið en ég hef ekki trú á þvi
að það muni gerast hér.“
Landsvirkjun rannsakar Gjastykki:
Forkastanleg vinnubrögð
Jón Sigurðsson, fyrrum iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, veitti Lands-
virkjun rannsóknarleyfi á Gjástykk-
issvæðinu í Mývatnssveit tveimur
dögum fyrir alþingiskosningarnar
í maí. Leyfið, sem gildir til þriggja
ára, er eina rannsóknarleyfið sem
veitt hefur verið á þessu ári. Til-
kynning um leyfisveitinguna hefur
hvorki birst á vef ráðuneytisins né
Landsvirkjunar.
Árni Finnsson, formaður Nátt-
úruverndarsamtaka íslands, segir
vinnubrögðin forkastanleg, ekki
síst í ljósi ummæla Framsóknar-
flokksins fyrir kosningar um að ná
fram þjóðarsátt í virkjunarmálum.
„Síðan er þessu rannsóknarleyfi
úthlutað tveimur dögum fyrir
kosningar, sjálfsagt vitandi það að
Framsóknarflokkurinn myndi tapa
fylgi í kosningunum. Hann hefði
að minnsta kosti átt að bíða með að
veita leyfið þar til eftir kosningar
þegar hann sæi hvort hann hefði
umboð tilþéss,“ segir Árni.
JRT------5------
m Ostasneiðar eru
ómissandi í ferðalagið
Nú er 20% crfslóttur af Samlokuosti í sneiðum
í sérmerktum umbúðum í nœstu verslun.