blaðið - 26.07.2007, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 26. JÚLl' 2007
blaðið
blaði
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Óflokkaður
sóðaskapur
Tvær fréttir í Blaðinu í gær, báðar tengdar sorphirðu og endurvinnslu,
verða að teljast með nokkrum ólikindum.
Annars vegar var sagt frá því að sumir borgarbúar, sem koma að lokuðu
hliði í endurvinnslustöð Sorpu bs. við Jafnasel, sturta sorpinu sínu einfald-
lega á útivistarsvæði á Vatnsendahæð.
„Við höfum séð fólk á lokunartíma Sorpu koma með fullar kerrur af rusli
og sturta svo bara úr þeim rétt fyrir ofan garða okkar ef Sorpa er lokuð.
Þegar hvasst er fýkur þetta svo i garðana hjá okkur,“ sagði Kristjana Jónat-
ansdóttir, íbúi í Jóruseli, í samtali við Blaðið.
Samkvæmt hinni fréttinni sýna kannanir á vegum Sorpu bs. að þeim fer
fækkandi, sem hafa trú á að úrgangur, sem Sorpa tekur við, fari í raun til
endurvinnslu. Þá noti ungt fólk á aldrinum 25-34 ára endurvinnslustöðvar
fyrirtækisins minnst.
Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri hjá Sorpu, segir að hugsanleg skýring
á þessu sé að móttökustöð fyrirtækisins í Gufunesi berist stórir farmar af
óáokkuðu rusli sem verði að urða og slíkt kunni að ýta undir þau viðhorf að
rusl fari ekki til endurvinnslu.
Ef þessi tilgáta er rétt, er orðinn til sérkennilegur vítahringur. Slóðarnir,
sem ekki flokka úrgang sem þeir senda i Sorpu, koma því inn hjá öðrum
að tilgangslaust sé að flokka sorpið sitt; það sé urðað í stað þess að fara til
endurvinnslu.
Sorpa hefur lagt mikið upp úr því seinni árin að greina viðskiptavinum
sínum nákvæmlega frá ferli endurvinnslu hjá fyrirtækinu; hvert t.d. dag-
blaðapappír er sendur í endurvinnslu, hvernig hann er endurunninn og til
hvers hann er síðan notaður. I því efni fer ekkert á milli mála. Einkarekin
fyrirtæki á borð við Gámaþjónustuna og Islenzka gámafélagið eru líka fram-
arlega í endurvinnslu og bjóða upp á ýmsar lausnir fyrir þá, sem vilja nýta
sorpið upp á nýtt í stað þess að grafa það í jörð.
Það er hins vegar til lítils unnið ef fólk vill ekki flokka sorpið sitt sjálft.
Þó ætti það að vera öllum sæmilega upplýstum borgurum ljóst að þeir bera
sjálfir ábyrgð á umgengni sinni við umhverfið.
Opinberir aðilar geta gert ýmislegt til að auðvelda fólki þá vinnu. Með því
að bjóða upp á að sorpið sé flokkað heima í mismunandi sorpílát, sem sveit-
arfélagið sér síðan um að hirða, er stuðlað að því að fólk flokki ruslið sitt.
Og auðvitað á gjaldskráin fyrir sorphirðu að hvetja til slíks; það á að vera
ódýrara að láta frá sér flokkað rusl en óflokkað.
Með því að henda ruslinu sínu á víðavangi þegar Sorpa er lokuð, sýna
menn dæmalausan sóðaskap og leggja bæði kostnað og óþægindi á samborg-
arana. En það er líka sóðaskapur og kostnaðarauki að flokka ekki sorpið sitt,
þannig að hægt sé að endurvinna sem mest af því.
r b b r Ólafur Þ. Stephensen
6ott til
endurvinmlu
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Er fyrlrtækið þitt uaktað?
Ávextir í áskrift er einhver besta fjárfesting
sem þú gerir í starfsmannamálum.
www.avaxtabiliinn.is
C-' —
óKtr-SrM SftGr lit Ar >f8S(JM
JVU&K’LNlNftl. —fcQ VÁ7? j\ Lrif)
Á ÆFINGU-v'/AltIST
... PANrKERfl Sv»
HViní FJAUAMtwii
0íAlLT..MMV fiET
Eo Sa&r-MflouB
...VU S V°
MiMMa ^ /to
í H j/Erjfi
W .000 vfytfwj
ÖR WVÆRiNCU
Heilbrigðistengd ferðaþjónusta
Um árabil hefur vikudvöl á Isa-
firði í júlímánuði verið á dagskrá
fjölskyldunnar.
Dæturnar eru alsælar með þessa
tilhögun. Þær elska svefnloftið hjá
Möggu frænku og Pétri á Kirkjubæ
sem hefur að sögn húseigenda
verið gert upp sérstaklega fyrir þær
stuttu. Þær skottast upp í hlíðar og
niður í fjöru með hundana Tuma og
Blöndu, gera tilraunir með veiðar
og varðelda á ólíklegustu stöðum
undir handleiðslu Sverris Karls,
stóra frænda, fara í siglingu á Her-
móði gamla eða Otrinum, skjótast
í flottu sundlaugina í Súganda, æfa
fótbolta í garðinum hjá Möggu og
Pétri sem hafa óendanlega þolin-
mæði til að bera, kíkja reglulega i
ískistuna hjá afa Sverri og ömmu
Deddu á Grund og koma oftar en
ekki sigri hrósandi til baka með
súkkulaðipakka sem afi Sverrir
segir þeim að sé nauðsynlegur
orkugjafi í allt baukið.
Svona hefur þetta gengið fyrir sig
á hverju sumri frá því að þær litlu
fæddust, í sex ár. Með hverju árinu
sem líður eykst þeim kraftur og
kostunum sem úr er að velja fjölgar.
I vikunni gengum við til dæmis
upp í Naustahvilft. Það er nokkurt
klifur en þegar upp er komið býðst
dásamlegt útsýni yfir ísafjarðarbæ
og nágrenni. Fullorðna fólkið fór
þetta rólega en stelpur og hundar
hlupu léttilega og skemmtu sér á
leiðinni i feluleik á milli risastórra
klettahnullunga sem hafa hrapað
úr fjallinu í tímans rás. Tilhlökk-
unin var nokkur, enda vita þær
systur að áfangastaðurinn, hvilftin
sjálf, myndaðist fyrir langalanga-
löngu þegar risi nokkur hafði þar
viðkomu á langri leið sinni yfir
landið, sat þar og baðaði þreytta
fætur í höfninni.
Skemmtilegur útivistarleikur
Það sem gerði útslagið með að það
var ráðist i göngu upp í Naustahvilft
að þessu sinni var ekki eingöngu sú
staðreynd að þær stuttu ráða nú við
slíkan leiðangur, heldur höfðum
við frétt af stórskemmtilegum leik;
Fjölskyldan á fjall, sem nokkrir að-
ilar á Isafirði hafa átt frumkvæði
að. Á völdum stöðum í bænum getur
maður nálgast lítinn bækling með
leiðbeiningum og mynd af nokkrum
gönguleiðum í nágrenni bæjarins:
Upp í Naustahvilft, á Miðfell og
Hnífa. Á þessum áfangastöðum er
Hanna Katrín Friðriksson
hægt að nálgast stimpil til að stimpla
í bæklinginn og þegar hann hefur
verið útfylltur, stimplað í alla reiti,
eiga þeir sem senda hann inn mögu-
leika á veglegum vinningi.
Isafjörður hefur ekki frekar en
aðrir staðir á íslandi farið varhluta
af þeirri miklu fjölgun ferðamanna
sem orðið hefur á undanförnum
árum. ísafjarðarbær hefur til
dæmis síðustu daga verið fullur af
erlendu ferðafólki sem komið er af
besta aldri. Það fólk kemur með
skemmtiferðaskipum sem í ríkum
mæli leggja leið sína til bæjarins á
sumrin, það setur skemmtilegan
svip á bæinn, spókar sig um göt-
urnar og skoðar nágrenni í rútum
eða bátum. Annar flokkur ferða-
manna sem er áberandi, ekki bara
á Vestfjörðum heldur um allt land,
tilheyrir svokölluðum „garpaflokki"
þ.e. ferðamönnum á besta aldri
sem mæta til leiks vel útbúnir til
útivistar og fjallaklifurs við frum-
stæðar aðstæður og tilbúnir í hvaða
veður sem er.
En hvar eru börnin? Það þykir ekk-
ert tiltökumál að þvælast með þau
um götur og stræti milljónaborga,
aka með þau hundruð ef ekki þús-
undir kílómetra á milli áfangastaða
erlendis og bjóða þeim upp á enda-
lausar skoðunarferðir með tilheyr-
andi biðröðum í miklum hitum. Er
sumarfrí á Islandi virkilega ekki
barnavænt?
íslenskir frumkvöðlar
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnuninni, WHO, munu
lífsstílstengdir sjúkdómar verða
okkur dýrkeyptir á komandi árum
og áratugum ef ekki verður spyrnt
við fótum. Hreyfingarleysi og offita
ungmenna er mikið áhyggjuefni
og einnig streita og kvíði sem fylgir
þessum mikla hraða sem er í samfé-
laginu. Foreldrar þurfa að verja meiri
tíma, gæðatíma, með börnum sínum.
Islensk náttúra og hin ríka sagnahefð
sem við búum yfir, gefur okkur allar
forsendur til þess að vera framarlega
í flokki í þróun fjölskylduvænnar
ferðaþjónustu. Aðilar í ferðaþjón-
ustu á íslandi hafa lyft Grettistaki á
síðustu árum í þróun á framboði og
allri aðstöðu. Það ber sannarlega að
fagna þessari áherslu sem hægt er
að merkja á þjónustu við barnafjöl-
skyldur. Þarna er um að ræða vaxtar-
brodd sem getur komið Islendingum
á framfæri sem frumkvöðlum í heil-
brigðistengdri ferðaþjónustu.
Höfundur er aðstoðarmaður
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
KLIPPT 0G SKORI0
Fyrir tveimur árum varð tölu-
vert fjaðrafok í fjölmiðlum
vegna klæðaburðar alþingis-
manna í hinu háa Alþingi. Þegar
Hlynur Halls-
son kom inn á
þing sem vara-
þingmaður VG
setti hann allt á
annan endann
þar sem hann
var bindislaus.
Bindi skipta máli því nú hefur
dómstjóri Héraðsdóms Reykja-
víkur, Helgi I. Jónsson, komið
þeim skilaboðum til lögmanna að
þeir mæti með bindi við aðalmeð-
ferð mála og dómsuppsögn en eitt-
hvað mun hafa borið á bindisleysi
lögmanna undanfarið. Kannski
góða veðrið hafi haft þessi áhrif á
frjálslyndi lögmannanna.
Boðað er til ráðstefnu í Þjóð-
minjasafninu í dag á vegum
Háskóla Islands sem nefnist
Skattalækkanir til kjarabóta.
Kynnt verður rannsóknarverkefni
um skatta og velferð sem Hannes
Hólmsteinn Gissurarson pró-
fessor stýrði. Meðal fyrirlesara
eru Geir Haarde, Björgvin G.
Sigurðsson og aðrir fínir herrar
en engin kona er á mælendaskrá.
Mikið er gert úr lækkun skatta á ís-
landi undanfarin ár í þessari rann-
sókn en vefsíðan andriki.is bendir
hins vegar á að
tekjuskattur
einstaklinga á
íslandi sé enn
mjög hár í sögu-
legum saman-
burði og stefnir
allt í að ísland
líti út eins og
kommúnista-
ríki í samanburði við Albaníu. Al-
banir stefna í 10% flatan tekjuskatt.
Hvað segir Hannes við því?
elin@bladid.net