blaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007
blaðto
Tcwviaríb'
Skóverslun Kringlunni 8 -12 S: 553 2888
Sverrir Einarsson
Hcrmann Jónasson
Geir Harðarson Bryndís Valbjamardóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blðm • Fáni • Gestabðk • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
áföstudögum
Auglýsingasíminn er
510 3744
Ulugi Jökulsson skrifar um kjötkatlana
Krókurinn makaður
Það er dapurlegt að horfa
upp á hvernig tíminn
hefur leikið Davíð Odds-
son fyrrum forsætisráð-
herra. Áður fyrr á árunum taldi
maður sig geta treyst einu: Hvað
svo sem Davíð tæki sér fyrir
hendur, þá væri hann ekki að
skara eld að eigin köku. Vissu-
lega vildi hann sanka að sér sem
mestum völdum en hann leiddi
aldrei hugann að efnalegum verð-
mætum fyrir sjálfan sig. Maður
var kannski ekki sammála öllu
sem Davíð sagði og gerði en
maður trúði því statt og stöðugt
að hann hugsaði aldrei um sinn
eigin þrönga hag.
Hann væri engum háður - já,
hugsjónamaður!
Varðhundur
Þetta viðhorf til Davíðs hefur
nú breyst.
Fyrst kom í ljós að í pólitík
sinni virðist hann í ótrúlega
ríkum mæli hafa litið á sig sem
varðhund fyrir litla hagsmuna-
blokk í íslensku viðskiptalífi
- hinn gamla Kolkrabba. Ogþegar
hann uppgötvaði að hann hafði
sjálfur lagt sitt lóð á vogarskál-
arnar til að losa svo um viðjar við-
skiptalífsins að Kolkrabbinn sat
eftir á berangri - þá var eins og
hann vildi flest til vinna að snúa
til baka.
Þarf ég að minnast á Baugs-
málið? Fjölmiðlafrumvarpið?
Síðan eftirlaunafrumvarpið.
Um sama leyti og Davíð tók með
nokkurri viðhöfn fé sitt úr banka
af því hann kvaðst s v o
hneykslaður á
krókmaki
bankastjór-
anna, ein-
mitt þá
var hann
að nota
þ a u
v ö 1 d
s e m
kjósendur höfðu falið honum til
þess að efla eigin hag með subbu-
legri hætti en maður hefði talið
mögulegt.
Svo vippar hann sér í Seðla-
bankann þegar honum er ekki
vært lengur í pólitík. Heldur
svona slappur endir á ferlinum,
var það ekki?
Og viti menn - hvað gerist?
Jú, allt í einu er voðalega brýnt
að hækka laun seðlabankastjóra
upp úr öllu valdi. Davíð Oddsson
er nú orðinn hæstlaunaði starfs-
maður ríkisins. Hann fær hærri
laun en forsetinn. Hærri laun en
forsætisráðherrann.
Fráleit skýring
Sú skýring sem formaður
bankaráðsins hefur gefið er auð-
vitað fráleit. Að laun millistjórn-
enda í bankanum hafi hækkað
svo mikið af því Seðlabankinn
sé í grimmri samkeppni um
starfsfólk við viðskiptabankana!
Þess vegna hafi þurft að hækka
laun æðstu stjórnenda til að við-
halda eðlilegum launamun innan
bankans!
Ég meina... hversu lágt er hægt
að leggjast i spunanum?!
Það verður gaman að heyra
næstu ræður formanns banka-
stjórnar Seðlabankans um nauð-
syn aðhalds og hógværðar í
samfélaginu.
Hann mun að vísu bara snúa
upp á sig ef einhver vogar sér yf-
irleitt að spyrja hann um málið.
Segja í hæsta lagi að hann hafi
ekki haft neitt með þetta að gera.
Ekki einu sinni vitað af því! Fárán-
legt og dónalegt að láta sér detta í
hug að spyrja hann!
Og málið er dautt.
Æ, æ...
Hefur Davíð breyst svona
mikið? Eða skildum við hann
bara svona illa allan tímann?
Gæslumenn kjötkatlanna?
Má ég bæta einu við?
Katrín Júlíusdóttir
„Jú, allt í einu er voða-
lega brýht að hœkka
laun seólabankastjára
upp úr öllu valdi. Davíð
Oddsson er nú orðinn
hœstlaunaði starfsmaður
ríkisins."
þingmaður Samfylkingar var
spurð um þetta mál í sjónvarp-
sviðtali. Hún fór undan í flæm-
ingi og sagðist ekki hafa kynnt
sér það.
Bull og þvaður. Auðvitað átti
þingmaður að geta myndað sér
skoðun á málinu undireins. Þing-
maður fyrir flokk sem kallar sig
jafnaðarmannaflokk átti ekki að
þurfa að hugsa djúpt og lengi til
að komast að þeirri niðurstöðu
að launahækkunin í Seðlabank-
anum var bara rakið hneyksli.
Það sem þarna gerðist var að af
því flokkur Katrínar var kominn
í ríkisstjórn, þá fór hún sjálfkrafa
að líta á sig sem fulltrúa valda-
kerfisins í landinu. Og hún mætti
ekki rugga þeim báti.
Þetta er einmitt það sem þing-
menn Samfylkingar þurfa að var-
ast. Þeir eru í tímabundnu starfi
fyrir kjósendur sína - og raunar
fyrir alla íslensku þjóðina.
Þeir eru ekki gæslumenn
kjötkatlanna.
Það eru nógir
aðrir um
þá hitu
eins og
dæmin
sanna.