blaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 blaðið Bakkavör Group: Tapar gegn Bakkavör ehf. Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði í gær að eignarhaldsfé- lagið Bakkavör ehf. fái að halda nafni sínu. Bakkavör Group, sem er í eigu þeirra bræðra Ágústs og Lýðs Guðmundssonar, haíði farið fram á að eignarhalds- félaginu yrði meinað að nota nafnið og skráning þess afmáð úr hlutafélagaskrá. Bakkavör Group var einnig dæmt til að greiða allan málskostnað, alls 300 þúsund krónur. Eftirlaunasamningur viðurkenndur með hæstaréttardómi: Kaupréttur hluti af launakjörum Hæstiréttur viðurkenndi á fimmtudag með dómi rétt Sigurðar Helgasonar, fyrrum forstjóra og stjórnarformanns Flugleiða, til að efirlaunasamningur sem hann gerði við fyrirtækið fyrir 30 árum taki tillit til þeirra launakjara sem felast í kauprétti. Samningurinn sem Sigurður gerði árið 1977 miðaðist við að eftir- laun hans yrðu meðaltal átta hæst launuðu starfsmanna fyrirtækisins utan forstjóra og stjórnarformanns. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lands- lögum ehf., sem flutti málið fyrir hönd Sigurðar, segir að i dómnum felist viðurkenning á því að kaup- réttur sé hluti af launakjörum þrátt fyrir að hann hafi ekki verið þekktur sem slíkur á þeim tíma sem samningurinn var gerður. „Árið 1977 var kaupréttur nánast óþekktur á Islandi eftir því sem ég best veit en í eftirlaunasamningum er alltaf talað um laun. Við erum að fá viðurkenningu á því að í hugtak- inu laun sem þarna var um samið felist ábótargreiðslur. Þar á meðal verðmæti kaupréttarsamninga.“ Vilhjálmur segir dóminn hafa slíkt fordæmisgildi að hann slær því föstu að kaupréttarsamningar séu hluti af launakjörum. „Annað for- dæmisgildi um einstök mál hefur hann ekki. Þessi eftirlaunasamn- ingur er auðvitað gerður persónu- lega við Sigurð Helgason.“ Vilhjálmur segist ekki gera sér grein fyrir hversu miklar upphæðir er um að ræða. „Þetta eru háar fjárhæðir. En hverjar þær eru treysti ég mér ekki til að segja í dag.“ Atlantsolía: Litað bensín Atlantsolía hefur skorað á fjármálaráðherra að heim- ila sölu á lituðu bensíni til notkunar á tækjum og búnaði sem ekki er í notkun á vegum landsins. Fjármálaráðherra hefur falið starfshópi sem á að gera tillögur um heildarstefnu um skattlagningu ökutækja og eldsneytis að skoða málið. Hugi Hreiðarsson, markaðs- stjóri AtlantsoHu, segir þetta mikið hagsmunamál fyrir neytendur. Þannig geti verðið á litaðri bensínolíu lækkað niður í 75 til 85 krónur. Umfangsmiklar skipulagsbreytingar hjá Baugi: Jón Ásgeir hættir sem forstjóri Jón Ásgeir Jóhannesson hefur látið af störfum sem forstjóri Baugs Group og við starfi hans tekur Gunnar S. Sigurðsson sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra fjár- festingasviðs. Jón Ásgeir mun taka við stjórnarformennsku í félaginu, auk þess sem hann verður stjórnar- formaður FL Group. Hreinn Lofts- son sem áður var stjórnarformaður mun sitja áfram í stjórn félagsins. Þetta var tilkynnt á aðalfundi félags- ins í gær, en jafnframt hafa verið gerðar umfangsmiklar skipulags- breytingar innan fyrirtækisins. Ákveðið hefur verið að stofna nýtt félag, Stoðir Group, sem verður að meirihluta í eigu Baugs. Innan þess verða stærstu eignir Baugs á sviði fast- eignareksturs og má þar nefna Fast- eignafélagið Stoðir og eign- arhluta þess í Keops og Nordicom í Danmörku. Eigið fé Stoða Group verður aukið um 40 milljarða króna og er stefnt að því að skrá félagið í OMX/Kauphöllinni á næstu mánuðum. Skarphéðinn Berg Steinarsson verður forstjóri félagsins og Kristín Jó- hannesdóttir stjórnarfor- maður. E i n n i g hefur verið ákveðið að færa allan verslunarrekstur Baugs í Færeyjum og Islandi, sem og 45 prósenta eignarhluta Baugs í Húsa- smiðjunni, undir Haga hf. Baugur á 96 prósent í Högum. I tilkynningu frá Baugi Group er haft eftir Jóni Ásgeiri að félagið hafi sett sér það markmið að verða stærsta fyrirtæki í heiminum í fjárfestingum tengdum verslunar- rekstri innan fimm ára. Eðlilegra sé að hann sitji í hlutverki stjórn- arformanns þar sem hann og fjöl- skylda hans eigi 80 prósenta hlut í félaginu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.