blaðið - 26.07.2007, Page 6

blaðið - 26.07.2007, Page 6
FRETTIR FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2007 blaóið Nýtt torfærusvæði við Hellu Hrepparáð Rangárþings ytra ákvað á síðasta fundi sínum, sem haldinn var 19. júlí síðastliðinn, að verja fimm hundruð þúsund krónum til stofnframkvæmda á torfærusvæði í landi Grafar rétt austan við Hellu. Fyrir liggja drög að samningi um að Rangárþing ytra leigi svæðið af Landgræðslu ríkisins sem nýtt verði til akstursíþrótta. Þetta kemur fram á fréttavefnum suður- land.is. Byrjað var á vinnu við aksturs- svæðið síðastliðið haust en þar verða motorcross- og Enduro- brautir. Örn Þórðarson sveitarstjóri segir í samtali við suðurland.is að mótorhjólamenn hafi verið tií vandræða með því að hjóla á göngu- stígum á Hellu og nokkrum sinnum legið við stórslysi. Sé því verið að reyna að færa mótorhjólaakstur úr þorpinu. h! Nýr ráðu- neytisstjóri Viðskiptaráð- herra, Björgvin G. Sigurðsson, hefur skipað Jónínu S. Lárus- dóttur ráðu- neytisstjóra í viðskiptaráðu- neytinu frá 1. ágúst 2007. Jónína útskrifaðist sem lögfræð- ingur frá Háskóla íslands árið 1996 og lauk mastersgráðu frá London School of Economics and Political Science árið 2000. Hún hóf störf í viðskiptaráðuney tinu haustið 2000 og var skipuð skrif- stofustjóri þar árið 2004. Jónína er 36 ára, gift Birgi Guð- mundssyni, viðskiptastjóra hjá Landsbankanum í London og eiga þau eitt barn. mbl.is 3200 vestur á einni viku Á einni viku er von á að 3200 far- þegar komi með skemmtiferða- skipum til f safjarðar, samkvæmt fréttavefnum Bæjarins besta. Skemmtiferðaskipið Saga Ruby var í Prestabugtinni í Skutuls- firði í gær en það er tólfta skipið af tuttugu og sex sem kemur til ísafjarðar i sumar. Saga Ruby er tæp 25 þúsund brút- tótonn að stærð og komu 650 farþegar með því. Skipið Europa er væntanlegt til ísafjarðar á föstudag og Princess Danae og Thompson Spirit á Iaugardag. hbv Bílaflotinn stækkar Mikil aukn ing hefur verið í bílainnflutningi undanfarið, enda gengi dollar- ans verið hagstætt. Innfluttar vörur lækka í verði ■ Gengi Bandaríkjadals er óvenjulágt um þessar mundir ■ Fór niður fyrir 60 krónur í gær ■ Neytendur njóta góðs af Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Staða krónunnar er óvenju sterk í dag gagnvart öðrum gjald- miðlum, ekki síst gagnvart doll- ara þar sem kaupgengið í gær var komið niður í tæpar 60 krónur. Innflutningur á vörum frá Amer- íku er því hagstæður um þessar mundir og ættu neytendur að njóta góðs af lágu gengi dollarans í lægra vöruverði. Lækkanir þegar hafnar Olíufélögin hafa þegar tekið við sér og lækkað verðið á bensíni fyrr í vikunni um allt að 4 krónur á lítrann. Aðrir birgjar sem Blaðið ræddi við virðast hafa gert slíkt hið sama. „Við erum eina bílaumboðið sem hefur lækkað verðið á bílunum hjá sér út af genginu. Þeir bílar sem koma frá Evrópu hafa lækkað hrað- ast því afgreiðslutíminn er stystur þar. Svo hafa allir bílarnir frá Asíu lækkað líka,“ segir Jón Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. Hann segir eftir- spurn eftir nýjum bílum hafa aukist töluvert undanfarið. „Það er meira að gera, það er augljóst. Við höfum GENGI DOLLARANS SÍÐUSTU 18MÁNUÐI Dags. Kaupgengi 25. 7. 2007 59,55 kr. 23. 3. 2007 66,31 kr. 22. 12. 2006 69,5 kr. 25. 8. 2006 69,91 kr. 25. 4. 2006 74,31 kr. 25.1. 2006 61,02 kr. ákveðið að láta viðskiptavinina njóta þess.“ Ingimar Ingimarsson, sölustjóri matvörusviðs hjá Islensk-Ameríska, hefur sömu sögu að segja. „Megnið af vörunum okkar koma frá Dan- mörku og evrusvæðinu. En gengið hefur verið að lækka þar líka og við lækkuðum allt í lok júní.“ Krónan sterk fram á haust Þrátt fyrir spár um yfirvofandi samdrátt virðist sem lítið lát sé á þenslunni í efnahagslífinu. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, segir að krónan haldist sterk fram á haust og jafnvel fram á næsta ár. Hann segir íágt gengi doll- arans gagnvart íslensku krónunni skýrast einkum af sterkri stöðu ís- lensks efnahagslífs, sem og veikri stöðu bandaríska hagkerfisins um þessar mundir. „Við sjáum það núna að það er mikill innflutningur á bifreiðum frá Bandaríkjunum og öðrum neysluvörum sem þaðan koma. Það er ekki oft sem dollarinn hefur farið undir 60 krónurnar.“ I ástandi sem þessu freistast margir til að kaupa dollara, til þess eins að selja þá aftur þegar krónan veikist. Ingólfur ráðleggur fólki að bíða aðeins með slík viðskipti. „Hér erum við með háa vexti í íslenskum krónum sem er fórnað ef keyptir eru dollarar. Ef það gengur eftir eins og útlit er fyrir, að krónan verður sterk næstu mánuði, þá er maður í raun að tapa þessum innlendu vöxtum. Þess vegna er mun betra að bíða þar til kemur að því að krónan veikist, þá getur maður gert góð kaup í doll- urum. Peningamarkaðir hér heima, svo dæmi sé tekið, eru öruggir og gefa mjög góða ávöxtun,“ segir Ingólfur. ÞEKKIRÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Sea Shepherd hætta við komu sína að íslandsströndum Upptekin við annað Farley Mowat, skipi umhverfis- verndaranna í Sea Shepherd, verður ekki siglt að íslandsströndum, í bili að minnsta kosti. Að sögn Pauls Watsons, leiðtoga samtakanna, sinna þau nú þörfum verkefnum við verndun lífríkisins í kringum og á Galapagoseyjum. Sam- tökin munu hafa gert opinberan samstarfssamning við stjórnvöld í Ekvador um eftirlit með og verndun á svæðinu. Náttúruverndarsamtök Islands sendu Watson bréf fyrr 1 sumar þar sem hann var vinsamlegast beðinn um að halda sig fjarri ís- landi þar sem aðgerðir hans væru málstaðnum síst til framdráttar. Árni Finnsson, formaður NSl, segir þessar fréttir góðar en hann hafi í raun aldrei búist við því að Watson léti verða af komu sinni. elias@bladid.net Keikur kafteinn Paul Watson segir annir á öðrum vígstöðvum fresta Islandsför

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.