blaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 26. JULI 2007 blaöiö KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@bladid.net Það eina sem bjargar okkur frá embættismannakerfinu er hversu óvirkt það er. Virkt embættismanna- kerfi er mesta ógnunin við frelsið. Eugene McCarthy Hekla á mörkunum Hekla Dögg Jónsdóttir opnar einkasýningu sína „Liminality; alveg á mörkunum" í Nýlista- safninu, laugardaginn 28. júlí kl. 17. „Liminality“ útleggst sem millibilssvæði, ástand eða griða- staður sem áhorfandanum gefst færi á að dvelja í. Hekla Dögg mun gefa gestum tækifæri á að sjá og upplifa ný verk í bland við eldri. Með sýningunni gefst almenningi því kostur á kynna sér skemmtilegan feril Heklu Daggar þar sem fyrirbæri eins og gosbrunnar, bálkestir, svanir, loftsteinar og perlur, tálsýnir og töfrar, leika lausum hala í höndum listakonunnar. Hekla Dögg Jónsdóttir útskrif- aðist frá Myndlista- og handíða- skólanum árið 1994. Hún hlaut meistaragráðu í myndlist frá California Institute of the Arts í Los Angeles árið 1999. Síðan hefur Hekla Dögg sýnt verk sín við góðan orðstír hér heima og erlendis. Hekla er einn af stofn- endum Gallerí Kling & Bang sem opnaði í Reykjavík árið 2003. AFMÆLI í DAG Salvador Allende forseti, 1908 Stanley Kubrick leikstjóri, 1928 Mick Jagger rokkstjarna, 1944 METSÖLULISTI Innlendar bækur 1. 2. Leyndarmáli Rhonda Byrne Viltu vinna milljarð? - kilja Vikas Swarup 3. Lost in lceland Sigurgeir Sigurjónsson 4. Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini 5. Tvíburarnir - kilja Tessa de Loo 6. Kortabók 1:300.000 örn Sigurðsson 7. Konungsbók - kilja Arnaldur Indriðason 8. Leynda kvöldmáltfðin - kilja Javier Sierra 9. íslenska vegahandbókin Ýmsir 10. Wonders of lceland Helgi Guðmundsson Listinn er gerður út frá sölu í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar dagana 17.07 - 23.07. METSÖLULISTI Erlendar bækur 1. Harry Potter & the Deathly Hallows J.K. Rowling 2. The Secret Rhonda Byrne 3. HarryPotter&theHalf-BloodPrince J.K. Rowling 4. A Thousand Splendid Suns Khaled Hosseini 5. The Water’s Lovely Ruth Rendell 6. HarryPotter&thePhilosopher’sStone J.K. Rowling 7. Lisey's Story Stephen King 8. A Mission Song John le Carré 9. HarryPotter&theChamberofSecrets J.K. Rowling 10. Like the Flowing River Paulo Coelho Listinn er gerður út frá sölu í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar dagana 17.07 - 23.07. Reykholtshátíð hefst í dag Falleg tónlist í vönduðum flutningi Steinunn Birna Ragnars- dóttir, stjórnandi Reyk- holtshátíðar, segir að tilgangurinn með hátíð- inni sé að búa til vettvang fyrir innlenda tónlistar- menn til að starfa með erlendum gestum. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net Reykholtshátíð hefst í dag, fimmtudag, og lýkur á sunnudag. Hátíðin, sem er alþjóðleg tónlistar- hátíð, er haldin í ellefta sinn. Fjöldi tónlistarmanna víða að, 49 flytj- endur frá sex löndum koma fram á hátíðinni í Reykholtskirkju. „Tilgangurinn með Reykholtshá- tíð er að búa til vettvang fyrir inn- lenda tónlistarmenn til að starfa með erlendum gestum og skapa fallegt umhverfi utan um fallega tónlist í vönduðum flutningi," segir Steinunn Birna Ragnars- dóttir, píanóleikari og stjórnandi Reykholtshátíðar. Einstakur karlakór Karlakór Basil-dómkirkjunnar í Moskvu mun opna hátíðina nú í kvöld og halda aðra tónleika á föstudagskvöldið. Kórinn hefur áður komið til landsins og söng á Listahátíð í Reykjavík 2004 við mikla hrifningu. „Mér fannst eðli- legt að láta kórinn halda tvenna tónleika því færri komust að en vildu þegar hann kom á Listahá- HÁTÍÐIN ► Karlakór Basil-dómkirkj- unnar heldur tónleika í Reykholtskirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, og föstu- dagskvöld kl. 20.00. St. Christopher-hljómsveit- in kemur fram á tónleikum á laugardagskvöldið kl. 20.00 og á sunnudaginn kl. 16.00. w Hanna Dóra Sturludóttir og Lothar Odinius syngja á tónleikum laugardaginn kl. 15.00 og Hummel Ensamble kemur fram á sunnudags- kvöldið kl. 20.00. Steinunn Birna ..Núna fæ ég hringingar frá virtum umboðsmönnum sem bjóða mér að velja úr bestu listamönnunum.” tíð og söng í Hallgrímskirkju. Mér sýnist að það muni verða uppselt á báða tónleikana. Það er gaman að fá þessa tónlist beint í æð en fá lög ná jafn vel til manns og rússnesku þjóðlögin flutt af þessum frábæra karlakór," segir Steinunn Birna. Christopher hljómsveitin frá Vilnius í Litháen undir stjórn Don- atas Katkus kemur einnig fram á hátíðinni. „Það er sérstaklega skemmtilegt fyrir mig að fá þessa hljómsveit til landsins því ég spil- aði einleik með henni árið 2000 þegar Litháar héldu upp á frelsis- afmæli sitt og síðan hef ég látið mig dreyma um að fá hana hingað," segir Steinunn Birna. Steinunn Birna kemur sjálf fram á tónleikum á laugardag þegar hún leikur með Hönnu Dóru Sturlu- dóttur og Lothar Odinius. Á loka- tónleikunum sem verða á sunnu- dag flytur Hummel Ensamble frá París verk eftir Beethoven, Dvorák og fleiri. Eftirsóknarverður vettvangur Steinunn Birna segir að aðsóknin að Reykholtshátíð fari stöðugt vax- andi. „Víðast hvar í heiminum er samdráttur i aðsókn á klassíska tónleika en það á ekki við um há- tíð eins og þessa sem dregur fólk að. Mjög vel gengur að fá erlenda tónlistarmenn á hátíðina. I byrjun þurfti ég að hafa fyrir því vegna þess að hátíðin var ekki þekkt. Núna fæ ég hringingar frá virtum umboðsmönnum sem bjóða mér að velja úr bestu listamönnunum. Hátíðin hefur spurst út og er komin á kortið erlendis sem eftirsóknar- verður vettvangur. Mér þykir veru- lega vænt um að þetta hafi gerst." MENNINGARMOLINN Háðfugl fæðist Á þessum degi árið 1856 fæddist leikritaskáldið og gagnrvnandinn George Bernard Shaw. Á löngum ferli skrifaði hann fimmtíu leik- rit og var auk þess áhrifamikill gagnrýnandi og frábær bréfritari. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1925 fyrir leikrit sitt Heilög Jóhanna. Shaw fór nýjar leiðir í umfjöllunarefnum í leik- ritum sínum sem einkenndust af beittri þjóðfélagsgagnrýni og háði sem hitti í mark. Shawlést árið 1950, 94 ára gamall. Allt til dauðadags hélt hann áfram að skrifa af snerpu og einstakri greind. Myndin sem hér birtist sýnir Shaw 93 ára gamlan fylgjast með útiæfingu á leikriti sínu Buoyant Billions. Þetta er ein af síðustu myndunum sem var tekin af honum. -(

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.