blaðið - 06.07.2007, Síða 33
blaðið
FÖSTUDAGUR 6. JÚLl' 2007
33
Á Hróarskeldu
Blautasta Hróarskelduhátíð hingað til er hafin. Búist er við enn
meiri rigningu í dag og var ástandið ekki beisið í gær eins og sjá má
á þessum myndum. „Vá, það er biautt," sagði blaðamaður Blaðsins,
Atli Fannar Bjarkason, sem er á hátíðinni og verður með ferskar
fréttir í Orðlaus á morgun.
S Ástin blómstrar Þó hátíðarsvæðið 3
* þurfi sinn tíma til að gróa er óljóst
* hvort þessi koss skilur mikið eftir sig.
istf-
Stígvélin prófuð Norðurlandabú-
i ar sitja ekki einir að Hróarskeldu-
ji hátíðinni, því einnig eru gestir frá
l- Mósambík og Sameinuðu arabísku
• - furstadæmunum mættir.
Dansað með
dvergum
Josh Homrne, söngvari og gítar-
leikari hljómsveitarinnar Queens
of the Stone Age, segir hápunkt
ferils síns vera þegar hann
dansaði á sviðinu við dverg á tón-
leikum fyrir nokkrum árum.
Homme segir að áhorfendur
hafi verið mjög viiltir á tónleik-
unum eftirminnilegu, og það
hafi endað með því að dverg var
kastað upp á sviðið. „Dvergurinn
stóð svo upp og byrjaði að dansa,
en ég gat engan veginn hamið
hláturinn,“ segir Homme. hos
Bono meö
töfrasíma
Johnny Borrell, söngvari Razorl-
ight, á ekki orð yfir síma Bono,
vinar síns og söngvara hljóm-
sveitarinnar U2. Söngvararnir
tveir eru vist hinir mestu mátar
og spjalla reglulega saman. En
þegar samtölunum lýkur eyðist
á einhvern duiarfullan hátt síma-
númer Bono úr símaskrá Borrells,
og eins öll önnur spor sem hægt
væri að nota til að rekja samtalið
til Bono. „Enginn er með núm-
erið hjá Bono í símaskrá sinni.
Ekki nóg með að símanúmerið
hyrfi að samtalinu loknu, heldur
eyddist líka skráin yfir samtöl
sem hafa farið fram í símanum,"
segir Borrell steinhissa.
hos
Sykurhúöaö sumarpopp
Sykurpúðarnir í Maroon 5 gáfu
út sína aðra hljóðversplötu í byrjun
sumars og ber gripurinn heitið It
Won’t Be Soon Before Long. Hljóm-
sveitin hafði áður notið nokkurra
vinsælda fyrir poppslagara á borð
við „This Love“ og „She Will Be Lo-
ved“ af plötunni Songs About Jane
frá árinu 2002.
Á nýju plötunni er fátt óvænt að
finna. Við lagasmíðar var öllu því
helsta úr poppstraumum undanfar-
inna ára blandað saman og sama
gildir um útsetningarnar sem
greinilega hefur þó verið lögð tölu-
verð vinna í. Það eina ferska við
plötuna eru áberandi áhrif frá The
Police. Ekki nógu oft sem maður
heyrir áhrif frá þeim góðu gæjum.
En að öðru leyti er platan einhvers
konar blanda af Justin Timberlake,
Maroon 5
lt Won't Be Soon Before Long
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
smá soul, örlitlu diskói og jafnvel
dassi af Jamiroquai. Og því miður
virkar blandan ekkert sérstaklega
vel.
Upphafslög plötunnar, lögin „If
I Never See Your Face Again“ og
„Makes Me Wonder“, eru nokkuð
grípandi og dansvænir sumar-
smellir sem hafa fengið töluverða
spilun og munu eflaust verða spil-
aðir eitthvað áfram. En um leið og
lögin tvö fara úr spilun munu þau
gleymast, enda ekkert eftirminni-
legt við þau. Það lag plötunnar sem
stendur upp úr að mínu mati er hið
skemmtilega hallærislega „Won’t
Go Home Without You“. Takið sér-
staklega vel eftir skiptingunni á
undan viðlaginu. Mjög the police-
legt og skondið.
Maroon 5 mega eiga það að þeir
eru ekkert að rembast við að vera
frumlegir, sem getur orðið mjög
leiðigjarnt þegar illa tekst til. Og
hljómsveitina virðist ekki skorta
aðdáendur úr röðum kvenkynsins,
ef marka má sprenghlægilegar at-
hugasemdir um myndirnar á my-
space-síðu þeirra. Ég mæli með
því að þið skoðið þær þegar ykkur
vantar upplyftingu. En hvað varðar
lögin sjálf missið þið ekki af miklu
þótt þið látið þessa plötu framhjá
ykkur fara.
N5I m, 4JAVU P&NNAN..
HVAP 4E&HZ MZUWINN?
/J44; 132 KM 06
MFB 4ÝN\4rT PZTTA
VEXA 4AMI L-Ú4EJZINN
06 í&eiz...
J&J.A VINUfZ, PU VIPPI4T EKKZFT
UÆZA... V\V MÆUVUM P\6 Á fZÚMt,Z6A
130 KM HfZAPA. VZW AV EWJA P\6
UM AP 4ÞTJA4T INN í BÍU TIU OKKAfZ
06 TAKTU 4KÍfZTZINIP MZP páfZ.
'OHH, £6 TfZÚI þ?44L
eiaai hvþzjaz zku
ANV4K... UKUfZNAfZ?^
HAUUO... Z6 HEITt
HÖfZfUfZ, &\Z AP
KOMA Af TAKA
ÖKUPfZÓFIF AFTUfZll
' M l*-
JA BIVPU VW...
HMM, BÚINN AP 6fZ?IFA 4PKTINA,
150 þÚ4. FAfZPU INN 6AN6INN,
AVfZAfZ PYfZ TIL- VINZTfZI. PfZÓFW,
BYfZJAfZ FFTífZ 5 MIN.
6MAHUPUM
Þú missir ekki bara bílprófið ef þú ekur of hratt, heldur gæti bíLlinn þinn verið
gerður upptækur og þú greitt sekt sem jafngildir mánaðarlaunum margra.
Hraðakstur borgar sig ekki - í ALVÖRUNNI!
Umferðarstofa