blaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 blaðiö UTAN ÚR HEIMI ÍRAK Tvö hundruð látnir Tæplega tvö hundruð manns létust í ofbeldis- verkum í Bagdad, fyrstu vikuna í júní. Lík 32 manna fundust á götum höfuðborgarinnar á fimmtudag, en líkin báru þess merki að fórnar- lömbin hefðu verið pyntuð og síðan skotin. Innflytjendafrumvarp stöðvað Frumvarp til breytinga á bandarískum innflytjendal- ögum var fellt í öldungadeild þingsins, en ákvörðunin þykir áfall fyrir Bush. Frumvarpið hefði þýtt hert landa- mæraeftirlit, en um leið gert tólf milljónir ólöglegra innflytjenda í landinu að löglegum íbúum. SPÁNN Baskaleiðtogi handtekinn Lögregla á Spáni handtók Arnaldo Otegi, leiðtoga Batasuna, bannaðs flokks baskneskra aðskilnaðarsinna. Skömmu áður hafði ETA tilkynnt að vopnahlé væri ekki lengur í gildi. Otegi var handtekinn til að hann geti byrjað að afplána 15 mánaða fang- elsisdóm sem hann fékk fyrir að vegsama hryðjuverk. YFIRLÝSINGAR VIÐ LOK FUNDAR Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga HjartaHeill sími 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta Framsóknarflokkurinn Valgerður ein í framboði Miðstjórnarfundur Fram- sóknarflokksins fer fram á morgun. Fyrir fundinum liggur meðal annars að kjósa nýjan varaformann í stað Guðna Ágústssonar. Guðni tók sem kunnugt er við formennsku í flokknum eftir að Jón Sigurðs- son sagði af sér í kjölfar fylgis- hruns flokksins í nýloknum alþingiskosningum. Valgerður Sverrisdóttir er enn sem komið er eini frambjóðandinn í emb- ættið. Hún mun því að öllum líkindum verða fyrsta konan til að gegna embættinu. Alls eiga 170 fulltrúar seturétt á fundinum sem verður haldinn á Grand Hóteli í Reykjavík. Hvalir hafa að ein- hverju leyti áhrif Hvalir eiga sök á meira en þriðj- ungi af öllu afráni á loðnu, en loðnan hefur gegnum árin verið ein af meginuppistöðunum í fæði þorsks. Er hvalur því viðamesti sam- keppnisaðili þorsks um fæðu og á sök á töluvert stærri hluta ársafráns af loðnu en maðurinn samkvæmt áætluðum tölum frá Hafrannsókna- stofnuninni. Þá sýna rannsóknir að sveiflur í þyngd þorsks hafa fylgt sveiflum í stofnstærð loðnu undan- farna áratugi. „Rannsóknir hafa sýnt að hvala- stofn geti haft einhver áhrif á af- komu þorsksins vegna afráns af loðnu,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar- innar. „En við viljum auðvitað ekki útrýma hval og það er spurning hversu langt þyrfti að ganga í að grisja hvalastofninn til að það skil- aði einhverjum árangri. Hins vegar hafa sérfræðingar bent á að stækki hvalastofninn mikið kemur það lík- lega niður á öðrum nytjastofnum." ríkin hygðust standa við þau loforð um aukna þróunaraðstoð við fátæk- ustu ríki heims, sem gefin voru á fundi leiðtoganna í Gleneagles í Skotlandi árið 2005. Fundurinn lagði sérstaka áherslu á málefni Afríku á síðasta degi fund- arins, en leiðtogar sex Afríkuríkja mættu til fundarins í gær. George Bush Bandaríkjaforseti missti af fyrstu klukkustundunum eftir að hann kenndi sér meins i maga. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði að fundurinn í Heiligendamm hefði verið gríðarlega árangursríkur. „Við ítrekuðum hver markmið okkar eru og náðum samkomulagi um hvernig við ætlum að ná þeim fram.“ Meðal ákvarðana sem teknar voru í Gleneagles var að afskrifa skuldir átján Afrikuríkja, og viður- kenna flestir að nokkur árangur hafi náðst eftir það. Þannig hefur stjórnvöldum í Sambíu tekist að bjóða upp á ókeypis sjúkraþjónustu í sveitum landsins. Hins vegar er talið að ekki hafi tekist að hrinda öðrum stefnumálum í framkvæmd með fullnægjandi hætti, svo sem loforði um aukna þróunaraðstoð til Afríkuríkja og að vinna að frjálsara viðskiptaumhverfi í álfunni. Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims tilkynntu í gær að þau hefðu skuld- bundið sig til að verja andvirði tæp- lega fjögur þúsund milljarða króna til baráttunnar gegn alnæmi og öðrum skæðum sjúkdómum á borð við malaríu og berkla í Afríku. Að sögn munu Bandaríkjamenn út- vega helming þess fjár. Á síðasta degi fundar leiðtoganna í Heiligend- amm í Þýskalandi ítrekuðu þeir að ■ Stuðningur við frekari refsiaðgerðir gegn íran, hætti irönsk stjórnvöld ekki að auðga úran. ■ G8-ríkin munu styðja frekari refsiað- gerðir gegn Súdan, styðji þarlend stjórn völd ekki tilraunir alþjóðlegra aðila til að binda enda á deiluna í Darfúr-héraði. ■ Stjórnvöld I Norður-Kóreu skulu hætta tilraunum með eldflaugar sem geta borið kjarnaodda. ■ Ekki náðist samkomulag um hvernig skuli haga málum varðandi Kosovo-hérað.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.